Hækkun virðisauka á ferðaþjónustu er skattalækkun fyrir landsmenn

Samhliða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna er ráðgert að lækka almennu virðisaukaskattsprósentuna. Þetta mun auðvitað koma fram í lægra þjónustu- og vöruverði í landinu. Ef ég man rétt þá eru erlendir ferðamenn um og yfir 90% þeirra, sem eru viðskiptamenn ferðaþjónustunnar.Á þeim mun hvíla þessi hækkun, sem leiðir til lækkunar fyrir okkur hin.

Þeir þingmenn, sem andstæðir eru skattabreytingunni standa í vegi fyrir skattalækkun fyrir allan almenning og vilja auk þess viðhalda niðurgreiðslum í ferðaútvegi. 

Fyrir okkur hin, sem viljum ekki skattgalækkanir á þessum tímum þenslu og mikilvægra afborgana af skuldum ríkisins, væri skynsamlegast að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn og halda almennu skattprósentunni óbreyttri. 


mbl.is Fleiri efast um skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

íslendingar búa við úthlutunarkapitalisma. Hið politíska vald úthlutar eigum almennings, ver kennitöluflakk og fjásvik með lélegri lagasetningu og breytir jafnvel afplánun ef ákveðnir menn lenda í refsivist.Þetta gera allir framsóknarflokkarnir 3 , XB,XD, og VG.

Vandi ferðabjónustunnar er að það á hana enginn. hún þarf að komast í pólitískt skjól og er að því. Þannig mun skatturinn bara lækka aftur á ferðaþjónustuna þegar úthlutunarmenn hennar komast til valda.

Þú átt að niðurgreiða sérhagsmunina, Hvers vegna heldur þú að þú sért hér ?Borgaðu bara og mundu að þér líður ekki vel nema þér líði hæfilega illa, og þetta er fyrir ÞIG.

Thordur Sverrisson (IP-tala skráð) 18.4.2017 kl. 11:06

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn.

Hvers vegna ætli Seðlabanki Íslands vilji ekki vera Seðlabanki Íslendinga?

Bara Seðlabanki Ferðaþjónustuforstjóra og Útgerðarforstjóra? 

Skattmann í Breska og Franska Vatíkansríkinu vill kannski einungis rækta innantómu og þránuðu rjómatoppa heimsveldisstefnunnar bankarænandi? Með aðstoð vaxta/vertryggingar okrandi, sýslumannsembættarænandi, og vestrænt ósiðmenntuðu, hótandi og embættisforstjóra "lýðræðinu"?

Kannski of sorgleg staðreynd, en því miður líklega raunveruleg staðreynd, í heimsveldisstjórnsýslunni bankarænandi og fyrirfram heimsveldisplönuðu.

NEW WORLD ORDER.

Er hægt að snúa við af villubraut, og segja frá staðreyndum fyrri tíma syndugra stjórnarkúgandi og kerfisþrælahaldandi stjórnenda? Og hvernig?

Svari hver fyrir sig, frá sínu skoðanafrjálsa hjarta. Þ.e.a.s. ef þeir hafa tjáningarfrelsi á Íslandi. (Tyrkland er kannski ekki verra að tjáningarfrelsis leytinu til, heldur en Ísland?)

Jökull á Vatni sagði mér eitt sinn að ég myndi skilja það seinna, hvað málshátturinn í hálfmánakökunni minni á litlu jólunum á Laugum þýddi. Ég skildi málsháttinn ekki þá, enda bara spyrjandi barn.

Málshátturinn var: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

Í dag skil ég líklega þennan málshátt betur en margir samferðamenn. Enda hefur lífsreynslan leitt mig yfir illfæra vegi að útskýringunni. Jökull vissi auðvitað að vegur minn yrði torfær. Hann þekkti fjölskylduaðstæður mínar, og vissi að ég myndi neyðast til að skilja málsháttinn seinna.

Ef við hefðum Jökul á Vatni og fleiri kennaravitringa til að leiða okkur áfram með visku sinni, og heilbrigðum íþróttakennara lífsins þjálfunum, þá væru okkur flestir vegir færir. Því miður vildi almættið taka Jökul á Vatni allt of snemma til sín. Jökull var nefnilega orðinn fullnuma kennari og vitringur í lífsins skóla jarðarinnar.

Takk fyrir mig á þínu bloggi Sigurbjörn minn. Jökull blessaður var bara svo nálægur mér með sína visku akkúrat núna, og mér fannst ég þurfa að koma viskunni hans á framfæri.

Jökull á Vatni hefði aldrei leyft misnotkun á skattfé stritandi almennings né misnotkun á Íslensku náttúrunni, ef hann hefði fengið að ráða. Enda var hann sannur, heimsvíðsýnn, og heiðarlegur Íslands drengur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2017 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er ekki alveg svona einfalt. Það er ekki víst að þessi skattahækkun muni auka tekjur ríkissjóðs og þar með skapa svigrúm til lækkunar skatta á almenning. Ef þetta leiðir til þess að ferðamenn verða  umtalsvert færri en annars væri þá tapast ekki bara  hluti þessa virðisaukaskatts vegna þessa heldur alls konar aðrir skattar sem ferðamenn greiða auk fjölda starfa og þá skatttekna af þeim. Það fer illa með sveitafélögin sem tapa hluta af tekjusköttum þeirra starfa sem tapast meðan þau fá ekki heinn hluta af virðisaukaskattinum. 

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2017 kl. 08:04

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

SMG: Skattfríðindi eiga sér ekki aðra afsökun en að styðja þann, sem er minni máttar og í atvinnurekstri koma þeim á legg, sem er vænlegur til verðmætasköpunar fyrir samfélagið. Ferðaþjónustan er langt handan þessara afsakana. Eina skynsamlega afsökunin fyrir að fresta gildistöku skattbreytingarinnar (engin afsökun fyrir að fella hana úr gildi) væri að verðmiðar á þjónustuna, sem í boði er 2018, séu út frá annarri virðisaukaskattsprósentu en þá á að gilda, þannig að ferðaþjónustan yrði fyrir beinum kostnaðarauka. 

Þetta má ræða.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2017 kl. 21:45

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

En hvað um þau rök að ferðaþjónustan er í harðri samkeppni við ferðaþjónustu í nágrannalöndum okkar og þar eru hún í nánast öllum tilfellum í neðra virðisaukaskattsþrepi en því almenna? Við erum til dæmis í harðri samkeppni við Noreg um ferðamenn sem koma til náttúruskoðunar eða gönguferða og þar er ferðaþjónustan í % virðisaukaskattsþrepi. Danmörk er eina land norðurlanda sem er með ferðaþjónustuna í almennu virðisaukaskattsþrepi.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2017 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband