Ferskt vatn í 500 þús. tonna tankskipum frá Íslandi er handan við hornið

Að draga ísjaka frá Suðurskautslandinu til Afríku er frumstæðari hugmynd en að flytja vatn frá Íslandi, sem tilbúið er á neyrsluumbúðir. Það getur tekið um 3 daga að fylla tankskip af vatni af þessari stærðargráðu og nokkra ferkílómetra af vatnasvæði Bláfjalla. 

Ferðaiðnaðurinn er dekur við tímabundna auðlegð og ranga gengisskráningu en vatnsútlutningur er svar við óumflýanlegri eftirspurn fátækra jarðarbúa. 


mbl.is Vill draga ísjaka til Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurbjörn. Já, þetta er alveg óverjandi og ómennskt rugl. Og þarf ekki einu sinni verkfræðimenntun til að skilja fáránleikann í svona blekkinganna vitleysu.

Þetta er svo fáránlegt, að líklega er eina ráðið til að stöðva svona blekkingar rugl, að biðja almáttuga Guðsorkuna góðu um að stöðva svona ísjakaferjaða þrælaflutninga frá Afríku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2018 kl. 00:45

2 identicon

 500 þús. tonn duga 3 daga, ísjakinn eitt ár.

Vagn (IP-tala skráð) 8.7.2018 kl. 13:20

3 identicon

3 dagar að fylla, 16 dagar að sigla, 3 dagar að tæma, 16 dagar á upphafspunkt. 36 dagar per ferð sem gefur 3 daga af vatni. Sem gerir að það þarf 12 skip í stöðugum flutningum.

Vagn (IP-tala skráð) 8.7.2018 kl. 17:26

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi jaki er 100 milljón tonn. Tankskipið þitt tekur hálfa milljón. Þú þarft því 200 ferðir með tankskipunum til að flytja sama magn af vatni.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.7.2018 kl. 20:28

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Andmælin gegn hugmynd minni byggja á því, að tæknileg úrlausnarefni við flutning á ís með þessum hætti gangi upp og kostnaðarmat við það, sem aldrei hefur verið gert, sé rétt. 

Kostnaðargreining við flutning neysluvatns með skipum byggir að öllu leyti á gagnreyndum rauntölum. Eina óvissan er við mat á aðferðum og kostnaði við dreifingu. Reyndar hafði ég ekki siglingu alla leið til Höfðaborgar í huga við skrif þessarar athugasemdar en það gildir einu, þar sem vandamálin munu spretta upp víðar en þar í framtíðinni. 

Sigurbjörn Sveinsson, 8.7.2018 kl. 22:28

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flutningur með tankskipum er auðvitað einn möguleiki. En þá er kannski nærtækara að sækja vatnið styttri vegalengd en alla leið til Íslands.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2018 kl. 08:45

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísjaka hugmyndin virðist ekki taka með í reikninginn að í gildi er alþjóðasamningur um friðun náttúru Suðurskautslandsins. Að minnsta kosti hefur ekki komið fram í neinni umfjöllun sem ég hef séð um málið, hvernig slíkt verkefni gæti verið samrýmanlegt þeirri friðun. Enn fremur er með öllu óljóst undir hvaða lögsögu slíkt verkefni gæti fallið.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2018 kl. 08:25

8 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Einfaldast væri að flytja Grænland
til Afríku þá væri ekkert vesen með vatn yfirleitt.

---

Hefur þú hlustað á umritanir (transcript) Liszt
á sinfóníum Beethovens og hvernig líkaði þér
þær skrautnótur?

Húsari. (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 06:48

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mér finnst Beddi hafa skrifað sinfóníurnar sínar ágætlega og varla hægt að bæta þar um, þó Liszt eigi í hlut. Ég kannaðist við geðlækni, sem reyndar er löngu dáinn, og þoldi hann engan óróa og allra síst Liszt. Þessi geðlæknir var einlægt í góðu jafnvægi og var Bach hans besti vinur. Allt svo fyrirsjáanlegt; engin óvissa. 

Sigurbjörn Sveinsson, 16.7.2018 kl. 21:26

10 identicon

Þakka svarið, Sigurbjörn.

Nú má reikna það Franz Liszt til tekna
að fyrir honum vakti ekki annað en að vekja athygli á
Beethoven, Chopin og Schumann; að þeir gætu lifað af list sinni.

Hefði ekki talið það goðgá að 5. sinfónían í 
viðhafnarbúningi og tign Franz Liszt fengi að heyrast í 
Hörpu á vetri komanda.

Cyprien Katsaris (grískur píanóleikari)hefur leikið 
þær allar 9 að tölu og hérna er sýnishorn af leik hans
sem og skrautnótum Liszt:


https://www.youtube.com/watch?v=LOVSMpDxuas

Mér hefur ævinlega fundist það synd 
að tónlistarheimurinn skuli í raun aldrei hafa gert 
þessu nokkur skil.

Vona að það hafi verið missýning eða mig dreymt þetta 
en fyrir áratugum þóttist ég ganga um Fossvogskirkjugarð 
og leiddi barnunga mér við hlið.
Þar kom að á leiði gaf þetta að líta, að mig minnir:
Þegar ekki er unnt að lækna þá er hægt að líkna.
Barnið nam alveg staðar en segir svo meira við Guð 
að mér virtist en nokkurn annan:

Þessum manni hljóta að hafa orðið á mörg læknamistök(!)

(tæpast að þetta geti átt við um þann mann sem þú nefndir 
eða yfirleitt um nokkra aðra menn enda sem fyrr er nefnt
virtist þetta í öllu vera sýnd í stað reyndar)

Húsari. (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband