Magnús Pétursson ríkissáttasemjari,

ţáverandi forstjóri Landspítalans, hafđi gjarnan á orđi, ţegar varađ var viđ skorti á samkeppni eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, ađ spítalinn myndi ekki eiga í samkeppni innanlands heldur yrđi samkeppnin viđ sambćrilegar sjúkrastofnanir í nágrannalöndunum.

Magnús Pétursson reyndist sannspár í ţessu, ţó hann hafi vafalítiđ ekki grunađ međ hvađa hćtti spádómar hans rćttust.  

Ţađ er átakanlegt ađ stjórnmálamönnum, viđskiptajöfrum og bankamönnum okkar daga hefur tekist međ fjárglćfrum ađ verđfella krónuna og binda ţjóđinni skuldafjötur ţannig ađ heilbrigđisţjónustan og samfélagiđ í heild hefur enga burđi til ađ keppa viđ nćrliggjandi ţjóđir um vinnuafliđ. Viđ lifum viđ afstćđa fátćkt.

Mér bárust enn fréttir af ţví í gćr ađ tveir lćknar, kollegar mínir til margra áratuga, vćru á förum til Noregs til ađ reyna fyrir sér ţar á sínu sviđi međ ţađ fyrir augum ađ flytja búferlum ef vel gengi.

Ţetta ástand verđur ekki lagađ međ ţví ađ kalla ţá á teppiđ, sem vekja á ţessu athygli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband