Sjálfstæðisflokkurinn vill ráðstafa framtíðarskatttekjum

núna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir því að skattleggja séreignasparnað þegar féð er lagt til hliðar, en ekki þegar það er notað til lífeyris eins og nú er gert ráð fyrir. Sú ráðstöfun mundi auðvitað leiða til þess, að kynslóðin, sem á að sjá um okkur í framtíðinni, yrði svipt þessum skatttekjum en byrðunum létt af okkur í svipinn. Þetta tel ég eigingjarnt sjónarmið en alveg í takt við það, hvernig síngirnin hefur hlaupið með okkur í gönur á síðustu árum.

Pétur hefur ekki komið auga á þessa ósamkvæmni í pólitík flokksins, en mun sjálfsagt leggjast á sveif með þeim, sem vilja spara skatttekjur af séreigninni þar til síðar, þegar honum verður ljóst þetta misræmi.


mbl.is Veðsetning framtíðarskatttekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nú venjan með tekjuskattinn að hann er lagður á þegar tekjurnar verða til. Núna er það þannig að þær tekjur sem lagðar eru í lífeyrissjóð, öfugt við alla aðra sjóði sem þú leggur í, eru sérstaklega undanþegnar staðgreiddum tekjuskatti. Það er þessi undanþága sem bent hefur verið á að eigi kanski ekki rétt á sér. Nú eru þeir sem fara með ráðstöfun fjármuna lífeyrissjóðanna búnir að tapa stórum hluta þessara skatttekna.

Þetta er engan vegin sambærilegt við þann feluleik sem Steingrímur er að reyna með skuldbindingar ríksisjóðs núna. Gagnrýni Péturs felst ekki í framkvæmdinni heldur að kostnaðar sé ekki getið í bókum ríkisins. Undir þetta hefur Ríkisendurskoðandi tekið.

Landfari, 26.9.2011 kl. 10:27

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er rétt en á ekki við.

1. Séreignasparnaðurinn er ekki undanþeginn tekjuskatti en kemur til staðgreiðslu þegar hann verður notaður til framfærslu. Því getur sú kynslóð, sem nú leggur fyrir og jafnframt greiðir skatta ekki notað hann til að létta sér róðurinn heldur mun hann nýtast þeirri kynslóð, sem ala á önn fyrir okkur í framtíðinni.

2. Mér sýnist þessi frétt snúast eingöngu um þessa sýn Péturs þ.e. að leggja ekki byrðar á börnin okkar. Ríkisreikningurinn er svo annar handleggur og við getum alveg verið sammála um, að þessar æfingar gera hann ekki gegnsærri.  

Sigurbjörn Sveinsson, 26.9.2011 kl. 11:19

3 Smámynd: Landfari

Ég sagði hvergi að tekjur sem varið er í séreignarsparnað séu undanþegnar tekjuskatti heldur að skatturinn er ekki greiddur þegar teknanna er aflað eins og mottóið er í staðgreiðlukerfinu. Það er langsótt að kalla það sérstaka byrði á afkomendurna að skattar séu greiddir við öflun tekna.

Þungamiðjan í lífeyrissjóðskerfinu sme við búum við núna og sumir vilja kasta er að við verðum ekki byrði á börnum okkar einsog er í gegnumstreymis lífeyrissjóðskerfum eins og flest nágrannaríkin búa við. 

Pétur hefur ekkert verið að gangrýna þessar framkvæmdir heldur bara það að kostnaðurinn sé falinn í bókum ríkisins. Hann hefur þvert á móti sagt að nú sé rétti tíminn til að fara út í svona. Þessi skuldbinding á að koma fram í reikningum ríkisins. Við erum búin að fá nóg af svona bókhaldsbrellum eins og Steingímur vill við hafa. Þetta er það sama og bankarnir og stóru föllnu fyrirtækin stunduðu að falsa bókhaldið þannig að stærstur hluti eiginfjár var bara tölur á pappír sem ekkert var á bakvið og alls konar aðrar blekkingar til að reikningurinn liti vel út. Það er með ólíkindum að nú ætli Steingrímur þessa sömu leið.

Landfari, 26.9.2011 kl. 21:43

4 identicon

Landfari hlítur að hafa dottið á höfuðið. Ef þú tekur bita af köku, þá er hún ekki til matar síðar.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 21:13

5 Smámynd: Landfari

Ólafur minn, þú skilur greinilega ekki hvað verið var að fjalla um. Þú borgar tekjuskatt af þínum launum þegar þú aflar þeirra, ekki þegar þú eyðir þeim. Þegar þú leggur fyrir í ferðasjóð eða menntasjóð barnanna þinna þá ertu búinn að greiða tekjuskatt af þeim aurum. Svoleiðs er það með allt sem þú leggur fyrir nema það sem þú leggur í líferissjóð. Núna þegar ríkissjóði er lífsnauðsyn á að fá þessa peninga strax er eðlilegt að afnema þessa undanþágu.

Landfari, 1.10.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband