Lengd biðlista eftir bæklunaraðgerðum er óafsakanleg

Fólk á besta aldri bíður nánast í kör eftir einföldum og tiltölulega ódýrum aðgerðum í eitt ár. Átta mánaða biðlistinn er falsaður með fjögurra mánaða bið eftir að komast inn á hann. Með því að veita takmarkaða þjónustu og langt undir eftirspurn er heilbrigðisráðherrann að ryðja einkaframtakinu braut. Hann mun ekkert ráða við þróunina með þessu áframhaldi.
Fulltrúi Læknafélags Íslands í nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu 2006-2007 barðist fyrir því að pólitískum hömlum yrði létt af rétti heilbrigðisstarfsmanna til að veita þjónustu skv. menntun sinni á almennum markaði. Ef LÍ hefði ekki beitt sér í málinu hefði þessi breyting aldrei orðið. Enda voru rökin gegn því engin.Stjórnarskrárbundin ákvæði um rétt til atvinnu og jafnræðis ruddu þessari skoðun braut. 


mbl.is „Skammsýni“ að semja við Klíníkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð og réttmæt skrif hjá þér Sigurbjörn. Þú upplýsir að fólk þurfi fyrst að bíða eftir því í fjóra mánuði að komast á biðlista og þannig sé átta mánuða biðlisti í reynd heilt ár. Þetta hefur ekki komið fram áður og fjölmiðlar ættu að vekja athygli á þessu þ.e. ef þeir eru ekki sofandi eða hallir undir staðnað kerfi.

Ef takast á að laga heilbrigðisþjónustu á Íslandi verður að hugsa allt kerfið upp á nýtt. Alþingismenn sem súpa hveljur yfir þeirri hugsun að læknar hafi frelsi til að nýta menntun sína og setja upp einkarekstur verða að fara  að skijla að einkarekstur er ekki það sama og að ríkið hætti að sjá þegnum sínum fyrir heilbrigðisþjónustu á sanngjörnu verði. Ef læknar taka að sér rekstur heilsugæslu í eigin nafni verður ríkisvaldið eftir sem áður kaupandi læknisþjónustu frá þessum aðilum, þjónustu sem stendur þá öllum til boða án tillits til fjárhagslegrar getu. 

Gunnlaugur M. Sigmundsson (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 17:24

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka þér undirtektirnar Gunnlaugur. Sjónarmið forstjóra LSH og fleiri eru sjónarmið Selstöðu og Hörmangs. Það er ekki hægt að veita þjónustu nema í skjóli einokunar. "Aðkoma" annarra er til þess fallin að grafa undan getunni til að veita þjónustu yfirleitt. Þetta er auðvitað mesti misskilningur og verður til þess, að í frjálsu þjóðfélagi, þar sem heilbrigðisráðherrann brestur kjark eða vilja til að veita fullnægjandi þjónustu, fer fólkið annað. Jafnvel á gamla Broadway við Ármúla.  

Ég veit ekki að hve miklu leyti þarf að hugsa kerfið upp á nýtt. Aðalatriði er að heilbrigðisstjórnin mæti væntingum fólksins, sem mótaðar eru af þekkingu þess og kaupgetu, þannig að ekki flæði undan samfélagssáttmálanum um jafnræði til heilbrigðisþjónustu.

Sigurbjörn Sveinsson, 28.1.2017 kl. 20:59

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Gleymum ekki vísindalæknaeinokandi orsökum stoðkerfisvandamálanna bæklandi.

Læknaeið vísindalæknanna fylgir ábyrgð.

Heildrænar lækningar samkeppnisréttlætis ættu með réttu að vera fyrsta mál á dagskrá nýja forstjóra "jafnréttaða" Ólafs-neytendastofuklúðrinu appandi.

Eða hvað finnst eiðsvörnum læknum um heildrænar lækningar samhliða vísindalækningum annars? Bara að sjúklingar flytji úr landi, ef vísindatilraunirnar eiga ekki áfram einokunar-svikablekkingarrétt á sviknum og blekktum sjúklingum Ísland síðustu áratugina?

Það er tímabært að ræða þessi læknavísindi af heiðarleika, og til gagnlegrar siðferðisþróunar fyrir sjúklingana/skjólstæðingana.

Tilraunastofur gráðugra siðblindra viðskipta/verðbréfamiðlara eru ekki sjúkrahús í mínum huga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2017 kl. 21:06

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er margt til í þessu Anna Sigríður og margvísleg geðræktin sem varð til í bundnu máli í Ljárskógum gamla tímans. En "eiðsvarnir læknar" nútímans eiga ekki annan kost en að halda sig við það, sem endurtekið hefur sýnt sig að duga til lækninga eða með öðrum orðum standast hina vísindalegu raun. Við, sem höllumst að þessu, erum samt sem áður margir mjög uppteknir af því að líta á sjúklinginn í heildrænu samhengi og skilja ekki að einstaka þætti sálar og líkama, þegar til læknishjálpar er litið. 

Sigurbjörn Sveinsson, 28.1.2017 kl. 21:23

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig getum við vitað að heilbrigðiskerfið okkar sé gott, ef ekkert er til, til samanburðar? Eitthvað sem veitir því opinbera aðhald og skerpir á afkastagetu þess og árvekni? Við hvað á að miða? Yfirlýsingar úr vanhæfa opinbera geiranum, sem svo sannarlega er vanhæfur af ýmsum ástæðum, eða sjáanlega heilbrigða samkeppni, sem þó vinnur samhliða því opinbera? Orðið biðlisti ætti t.a.m. ekki að fyrirfinnast í okkar heilbrigðisþjónustu! Í allri orðræðunni virðist gleymast það sem mikilvægast er.: Þeir sem þjást og bíða lækningar sinna meina. Úrlausn og lækning á vanlíðan þeirra og kaunum, er öllu karpi um rekstrarform yfirsterkari.

Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2017 kl. 22:31

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er öldungis rétt hjá þér Halldór Egill. Samkeppnin er nauðsynleg til samanburðar - jafnvel fyrir hið opinbera. Fyrrverandi forstjóri LSH, síðar ríkissáttasemjari m.m., Magnús Pétursson, viðurkenndi þessa staðreynd. Hann sagði hins vegar að samkeppnin væri við erlend sjúkrahús t.d. á Norðurlöndunum. Þá stóð umræðan um hæfan starfskraft. 

Því miður má heita að samkeppnin sé óvirk  að þessu leyti hvað sjúklinga varðar eins og dæmin sanna . 

Sigurbjörn Sveinsson, 28.1.2017 kl. 22:42

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Einokun á sjúklingum er ekki góð. Ekki frekar en á mjólk. Það mætti hið opinbera og þeir sem þar starfa hafa að leiðarljósi. Ef núverandi heilbrigðisráðherra vogar sér að hreyfa við nýfengnu leyfi Landlæknis, til Klínikunnar, hefur hann jafnframt gefið skít í EES/ESB, því þar ferðast sjúkir, sem vinnufærir óhindrað innan svæðisins, eins og einn stórgóður bloggari hefur réttilega bent á, á öðrum stað hér á blogginu. Kann ekki að "linka", því miður, enda risaeðla, þegar kemur að samskiptum við fólk, sem ég sé aldrei. Orðin bjór og á ættu hinsvegar að auðvelda leitina:-)

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2017 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband