"Okkur finnst" niðurstaða siðanefndar blaðamanna

er illa unnin og gildishlaðin. Meint ósannindi í Kastljósi eru afgreidd sem kannski "langt til seilst" en umkvartanir Sjúkrahússins á Akranesi eru að öðru leiti óræddar og engin afstaða tekin til hvort þær hafi verið réttmætar. Það er eins og það sé í lagi fyrir blaðamenn að vitna í ótilgreinda heimildarmenn án þess að ganga úr skugga um að fullyrðingar eða jafnvel getsakir þeirra eigi við rök að styðjast.  

Þetta er subbulegt af hálfu siðanefndarinnar en etv. ekki við öðru að búast, þegar blaðamenn dæma einir "í sjálfs sín sök".


mbl.is Kastljós braut ekki siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir blaðamenn segja "okkur finnst". Svo sé ég að þú ert læknir og því akkúrat hinu megin á hagsmunaskalanum, svo þetta blogg getur aldrei verið meira en "mér finnst".

Leifur (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 16:12

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þú hjólar í mig Leifur fyrir að vera læknir. Þar með er málið afgreitt af þinni hálfu. Komdu með eitthvað bitastæðara og þá skulum við ræða málin.

Sigurbjörn Sveinsson, 6.5.2013 kl. 16:48

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afskaplega hefur Leifur þröngan sjóndeildarhring, og litlar heimildir máli sínu til rökstuðnings. Ekki þekki ég þig af öðru en að vera vandaður læknir og persóna Sigurbjörn. Læknar eru að sjálfsögðu misjafnir eins og annað fólk.

Öfgar, óheiðarleiki og rakalausar fullyrðingar hafa aldrei fært neinum annað en átök, vandræðagang og stríð, með hörmulegum afleiðingum.

Ekki getum við verið án heiðarlegra og vandaðra lækna. Það geta allir verið sammála um það.

En vafalaust kæmumst við vel af, án óheiðarlegra og óvandaðra dagblaðasnepla, fjölmiðla, siðanefnda og eftirlitskerfis.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2013 kl. 18:20

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Siðanefndir stéttanna sjálfra eru alltaf svolítið varhugavert fyrirbæri.En ég held nú að siðanefnd lækna hafi nú starfað á óvilhallann hátt.En mér finnst að blaðamennirnir séu farnir að"seilast nokkuð langt" í óvandvirkninni.Það á að gilda það sama um þá eins og aðra í þjóðfélaginu með rógburð og ósannindi.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.5.2013 kl. 19:11

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

http://www.dv.is/frettir/2013/2/23/hledis-mistok-b-slaegleg-vinnubrogd-c-folsun/

Mér finnst nú móðirin og barnið þau einu sem eiga um sárt að binda í þessu máli. Hún vill að starfsfólk sjúkrahússins sæti ábyrgð en það verður ekki.Ég veit ekki til að móirinn hafi náð fram neins konar rétti. Og kannski erbara ltið á hana sem vandræðagemsa af sumum. En umfram allt: Hún og barnið eru þau sem eiga um sárt að binda í þessu máli en EKKI starfsmenn sjúkrahússins.http://www.ruv.is/frett/alvarleg-laeknamistok-a-akranesi 

Móðirinn situr uppi með fatlað barn til lífstíðar. Læknar sjúkrahússins á Akranesi hafa ekki þurft að sæta nenni raunverulegri ábyrgð. ÞAÐ ER AÐALATRIÐI ÞESSA MÁLS OG ER TIL SKAMMAR OG HNEISU SEM ENGINN LÆKNIR ÆTTI AÐ BERA BLAK AF EÐA VERJA.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2013 kl. 13:56

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bæði sjúkrahúsið og Lnadlæknir viðurkenna mistökin. Enginn starfsmaður þarf þó að sæta raunverulegri ábyrgð. Þeir fengu bara eitthvað tiltal. Halda svo afram stöfum sínum og lífi eins og ekkert  hafui ískorist í alveg bókstaflegri merkinu. En móðirinn og barnið bera afleiðingarnar eins lengi g þau lifa. Þetta er svívirðileg staðreynd.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2013 kl. 14:10

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hef ekki snert á þeirri hlið málsins SÞG, sem þú gerir að umtalsefni. Ég er einungis að benda á að í Kastljósi voru bornar fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur sjúkrahúsinu um spillingu gagna, sem þýðir auðvitað ekkert annað en að hindra framgang réttlætisins. Þessu hefur sjúkrahúsið andmælt en siðanefnd blaðamannafélagsins lætur sér það í léttu rúmi liggja.

Að draga fram Þessa ágalla á niðurstöðu siðanefndarinnar hefur ekkert að gera með örlög barnsins. Almenn skoðun okkar á læknastéttinni ætti ekki að trufla þessa umræðu.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.5.2013 kl. 19:37

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En þú hefðir kannski átt að snerta á þessari hlið málsins af því að það er hún sem máli skiptir einhverju raunverulegu máli. Mér finnst það aumkunarvert og lítilmótlegt af sjúkrahúsinu, í ljósi þessara áfalla með barnið, að vera að kæra þetta Kastljósviðtal. Og það af lækningafostjóra sem hvergi kom nærri mistökunum. Þeir sem ollu  mistökunum þurfa hins vegar ekki að axla neina raunverulega ábyrgð. Það er það sem ætti að valda mönnum áhyggjum en ekki meintur ágalli að áliti einstakra manna á niðurstöðu siðanefndar. Móðirinn fór fram á að menn yrðu látnir axla ábyrgð en á það var ekki hlustað. Það var ekki sagt opinberlega við hana eða um hana en skilaboðin eru samt þessi frá læknayfirvöldum, orðuð á skiljanlegu óformlegu mannamáli: Við tökum ekkert mark á á þér. Þú er bara með vesen og leiðindi og getur bara átt þig með þitt fatlaða barn. Okkur gæti ekki verið meira sama. Þetta er hin harkalega niðurstaða málsins, sem snerti líf og heill lifandi fólks . Og þetta og aðens þetta skiptir máli en ekki einhver ímynd stofnunar hverra starfsmenn, ekki einn einasti, þurfti að taka raunveruelga ábyrgð gerða sinna. Og þó svo virðist að kæran benist að Kastljósi er hún þó fyrst og fremst, eins og alltaf í svona málum,  til þess gerð að gera lítið úr málstað þeirra sem fyrir urðu, hinna raunverulega þolenda í málinu, þeirra einu sem eiga um sárt að binda. Það er svo enginn að trufla þessa umræðu þó allt annað sjónarhorn sé sett fram en það sem þú ert með í þessari færslu. En vel að merkja: Mín skoðun á læknastéttinni er sú að læknar vilji sjúklingum sínum allt það besta og séu oftast hinir vönduðstu menn. En þegar eitthvað fer úrkseiðis, er erfitt fyrir sjúklinga að ná fram rétti sínum. Þá hlaupa læknarnir fyrst og fremst í felur (nafn læknisins sem ábyrgðina ber í þessu máli hef ég t.d. aldrei séð) og vörn og eru bakkaðir upp af öðrum læknum. Það sem ég sá af orðum Landlæknis í þessu máli fannst mér lítllæka og auðmýkja þolandann svo nísti að hjartarótum.  Að sjukrahúsið skuli hreinlega hafa haft geð í sér til að kæra þetta mál fyrir siðanefnd, sem á að fjalla um mál blaðamanna þar sem einhver á um sárt að binda, en í þessu tilviki á ENGINN heilbrigðisstarfsmaður raunverulega um sárt að binda, enginn þeirra þufti að bera ábyrgð, en allur þunginn af málinu í heild hvíldi og hvíir enn á þeim sem fyrir urðu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband