"Keep them ignorant, keep them pregnant".

Á öllum tímum hefur þetta verið eitt af beittustu vopnum mannsins. Skerða upplýsingu, hefta umræðu, banna samblástur. Heimaaldi múllann frá Sauárkróki, sem hefur öreklapper, þegar litið er til reynslu af öðrum þjóðum, reynir að keyra í gegn þingsályktun, sem tryggir alþjóðlegt limbó alþýðunnar á Íslandi. Hvers vegna? Til að tryggja ákveðna niðurstöðu áður en nokkuð liggur í raun fyrir? 

Má ekki bara svara þessu með samningi? Hvað er á móti því? Maður fer ósjálfrátt að halda að samningur kunni að verða of jákvæður, kunni þrátt fyrir allt að verða samþykktur afr þjóðinni. Andstaðan stafi af hræðslu við það.

Ef svo er, þá er alveg bókað, að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Samningur? Hvaða samningar? Eru menn ekki að tala um viðræður. Svo býst ég við því að þú meinir "øjenklappere", þegar þú skrifa um að "líta til reynslu af öðrum þjóðum". Øreklappere eru hins vegar eyrnahlífar á húfum, sem ekki veita mikið skjól fyrir öðrum þjóðum, en er ágætar í óveðrum, en það má kannski með réttu nefna þann þeyting sem er ESB-sinnum sem fórna auðvitað engum hagsmunum með ósk sinni að komast inn í sæluríkið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2014 kl. 22:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu þettakallinn minn, ef þér finnst þú svona Ignorant. Þú kannt væntalega ensku fyrst þú slettir henni svona rausnalega.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf

Þetta er frá hestsins kjafti, Evrópusambandinu sjálfu. Bls. 9 ætti að svara flestu sem angrar þig, enda er þar vísað beint í Lissabonsáttmálann.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 05:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Væntanlega veiztu, Sigurbjörn, að nýtt ESB-ríki þarf að taka við öllu lagaverki ESB, 100.000 bls., sem nú þegar eru til, OG ÖLLU SEM BÆTIST VIÐ, sem og að samþykkja, að lög ESB verði æðri landslögum og ógildi sérhver landslög, hvort heldur frá 12. öld eða 21. og 22. öld, ef þau samrýmist ekki lögum ESB.

Ert þú í alvöru samþykkur slíku landsréttindaafsali í hendur þessu stórveldi gömlu stórveldanna í Evrópu?!

Jón Valur Jensson, 10.3.2014 kl. 16:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það liggja allar upplýsingar frammi, bara að lesa það sem komið hefur fram um málin. Mjög skýrt og greinilega, og það er ekki Sigmundur Davíð sem er með Eyrnahlífar, þú ættir að skoða hvort eyrun á þér eru ekki stútfull af öreklapper ágæti Sigurbjörn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 17:47

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú hljóp SS á sig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.3.2014 kl. 21:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hætt við því Heimir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 23:12

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka ykkur ábendingar um frekari upplýsingarnar. Það einkennir þessar ábendingar ykkar og annarra, sem ykkur eru sammála, að fullyrt er að "þetta liggi allt fyrir"; fólk er hvatt til að fræðast frekar en lítið fer fyrir efnsilegum rökum gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu nema lög verði til utanlands og að Jónsbók kunni að verða fyrir gengislækkun. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu kynni það að verða til hagsbóta fyrir mig og mína þjóð.

Ég hef fylgst með málum hjá frændum okkar í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Stuðningur við áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu er afdráttarlaus í þessum löndum og þau hafa engin áform um að segja skilið við félaga sína sunnan Eystrasalts. Finnar eru jaðarríki, sem tók upp evruna. Þeir hafa reynst miklir Evrópumenn og hagur þeirra hefur batnað mikið frá inngöngu þeirra í Evrópusambandið. Regluverk Evrópusambandsins virðist ekki torvelda norrænu velferðina eða valda sérstakri vanlíðan fólks í þessum löndum. Þetta er eitt atriði, sem ætti að hvetja okkur til að gaumgæfa frekar hver staða okkar yrði í Evrópusambandinu.

Ef maður ætlar t.d. að kaupa íbúð, sem virðist vera manni ofviða, fær maður ekki úr því skorið nema leggja fram kauptilboð í íbúðina. Sveltur sitjandi kráka sagði karlinn. Því er það alveg ofvaxið mínum skilningi eða ekki megi ganga úr skugga um þetta í eitt skipti fyrir öll.

Ef fasteignasalinn reyndi með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ég legði fram kauptílboð í íbúðina, þá væri ég nokkuð viss um, að hann gengi erinda annarra en minna.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.3.2014 kl. 23:15

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Vilhjálmur, þú hefur auðvitað alveg rétt fyrir þér með hestaskjólin, þau heita öjeklapper. Þetta veit auðvitað sá, sem hefur verið jafn lengi með Dönum og þú. Þakka þér fyrir ábendinguna.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.3.2014 kl. 23:18

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn minn.

Það eru margar hliðar á heilbrigðri og réttlátri stjórnsýslu-sýn, og engin ein hámenningar-sérfræðigrein er einfær um að sjá einu réttu og heildrænu myndina. Vestrænir hámenningar-sérfræðingar þurfa, eins og allir aðrir sérfræðingar, að taka tillit til heildar-hagsmuna á ólíkum sviðum þekkingar. Og öll ríki eru jafn rétthá samkvæmt hugmyndum siðmenntaðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2014 kl. 23:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal senda þér nokkur blogg á morgun, nenni ekki að leita að þem núna, en ég veit ekki hvort þú flokkar það sem er óþægilegt fyrir ESB sinna sem lygi eða fáfræði, þá er enginn akkur í því að leggja vinnu í að senda linka. En hér er einn til að byrja með: Sigmundur skrifaði undir fyrir kosningarnar 2009 þar sem stefna flokksins í Evrópumálum var útlistuð. Í því kom meðal annars fram að algerlega rangt sé að halda því fram að kröfur um fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum hamli því að af aðildarsamningi geti orðið. Fordæmi sé fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið. Þetta er skýrslan sem ESB sendi ráðamönnum hér til að vekja athygli á því að hér væri um aðlögun að ræða en ekki samning. Sendi þér fleiri á morgun ef þú kærir þig um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 23:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorrý þetta kom ekki rétt út: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf Góða nótt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 23:35

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú svarar ekki innleggi mínu, Sigurbjörn, nema óbeint með smjörklípu um hina ágætu Jónsbók (sem gefur þér þó, NB, fullan rétt til berjatínslu upp í þig í hvaða berjalandi Íslands sem vera skal, svo að bara eitt dæmi sé nefnt).

En að sjá það fyrir, að lög stórríkis muni ryðja sérhverju lagaákvæði, sem upprunnið er frá okkur sjálfum, úr vegi,* hvort heldur það er núgildandi eða heyri til framtíðinni, og að geta hugsað sér að kyngja slíku, það lýsir ekki íslenzkum anda né trúnaði við þjóðarhagsmuni, heldur makalausum undirlægjuhætti við erlent vald.

* Eins og segir í öllum aðildarsáttmálum nýrra ESB-ríkja, t.d. Svíþjóðar og Fnnlands 1994.

Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 00:43

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sæl vertu Ásthildur. Samræður við fólk eins og þig flokka ég aldrei sem óþægindi og þaðan af lygar af því að skoðanir andstæðar mínum eru settar fram. Ég er heldur ekki ESB sinni eins og þú vilt meina. Eina, sem ég fer fram á er, að hagsmuna mina og barnanna minna verði gætt og að ég fái að koma að þeirri hagsmunagæslu og að niðurstaða mín byggi á réttum og ítarlegum upplýsingum um það, sem mér stendur til boða í framtíðinni.

Eins og sakir standa sýnist mér, að við séum ekki á þeirri vegferð.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.3.2014 kl. 08:21

14 identicon

Pistillinn er dæmigert málsnið menntamannsins sem slær um
sig með orðum úr öðrum málum.
Höfundi liggur á sem sjá má af ritvillum og hugsanavillum
í hluta málsgreinar sem þessarar þó með góðum vilja
megi ef til vill lesa í málið: "Heimaaldi múllann frá Sauárkróki,
sem hefur öreklapper, þegar litið er til reynslu af öðrum þjóðum..."
Hvað merkir þessi hluti málsgreinarinnar og hvernig geta ímyndaðar
ávirðingar einhvers verið jafngildi þess '
þegar litið er til reynslu af
öðrum þjóðum'? Er einhver einstaklingur á Sauðárkróki
jafngildi þjóðríkis?

Auðvitað ber höfundi að gleðjast yfir því ef fyrirfinnast einstakir
athafnamenn á Sauðárkróki sem rífa upp atvinnulífið ekki
aðeins í þeim takmarkaða hluta heldur um allt Norðausturland
semog Austurland allt að lokum.

Virkjanaáform þar sem loksins er hægt að sameina í einn farveg
lækjarsprænur sem ekkert hlutverk hafa haft annað en að
drepa menn jafnt að sumri sem vetri vegna vatnavaxta munu
sameinast í hálóni sem að lokum veitir birtu og yl yfir
Melrakkasléttu alla sem og Bretlandi að hluta og Þýzkalandi líka.

Höfundi ber að sýna sanna iðran og yfirbót eftir að hafa ritað
slíkan texta með því að skila inná síðu sína kvæði efnismiklu og góðu
um frumkvöðulinn og athafnamanninn sem fórnar öllu í þágu
lands og þjóðar.

Mætti Brautryðjandinn e. Einar Jónsson verða höfundi hvatnig til
rismikilla mynhvarfa sem og viðlíkinga.

Húsari. (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 11:16

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka hlý orð í minn garð Sigurbjörn, ég er nú einmitt að hugsa um börnin mín og framtíðina.

Hér eru þrjú blogg frá fyrrverandi sjávar- og landbúnaðarráðherra Jóni Bjarnasyni, sem ég tel að fólk ætti að kynna sér, því þarna talar maður sem var í beinu sambandi við ESB,

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/

ESB krafðist gjörbyltingar á íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu.

Koma verður ný samþykkt Alþingis um algjöra eftirgjöf á grunngerð íslensks landbúnaðar og matvælavinnslu ef halda á aðlögunarferlinu áfram á þeim forsendum sem ESB krefst. Fyrir því er enginn pólitískur vilji sem betur fer.

Þjóðin vill halda sínum landbúnað og því eru aðlögunarviðræðurnar við ESB stopp.

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1358343/

ESB krafðist fullveldisafsals á fiskveiðiauðlindinni

Það lá fyrir að ESB neitaði að opna á viðræður um sjávarútvegsmál nema að Ísland féllist fyrirfram á að gefa eftir fullveldisréttinn yfir fiskveiðiauðlindinni í samræmi við samþykktir Evrópusambandsins. Um það segir svo í skýrslu Hagfræðistofnunar:

„ Stofnanir Evrópusambandsins hafa vald til þess að setja löggjöf í sjávarútvegsmálum sambandsins í mjög víðtækum mæli. Þá fer Evrópusambandið eitt með valdheimildir yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegri fiskveiðistefnu þess. Varðveisla auðlinda nær ekki aðeins til reglna um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir heldur einnig til reglna um markaðsmál og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna og fleiri atriða“.

Til þess að samningaferill gæti hafist í ESB-viðræðunum um hvern samningskafla, sem eru 33 þurftu báðir aðilar að leggja fram svokallaða rýniskýrslu, þar sem greindur var munur á löggjöf og regluverki aðila í málaflokknum. Í rýniskýrslu Íslands var greint í hverju löggjöf Íslands vék frá regluverki ESB. Í rýniskýrslum sínum fer sambandið yfir íslenska regluverkið og hverjir séu annmarkar þess og hverju Ísland þyrfti að breyta í sinni löggjöf til að falla að kröfum ESB. Ennfremur skal rýniskýrsla ESB fela í sér tillögur framkvæmdastjórnarinnar til landa ESB hvort Ísland sé hæft til samninga um viðkomandi kafla og ef ekki þá hvaða fyrirmæli skuli gefa um úrbætur svo samningar geti hafist. Í regluverki ESB eru ákvæði um að sé um annmarka á aðlögun löggjafar umsóknarlands að ræða skuli setja opnunarskilyrði fyrir viðkomandi kafla sem skuli mætt áður en samningar um kaflann geta hafist.

Hvet þig til að lesa þessa pistla Jóns, því hann er að segja nákvæmlega það sem hann upplifði í sinni vinnu sem ráðherra. Ég segi fyrir mig að ef við teljum það allt í lagi að sjávarútvegi okkar sé stjórnað frá Brussel og allar ESB þjóðirnar fái að veiða innan lögsögunnar eins og kemur fram, þá munum við ekki ná vopnum okkar. Og það er ekki hægt að bakka út úr þessu sambandi, nema með ærnum tilkostnaði, eins og við sjáum þegar bretar vilja bakka út.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 12:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/

Engar varanlegar undanþágur frá lögum og regluverki ESB í boði.

Í greinargerð með tillögunni segir:

Alþingi samþykkti með þingsályktun hinn 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt samþykkti þingið að fylgja við aðildarviðræðurnar ítarlegu nefndaráliti meiri hluta utanríkismálanefndar sem kvað á um ákveðna meginhagsmuni Íslands sem settir voru sem skilyrði og afmörkuðu umboð ríkisstjórnarinnar til aðildarsamninga. Nú rúmum þremur árum síðar liggur fyrir að umsóknarferli Íslands að ESB verður ekki fram haldið nema vikið sé í verulegum atriðum frá þeim meginhagsmunum sem meiri hluti utanríkismálanefndar dró fram í áliti sínu (þskj. 249, 38. mál 137. löggjafarþings) og Alþingi gerði að skilyrðum sínum við samþykkt ályktunarinnar 16. júlí 2009. Umboð ríkisstjórnarinnar til að halda áfram aðlögunar- og aðildarvinnu er því ekki lengur fyrir hendi og telja flutningsmenn þessarar tillögu að viðræðum skuli hætt og umsóknin afturkölluð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 12:28

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka þér þetta Ásthildur. Sá er galli á þessum málflutningi Jóns Bjarnasonar, að hann vitnar í óbeinu máli til óbirtra gagna Evrópusambandsins og er hann því mér ekki traust heimild um það, sem fyrir lá. Því væri fengur í því að kaflarnir um landbúnað og sjávarútveg væru opnaðir og samningsmarkmið beggja aðila lægju þannig fyrir.

Ef krafa ESB hefur í raun verið sú, að Íslendingar myndu laga löggjöf sína og regluverk um stjórnun fiskveiða að kröfum sambandsins áður en gengið yrði til samninga, þá hefði þessum viðræðum verið sjálfhætt. Það mega þeir vita, sem fara með þessi mál í Brussel og fæ ég þennan málatilbúnað Jóns ekki til að ganga skynsamlega upp.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.3.2014 kl. 13:09

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er Sigurbjörn minn, ef þú hefur lesið þetta að þá neitar ESB að opna kaflana nema við samþykkjum fyrirfram skilyrði þeirra vafningalaust. Reyndar er innihald þessara rýniskýrslu orðið opinbert plagg, það var gert í skýrslu Hagfræðistofnunar háskólans, Enda held ég að Jón Bjarnason fari ekki með fleipur.

Málið er að fólk vill ekki hlusta né viðurkenna að þetta sé pólitískur ómöguleiki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 13:25

19 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Málið er það, að hinn tilvitnaði kafli úr skýrslu Hagfræðistofnunar fjallar um valdheimildir ESB en ekki um niðurstöðu samnings, sem verður ekki breytt nema hvorir tveggja samþykki.

Annað í textanum er málatilbúnaður Jóns Bjarnasonar, sem menn ætla að meina mér að ganga úr skugga um, hvort er réttur eða rangur.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.3.2014 kl. 14:31

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki samningur Sigurbjörn, heldur aðlögun að ESB. Úr skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ.

6.1 Skilyrði fyrir aðild

Þau lönd sem óska eftir aðild að Evrópusambandinu gangast undir ákveðin

grundvallarskilyrði. Í meginatriðum snúast þau um að aðildarríki samþykki sáttmála

Evrópusambandsins, markmið þeirra og stefnu og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið

þeir öðluðust gildi. Gengið er út frá því að umsóknarríki sækist eftir aðild.9 Þá leiðir

innkoma nýs ríkis ekki til þess að nýtt samband verði til auk þess sem umsóknarríki ber að

samþykkja réttarreglur sambandsins (fr. acquis communitare). Þá er umbreytingarfrestur

takmarkaður og felur ekki í sér undanþágu frá grunnsáttmálum og meginreglum

sambandsins. Þá er að lokum gerð krafa um skilyrði fyrir inngöngu. Þrjú fyrstu atriðin

voru þegar hluti af stækkunarstefnu sambandsins árið 1973 en síðasta atriðið kom í kjölfar

leiðtogafundar í Kaupmannahöfn sem haldinn var árið 1993. Þetta skilyrði verður að

skoða í því ljósi að framundan voru samningaviðræður við nýfrjáls lönd í mið- og austur

Evrópu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sökum þess hve ólík þau voru hvað ýmsa

innri gerð varðar þótti rétt að setja skilyrði um nauðsynlegar efnahagslegar, lagalegar og

pólitískar umbætur áður en til aðildar gæti komið. Með þessu má segja að áhersla á

aðlögun umsóknarríkja hafi aukist frá því sem áður var.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 14:52

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn hefurðu ekki svarað mér, Sigurbjörn.

Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 14:56

22 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Jón Valur: Í innleggi 3 þá gefur þú þér ákveðna forsendu og spyrð síðan, hvort ég sé samþykkur slíku landsréttindaafsali. Í síðara innleggi segir þú að ef ég kyngi slíku þá  "lýsir það ekki íslenzkum anda né trúnaði við þjóðarhagsmuni, heldur makalausum undirlægjuhætti við erlent vald".

Þú ætlast þó ekki til, að ég svari þessu?

Sigurbjörn Sveinsson, 11.3.2014 kl. 15:12

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk á bara að taka við og trúa því sem Andsinnapabbarnir segja!

Fólk á ekki að hugsa sjálfstætt. Andsinnapabbarnir hugsa fyrir allt fólk á Íslandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2014 kl. 16:55

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, ég ætlast til þess, að ef þú telur þig yfirleitt færan um að leggja mat á s.k. "ESB-aðild", þá áttirðu þig á þeirri forsendu, sem er Evrópusambandsins (ekki til orðin hjá mér), þ.e. um algeran forgang ESB-laga fram yfir lög meðlimaríkjanna. Ég benti þér á, að þetta stendur í aðildarsáttmálum Svíþj. og Finnl. og annarra nýrra ESB-ríkja.

Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 19:43

25 identicon

Sæll Sigurbjörn

Sendi þér litla sögu um litla kjána.

Þegar móðir mín var sjö ára og systir hennar átta ára fóru þær oft gangandi heiman frá sér til frændfólksins í Tjaldanesi. Þannig hagar til, þegar nálgast Tjaldanes, að vegurinn lliggur vestur yfir nesið í átt að sjónum og svo til norðurs að íbúðarhúsunum

Þegar litlu telpurnar sáu sjóinn framundan óttuðust þær að kannski lægi vegurinn út í sjó, og ef þær færu eftir honum til vesturs þá færu þær í sjóinn og ættu þá á hættu að drukna.

Þess vegna fóru þær alltaf út af veginum, tóku beina stefnu á húsin og bröltu yfir illfæra mýri og komu til frændfólksins með blauta fætur og forugar upp að mitti, - til að taka enga áhættu og forðast hið óþekkt.

,,Meiri bjánarnir sem við gátum verið þegar við vorum telpur" sagði móðir mín.

Ennþá er til fullorðið fólk sem heldur að kannski liggi hin óþekkta leið til glötunar og þorir ekki að kanna málið.

Kristjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 22:27

26 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Já, miklir bjálfar hafa þær verið Ásta og Gunna á Fossi í bernsku siini Kristjón minn. En pabbi þeirra var skynsamur Framsóknarmaður og hann dreymdi fyrir daglátum. Það sagði mér Ásgeir Bjarnason, alþingisforseti í Ásgarði, sem var annar skynsamur Framsóknarmaður. Ásgeir var mikill vinur minn eins og fleiri Framsóknarmenn. Þeir, sem nú ráða för, ætla að reynast harðari undir tönn. Það er þó glæta í Kópavogi.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.3.2014 kl. 22:52

27 identicon

Langbesta leiðin til að ná niðurstöðu í ESB-mál er að þjóðin kjósi um hvort hún vilji klára viðræðurnar. Ef meirihlutinn segir nei, þá verður viðræðum ekki haldið áfram. Ef meirihlutinn segir já, þá verða viðræður kláraðar og síðan verður kosið um niðustöðuna: Viljum við ganga í ESB, já eða nei?

Ef meirhlutinn segir nei, þá er málið dautt. Ef meirhlutinn segir já þá göngum við í ESB. Í báðum tilfellum gerum við eins gott úr niðurstöðunni og við getum.

Þetta er hin lýðræðislega leið sem hvorki nei-sinnar né já-sinnar geta sett sig upp á móti í lýðræðisríki.

Steinþór eldri (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 05:32

28 identicon

Spurning,hví fékk þjóðin ekki að kjósa þegar fyrrverandi flokksbróðir minn og nú svikarinn Steingrímur J Kvislingur og Jóhanna Flugfreyja sóttu um aðild 2009.Hví var þjóðin ekki spurð þá.?

Númi (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 21:08

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn minn. Þeir sem hafa flúið til annarra landa, frá verkamanna-láglaunastefnu og vísindalækna-vanræksluheilsugæslu á Íslandi, geta tæplega talist til þröngsýnna heimóttar-vitleysinga. Mér þykir þú nokkuð frakkur, að tala hér fyrir réttindum þeirra, sem hafa orðið að flýja vísinda-vanrækslu-heilsugæslu á Íslandi síðustu áratuga. Og sótt sér austurlenskrar heilbrigðisþjónustu utan vísinda-lækninganna. ESB kann ekkert á austurenskar lækningar, eða vilja alla vega ekki viðurkenna þær lækningar.

ESB-klúbburinn er ekki á nokkurn hátt lausnarorð alþýðunnar, enda bara áframhald vestrænna vísindatilrauna-lækninga-svika.

Vanmáttur svikinna vesturlandasjúklinga er eitthvað sem allir vesturlanda-vísindalæknar ættu að hafa áhyggjur af, og sumir jafnvel smá samviskubit yfir. En ég er ekki að segja að þú sért samviskulaus læknir. Þú þarft bara að vita hvert þú ert að fara, og til hvers.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 00:01

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt enn eftir að svara mér, Sigurbjörn læknir. Og já, ég veit þú ert læs!

Jón Valur Jensson, 13.3.2014 kl. 01:05

31 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Jón Valur: Mér ljúft og skylt að svara þínum kurteislegu eftirgangsmunum.

Jónsbók gengisféll þegar 1. janúar 1994, þegar EES samningurinn tók gildi. Íslendingar gerðust aðilar að honum undir forustu fyrsta ráðuneytis Davíðs Oddssonar. Síðan þá hafa þær reglur gilt um lagasetningu hér á landi, sem þú vilt meina að okkur stafi svo mikil hætta af í framtíðinni og geti m.a. hindrað okkur í að fara á berjamó.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.3.2014 kl. 20:40

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjaldan hef ég séð aumari smjörklípu, Sigurbjörn. Heldurðu í alvöru að þessi umræða mín hafi gengið út á að tryggja rétt okkar til berjatínslu? Nærðu ekki neinu í máli mínu?

VILTU FELA ESB ÆÐSTA LÖGGJAFARVALD YFIR ÍSLANDI EÐA EKKI?!

Jón Valur Jensson, 14.3.2014 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband