Hvar er sanngirnin og meðalhófið?

Ég er óflokksbundinn, hef aldrei kosið Jóhönnu Sigurðardóttur og ekki hrifist af henni sem stjórnmálamanni. Nú finnst mér hins vegar andúðin á henni ganga úr hófi og heiftin borið andstæðinga hennar langt af leið.

Hvað átti Jóhanna að gera með hæfnismat, þar sem karlinn var talinn fremstur? Gat hún séð fyrir að forsendur kærunefndar yrðu aðrar,  en fagaðilar gáfu sér? Að gefið yrði upp á nýtt, ef svo má að orði komast? Eða er jafnréttisumræðan komin svo langt, að konur skal velja alveg óháð hæfni til starfa? Maður spyr sig.

Þessi aðför að Jóhönnu finnst mér fráleit og minna frekar á galdraofsóknir en umburðarlynd skoðanaskipti um jafnréttismál. Eru þá kynsystur hennar og flokkssystkin ekki undanskilin.  


mbl.is Fjórar konur og einn karl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Algjörlega sammála þér, þessi aðför að Jóhönnu útaf þessu máli sýnir skítlegt eðli þeirra sem að þessu standa.  Óþverrar er rétta orðið yfir þá.

Óskar, 25.3.2011 kl. 11:21

2 Smámynd: Sigurður Helgason

það á að ráða þannig í störf á íslandi að ef þú ert búinn að raða umsækjendum niður samkvæmt hæfni frá 1 til 10, ferðu  aftur í röðina þar til þú finnur píku, hún er hæfust:

það er enginn furða að kynskipti aðgerðum hefur fjölgað

Sigurður Helgason, 25.3.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála þér Sigurbjörn.  Það er ótrúlegt hvað menn og konur geta lagst lágt til þess að koma höggi á pólitískan andstæðing.  Það liggur í augum uppi að hún gat ekki tekið aðra ákvörðun en þessa.  Svo veit ég nú ekki hvort þetta blessaða jafnréttisráð er eingöngu skipað óskeikulu fólki.

Þórir Kjartansson, 25.3.2011 kl. 11:49

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 12:09

5 identicon

Held ég verði að hæla henni fyrir fagleg vinnubrögð.Fór eftir ráðleggingum ráðgjafans,sem í ofanálag var kona ef ég man rétt og valin var karlmaður þrátt fyrir að Jóhanna sé kona('eg ætla ekki að koma með neina aulabrandara um kynhegðan).Kynjabaráttan má ekki fara út í öfgar,og ekki heldur pólitíkin.En ég minni alla á að kjósa rétt 9.aprí og segja NEI við Icesave.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 12:32

6 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Hárrétt afstaða! Ef íhaldið heldur virkilega að þjóðin hlusti á þetta rakalausa bull, vaða þau í villu og svima! Þau hafa bara orðið sér til minnkunar með þessari framkomu. Þorgerður varð enda eins og asni í framan þegar Kastljós Sigmar benti henni góðfúslega á hvernig þau höguðu sér við ráðningar í embættin í valdatíð þeirra. Var hlægilegt að heyra hana byrja að hiksta og stama eftur það!

Davíð Þ. Löve, 25.3.2011 kl. 13:13

7 identicon

! ! uss,uss, engan hávaða, kratakórinn er að æfa hérna, kunna orðið textann bærilega,

Hc (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 14:17

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ekki benda á mig! Ég hef á tveim stöðum lýst gjörð hennar sem faglegri,þó ekki orðrétt. Þorgerður Katrín hefur ekki efni á aðfinnslu. En þetta breytir engu með afstöðu minni til stjórnarinnar vegna ESB/Icesave,NEI-ið mitt stendur, en það er ekki til umræðu hér.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2011 kl. 20:01

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Takk fyrir þetta innlegg í umræðuna á blogginu. Það er mín skoðun eftir ígrundaða skoðun, að hér hafi leikhús svika-aflanna talið sig eiga einkarétt í einleiks-stjórnsýslu landsins, sem ekki verður studdur af réttlætinu.

 Jóhanna Sigurðardóttir hefur fengið mig til að snúast marga hringi í kringum sjálfa mig í reiði yfir hvernig hún afgreiddi umsóknina að ESB á alþingi, en það segir mér enginn að það megi fara svona illa með hana fyrir þá sannfæringu sína.

 Réttlætið er óflokksbundið og verður aldrei flokksþræll auðvalds-afla heimsmafíunnar! Það skilja allar réttlátt þenkjandi sálir í veröldinni. Bæði á Íslandi og annarsstaðar í veröldinni.

 Þú ert skynsamur og réttlætis-sýnn maður og skilur þetta betur en margur Sigurbjörn minn.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2011 kl. 21:02

10 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Takk fyrir þetta Anna m.kv. úr Búðardal.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.3.2011 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband