Ekkert bendir til aukinnar hlýnunar

Hlýnað hefur; það er satt. Það má sjá bæði á gróðri og dýralífi að ekki sé tala um jökla. Blaðamaðurinn hefur sjálfsagt ætlað að minna okkur á, að hiti hafi aukist.


mbl.is Aukin hlýnun veldur breytingum í veiðivötnum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll - mér finnst á þessari færslu þinni að þú sért að agnúast útí orðaval blaðamanns þar sem hann talar um "aukna hlýnun"

Að mínu mati er ekkert athugavert við þessa fyrirsögn hans, það er annað að tala um að hiti hafi aukist tímabundið á einhverjum svæðum eða í einhvejum hlutum, en þegar er verið að vísa til þess að ástand breytist vegna breytinga á loftslagi, finnst mér ósköp eðlilegt að segja að "aukin hlýnun loftslags" valdi þessu.

Talað er um hlýnun jarðar og þegar hitastig loftslags hennar hækkar er talað um aukna hlýnun loftslags / jarðarinnar og tel ég það fullkomlega eðlilegt orðaval.....

Hinsvegar er færsla þín vel til þess fallin að fólk skoði það sem blaða og fréttamenn senda frá sér, því þar er vissulega víða pottur brotinn..........

Eyþór Örn Óskarsson, 14.7.2011 kl. 12:28

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég er alveg ósammála þér Eyþór. Þetta er eins og hraði. Þegar þú eykur hraðann þá verður hröðun og hraðinn verður meiri á eftir. Það verður ekki "aukin hröðun" nema hraðaaukningin sé breytileg.

En það hefur hlýnað. Það finnst mér ekki fara á milli mála.

Sigurbjörn Sveinsson, 14.7.2011 kl. 13:09

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En getur samt hlynunin ekki verid ad aukast?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 04:56

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ef hlýnunin er að aukast þá hækkar hitastigið hraðar og hraðar, þ.e. árleg hækkun verður meiri og meiri. Hröðunin eykst.

Það er svo annað mál, að það sem af er þessari öld hefur lofthitinn á heimsvísu meira og minna staðið í stað, þ.e. árleg hækkun engin verið. Því er ekki hægt að tala um aukna hlýnun á síðastliðnum áratug.

Ég hnaut um þessa fyrirsögn á sama hátt og Sigurbjörn.  Hefði staðið t.d. "Hærri lofthiti veldur breytingum á veiðivötnum landsins" þá hefði ég ekki tekið eftir neinu óeðlilegu.

Ágúst H Bjarnason, 15.7.2011 kl. 07:20

5 identicon

Sæll Sigurbjörn!

Var þetta ekki aðallega hlýnun í hagkerfi Bandaríkjanna?!

Varðandi orðalagið "aukin hlýnun" þá er það dæmigert
fyrir það sem í málfræðinni nefnist ofhlæði. Orðinu
"aukin" er ofaukið; það breytir engu um merkingu.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband