Að snúa náttúru landsins á annan endann - fyrir hvað?

Hugmyndir um rafstreng til Bretlands taka á sig æ skýrari mynd. Í dag leit afrakstur vinnuhóps um málið dagsins ljós. Samkvæmt fjölmiðlum þarf að virkja sem svarar tveim Kahnjúkavirkjunum til að þetta fyrirtæki beri sig auk þess sem stuðning Breta þarf til. Afraksturinn af þessu framtaki kann að verða um 35 milljarðar á ári er sagt.

Um hvað er að tefla? Kárahníkavirkjanirnar tvær myndu gefa um 1200 - 1300 megavött í afli. Í skýrslu, sem greint er frá í fjölmiðlum síðla á síðasta ári er sagt: "Verkefnisstjórn um þriðja áfanga rammaáætlunar hefur nú heilt ár til að meta hátt í 30 nýja virkjanakosti, þar á meðal Norðlingaölduveitu og Stóru Laxá. Virkjanirnar allar myndu framleiða meira en 1.500 megavött.

Ætlum við að virkja náttúruauðlyndirnar upp í kok fyrir 35 milljarða á ári?

Ég segi nei og tel mig þó tilheyra hinni framkvæmdaglöðu hægri elítu. Hér þarf að spyrna við fótum og safna liði.  


mbl.is Áhugaverður kostur en óvissan mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég segi nei við virjun vegna rafstrengs til Bretlands og þar með að virkja "upp í kok".......

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2016 kl. 01:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég segi líka NEI

Kolbrún Hilmars, 13.7.2016 kl. 18:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Ég er sammála þér um að þessi fyrirhugaði rafstrengur í skaðlegu hafrótinu, er vanmetin auka-kostnaðarvá fyrir bæði Ísland og Bretland. Almenningur beggja landa verður látinn borga fyrir þetta ævintýri, ef af verður.

Eða hefur einhver birt tölur um óvæntan viðhaldskostnað, og hver á að greiða þann óvissukostnaðarþátt?

Það vantar opna og hreinskilna umræðu um alla kostnaðarliði þessa rótlausa orku-okur-ævintýris.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2016 kl. 22:02

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég segi líka nei. Látum afkomendum okkar eftir að ráðstafa því sem eftir er. Snúum okkur að því að spara orku og varðveita náttúruna.

Hólmfríður Pétursdóttir, 13.7.2016 kl. 22:49

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Þjóðin á Landsvirkjun", segir Landsvirkjunar-svaramaðurinn á Hringbraut núna í kvöld? Á þjóðin ekki líka auðlindir landgrunns Íslands?

Hvað fær sá hluti þjóðarinnar sem telst til alþýðunnar, fyrir afrakstur innan landgrunnsins?

Þetta eru tvö nákvæmlega eins mál! Fiskiránið og orkuránið!

Svei þessum lygurum og forstjórabullurum, sem ekki bera hag alþýðunnar skattpíndu og ofurláglaunuðu fyrir brjósti. Enda nýbúnir að fá aftökusvika-kauphækkun til að framkvæma samviskusamlega óbærilegu svikin gegn sinni þjóð.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2016 kl. 22:06

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þarna stendur hnífurinn í kúnni Anna. Þó Landsvekjunarsvaramaðurinn segi þjóðina eiga Landsvirkjun, þá er ekki víst að útgerðin viðurkenni eignarétt þjóðarinnar á auðlindunum á landgrunninu. Fái útgerðin til þess svigrúm, þá mun hún fylgja fast eftir þeirri kröfu að eiga auðlindina. 

Enda hefur hún þegar veðsett hana upp í rjáfur og merkilegt að við skulum enn gera okkur vonir um að teljast eigendur hennar. 

Sigurbjörn Sveinsson, 14.7.2016 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband