Af ávöxtunum skulu þér þekkja þá

Hér hefur náðst gleðilegur og mikilvægur áfangi við raunhæft verkeni í útflutningi heilbrigðisþjónustu. Margir hafa sýnt þessu áhuga en ekki viljað leggja lið. Vandaður undirbúningur og ekkert óðagot staðfestir, að verkefnið er í góðum höndum  fjárfesta með úthald. Þeir munu njóta ávaxtanna og væntanlega mun áhöfnin stækka þegar fram í sækir.

Þetta verður mikilvægt fyrirtæki í Mosfellsbæ og arðsdamt fyrir þjóðina.


mbl.is Samið um lóð fyrir einkasjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Mjög gott mál.

Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki læknir en finnst öfugsnúið með afbrigðum þegar litið er á sjúkrahús fyrst og fremst sem gróðalind. Og fyrir mér eru læknar sem aðeins sinna hin um ríku hreinir siðleysingjar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2010 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Fyrir vestan okkur er 300 milljóna þjóð, sem er ein af þeim ríkustu í veröldinni en hefur að mestum hluta kosið að reka heilbrigðisþjónustu með einkatryggingum.  Þetta er kerfi, sem við viljum ekki en er engu að síður staðreynd. Tryggingafélögin fyrir vestan veita viðskiptavinum sínum, mismunandi fjáðum, þjónustu með því að kaupa hana af öðrum. Hvers vegna skyldum við ekki taka þátt í þeirri viðleitni, ef við getum boðið eftirsóttar aðgerðir við góðu verði án þess að það hafi áhrif á það, sem við njótum?

Aukaverkun þessa gæti verið að hvetja sérhæfða lækna til að flytja heim og taka þátt í verkefnunum hér en það er mjög brýnt mál.   

Sigurbjörn Sveinsson, 17.12.2010 kl. 17:19

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sigurður það eru mun fleiri kostir en gallar við lækningatengda ferðaþjónustu. Hún skapar gjaldeyristekjur sem við þurfum nauðsynlega á að halda, þjálfar lækna, eflir ferðaþjónustu, heldur í heilbrigðisfagaðila sem ella færu frá okkur og laðar jafnvel að brottflutta. Okkur bráðvantar sveigjanleika í kerfið sem þarna kemur því eins og staðan væri annars hefðu fagaðilar sem nú er verið að draga saman hjá að engu að hverfa nema til útlanda.

Þá er sú mikla vá fyrir dyrum að heilbrigiskerfið hækkar í verði með meiri þróun auk þess em fólk lifir almennt lengur. Þetta þíðir að með þessari þjónustu höfum við frekar efni á að halda tækjum, búnaði, menntun og getunni til að þjóna innlendum betur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.12.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband