90 km í næsta lögregluþjón - til allra átta

Niðurskurðurinn kemur víða við og dregur dám af þeim, sem um véla. Það er t.d. í forgangi að skera niður skólamötuneyti, fækka starfsmönnum og gefa börnunum verksmiðjuunnin matvæli stappfull af salti, köfnunarefnissamböndum og kartöflumjöli að ekki sé talað um öll E-merktu aukaefnin. Svo á enn að fækka í lögreglunni.

Þar verður m.a. tekinn af lögregluþjónninn í Búðardal. Þá verður á Vestfjarðaveginum í Hvammssveit og á Svínadal 90 km. í næsta lögregluþjón hvort sem leitað er í Borgarnes, Stykkishólm eða til Hólmavíkur.  Ef það er þá fært - eins og kallinn sagði.

Læknisþjónusta stendur höllum fæti á þessu svæði. Halda menn að þetta verði til að bæta ástandið, þegar lögreglunni verður ekki fyrir að fara til að vinna með í erfiðum slysum?

Samfélag okkar er brothætt og menn verða að horfa á heildarmyndina, þegar verið er að fást við afdrif byggðarlaganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Sigurbjörn. 

Svona er að hafa lagt niður hreppana. Þetta er sameining sveitafélaga í hnotskurn. Þjónustan er flutt brut frá íbúunum og læst á bak við eldvegg síma- og tölvkerfa. Svo segja stjórnmálamenn á ræðum að við búum í þjónustusamfélaginu svo kallaða. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2011 kl. 17:20

2 identicon

Hvar eru þingmanns nefnurnar ykkar? Ungi bóndinn úr Laxárdal,Jón skólastjóri, Einar af kvótasölu ætt, Ábjörn fjárdratthagi, Guðbjartur skólastjóri,.Lilja Rafney?
Þessi flókni hópur ber að taka ykkur Dalabúa upp á sína arma. Sameinaðir standa þeir, í ykkar/okkar þágu.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 20:34

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þeir eru að bítast um það, sem þeir telja máli skipta. Það eru ekki hin hversdagslegu úrlausnarefni, sem brenna á alþýðunni.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.2.2011 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband