App er kló

Appið hefur vafist fyrir mér. Þó það beygist eins og tam. happ þá finnst mér það einhvern veginn án jarðteningar í íslenskunni.  Enda er tilvísunin í enska orðið "application". Einhvers staðar er því haldið fram að "application" sé forrit. Svo er auðvita ekki.

Application er e-ð, sem veitir aðgang, umsókn eða tengi. Því má nota orðið yfir smáforrit meðal annars. Í þeirri merkingu auðveldar og einfaldar forritið fólki aðgang að flóknari aðgerðum með stórum gagnagrunnum á netinu. Appið stingur okkur réttilega í samband við slíka möguleika.

Allir Íslendingar hafa vanist orðinu "kló" yfir það verkfæri, sem kemur okkur í samband við rafmagnið. Kló er skemmtilegt nýyrði í rafmagnsfræðinni. Hún líkist á vissan hátt klóm í dýraríkinu og svo notum við hana til að "læsa" rafmagnstækin í rafstrauminn.

Af hverju ekki að nota klær til að læsa okkur við aðgerðir af þessum toga á netinu?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Af hverju er application "auðvitað" ekki forrit?

Theódór Gunnarsson, 9.9.2013 kl. 07:12

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er til hliðar og ekki kjarni þessa máls. Annars er svarið í næstu málsgrein.

Sigurbjörn Sveinsson, 9.9.2013 kl. 09:48

3 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég fæ ekki séð að þú hafir ekki tíma til að færa rök fyrir því af hverju application er ekki forrit. Það er ekki eins og þú rért að drukkna í athugasemdum.

Varðandi næstu málsgrein, þá er ég með í símanum mínum og í iPadinum allskonar "öpp" sem eru einfaldlega sjálfstæður hugbúnaður, en ekki tenglar inn á eitt eða neitt, t.d. gítarstillir, taktmælir, wifi sniffer, o.m.fl. Eru það ekki forrit?

Theódór Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband