Aðþrengdir draumar

Ég átti lítinn fugl,

sem þandi út vængina

og dansaði með handleggjunum.

Þeir voru eins og sígrænn vafningsviður,

sem boðaði notalegt sumar

um  nákaldan vetur.

 

Fuglinn er orðinn of stór 

fyrir lófann minn.

 

Þetta var þegar myrkrið

missti fótanna

og háaloftið fylltist af draumum,

sem urðu eins og bonsai tré

eða blæðandi fætur

í alltof þröngum táskóm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björnsson

Hljómar eins og Nóvember, í stíl við útlit forsíðunnar. Annars frábærar hugleiðingar. :=))

Guðmundur Björnsson, 31.10.2012 kl. 21:15

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Guðmundur: Þetta eru hugleiðingar, sem eru skildar http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1098523/ en það þarf svolítið innsæi til að tengja þær saman. En svo vikið sé að öðru og grein, sem birtist í Mogga í gær, þá eru þeir baggar, sem þú batzt mér forðum, enn á mínum hoknu herðum.

Sigurbjörn Sveinsson, 2.11.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband