Útvegsmenn ráða hér engu

Þeir hafa veðsett löglegar eignir þjóðarinnar upp í topp og langt umfram það. Við munum ákveða sjálf hvort og hvenær við ræðum við ESB og hvort það, sem út úr þeim viðræðum kann að koma, verður viðunandi fyrir okkur. Útvegsmenn eru þessa stundina að totta auðlindina okkar - eins og tilberar. 
mbl.is ESB-aðild ávísun á atvinnuleysi og launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga þá ESB-löndin að fá að totta aulindirnar okkar í staðinn?  Hvort er verra?

Sjóarinn síkáti (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:10

2 identicon

Sæll frændi

Héðan frá Bandaríkjunum virðist augljóst að eignarhald auðlindarinnar hafi fyrir löngu færst til banka, sem nú virðast í erlendri eigu. LÍÚ er fyrir löngu orðið gjaldþrota í þessari umræðu, hagsmunir þjóðarinnar fara ekki lengur saman með þeirri klíku.

Svenni

Sveinn Arnórsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú ert náttúrulega alveg til í að gefa burt grunnatvinnuveginn þar sem þú situr í vernduðu starfi. er þér virkilega svo illa við sjávarútveg að þú ert tilbúinn fórna öllu sjómönnum landsins fyrir þína stórveldisdrauma?

Fannar frá Rifi, 3.12.2008 kl. 14:20

4 identicon

Í þetta far vill umræðan stundum fara. Gera fólki upp skaoðanir, sem það hefur alls ekki. Fara fram úr sér og svo allt í einu er alls ekki lengur verið að ræða það sem máli skiptir. Mér er hvorki illa við sjómenn né vil ég gefa sjávarútveginn úr landi. Mitt verndaða starf yrði lítils virði  ef ekki nyti við þeirrar mikilvægu undirstöðu þjóðarbúsins. En ég kann ekki við að reynt sé að koma í veg fyrir að ég og aðrir Íslnedingar fái að ræða við nágranna mína um efnahags- og menningarlegt samstarf á öðrum grundvelli en nú er. Og fái síðan að taka afstöðu til þess, sem þær umræður leiða til.

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:35

5 identicon

Sammála Sigurbirni lækni. Það er langt síðan að eignarhald á fiskimiðunum fór úr höndum þjóðarinnar. Eiginlega gerðist það strax og kvótaframsalið var leyft. Hitt er líka rétt hjá Sigurbirni, að það er öllu öðru brýnna að við tökum nú til við að skoða og ræða þessi Evrópusambandsmál án upphrópana og skoðanakúgunar. Setja dæmið upp, kostina öðrumegin og gallana hinumegin og reyna svo að verðleggja hvort um sig og fá útkomu. Þá er hægt að taka upplýsta ákvörðun.

Capo di tutti Capi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:49

6 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Langt síðan síðast.

Það er ónotaleg tilfinning að vera íslendingur á Íslandi í dag.

Horfa uppá gammana rífast um hræið og geta ekkert gert.

Er ekki líka vont að sjá þetta úr fjarlægð?

Höskuldur Davíðssonh (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband