Krafa dagsins er geðþótti = spilling

Það er sorglegt að fylgjast með umræðu dagsins, ekki síður en með þeim atburðum, sem átt hafa sér stað við brottvísun útlendinga af landinu. Jafnvel biskupinn krefst geðþóttaákvarðana við stjórnsýsluna. Ekkert hefur komið fram, sem réttlætir aðra niðurstöðu en komist var að við ákvörðun um afdrif þessara albönsku fjölskyldna.

Gerir fólk sér grein fyrir, hve skammt er á milli svigrúms til geðþóttaákvarðana og spillingar? Vilja menn fá hina gömlu Albaníu endurreista hér á landi? Á að mismuna flóttamönnum eftir því, hvernig vindurinn blæs?  Ég ætla að gefa mér með veikri sannfæringu að svo sé ekki og skoða umræðu s.l. sólarhring í ljósi þess. 


mbl.is Gleymir mannúð og mildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki best fyrir heilbrigðisþjónustu-svikna á Íslandi að gerast Albanar, til að fá heilbrigðisrétt-trúaðra mannúðarmeðferð á mannúðarsvikna íslandsheilbrigðiskerfinu til áratuga?

Ég bara spyr?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2015 kl. 23:00

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er spurning mín kannski of kaldranaleg, hreinskilin og afhjúpandi fyrir svikula velferðarkerfið snobbaða á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2015 kl. 23:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Piltarnir eða drengirnir eru sagðir langtímasjúklingar. Mér var sagt í dag, að lyfjagöf fyrir annan þeirra kosti 40 millj.kr. á ári. Eins gott, ef einhver ráðamaður ætlar að taka geðþóttaákvörðun um að vista hann hér, að menn viti þá fyrir fram af þessum kostnaði ríkissjóðs: einum milljarði króna í núvirði á næstu 25 árum (ef rétt var hermt og ef sjúkdómurinn er ólæknanlegur) -- nema góða fólkið ætli að borga þetta allt úr eigin vasa? En betri nýting á peningum þess yrði, ef hann væri í Albaníu, þar sem verðlag á lyfjum getur aldrei verið eins hátt og í okrinu hér hjá lyfjarisunum.

En ef hann kæmi hingað, kæmi þá ekki öll hersingin með -- og hin stóra fjölskyldan líka? Menn verða aðeins að hugsa þetta allt fram í tímann -- og líka hvað fordæmin geta kostað í kröfum um fleiri slík og jafngild tilfelli. Jafnvel Jesús sagði okkur að "reikna kostnaðinn" (Lúk.14.28), ekkert ókrisilegt við það!

En þakkir fyrir pistilinn, Sigurbjörn.

Jón Valur Jensson, 12.12.2015 kl. 01:56

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

ekkert ókristilegt !

Jón Valur Jensson, 12.12.2015 kl. 01:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gætið líka að þessari frétt:

„Maður les á milli lín­anna“

Kastrijot og Xhulia, skjólstæðingar Arndísar sem send voru úr landi ásamt börnum sínum í nótt.

í fyrra­dag Arn­dís A.K. Gunn­ars­dótt­ir, rétt­ar­gæslumaður albanskra hæl­is­leit­enda með lang­veikt barn seg­ir ótta yf­ir­valda við holskeflu sjúkra hæl­is­leit­enda vera und­ir­liggj­andi í ákvörðunum á við þá sem tek­in var í til­felli fjöl­skyld­unn­ar sem var vísað úr landi í nótt.Meira »

 

Jón Valur Jensson, 12.12.2015 kl. 03:55

6 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Ég tek heilshugar undir orð þín hér
og þá hvatningu sem ég les úr þeim að
menn sýni ábyrgð í umfjöllin sinni
um þessi mál og fari ekki að ósekju með
eitthvert það fleipur sem gerir starf þeirra
sem um þetta fjalla enn þungbærara en það er fyrir
og hef þar í huga starfsmenn útlendingastofnunar
og lögreglu í huga.

Á þessum vegi hefur þó mönnum illilega skrikað fótur
og vil ég af því tilefni vitna í Passíusálmana:

    Oft má af máli þekkja
    manninn, hver helst hann er.
    Sig mun fyrst sjálfan blekkja,
    sá með lastmælgi fer.
    Góður af geði hreinu
    góðorður reynist víst;
    fullur af illu einu
    illyrðin sparir síst.

Passíusálmarnir, 11. sálmur, 15. erindi.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 15:07

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hingað til hafa sumir orðið að berjast sjálfir við opinbera heilbrigðiskerfið svikula, til að geta fengið réttar sjúkdómsgreiningar og rétt lyf. Baráttan við þetta sjúkrahúsa-svikakerfi fyrr og nú er óverjandi.

Það hefur ekkert með peninga að gera, heldur siðferðislega ábyrgð þeirra sem stjórnað hafa bak við tjöldin í áratugi.

Þetta er staðreynd, en ekki ágiskun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 15:47

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skiljanlega hefur þessi fjölskylda frá Albaníu frekar viljað fara héðan, heldur en að vera uppá íslenska svikaheilbrigðis og svikatryggingakerfið siðspillta og lögbrjótandi komin. Ræningjakerfi er rétta orðið yfir Tryggingarstofnun ríkisins og núorðið jafnvel sjúkratrygginga íslands líka?

Falskt og svikult tryggingarkerfisöryggi er verra en ekkert.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 15:55

9 identicon

Anna! Satt er það við spyrjum spurninga um þau kerfi
sem þú nefnir og einnig þeir sem starfa innan þess.
Sem dami mætti taka bólusetningu gegn krabbameini; 
margur lítur einnig á það sem neikvæða aðferðarfræði þar sem
þess er leitað sérstaklega og færa tiltekin rök fyrir
þeirri skoðun sinni.
Í gamni og alvöru segja menn að til að ná rétti sínum
gagnvart tryggingum yfirleitt sé eina leiðin að fá sér
lögfræðing.

Ég tek undir með þér, hafi ég skilið þig rétt, að
núverandi fyrirkomulag þar sem menn geta komið athugasemdum
sínum á framfæri við landlækni er meingallað og kallar
á sérstakan umboðsmann neytenda að þessu leyti.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband