Brennt barn

Velviljaður maður veitti mér andsvör við síðasta bloggi og lét fylgja upplýsandi greinargerð um reikningsskil. Fyrir það þakka ég. Hann kvartaði líka undan því að Sjálfstæðisflokknum væri kennt um allar misfellurnar, sem að baki eru og að frjálshyggjan væri skorin við trog. Ég sendi honum m.a. eftirfarandi:

"Við sjálfstæðimenn berum höfuðábyrgð á því, sem gerst hefur. Við höfum stjórnað efnahagsmálunum frá 1991 og að halda öðru fram leiðir einungis í ljós veikleika þeirra, sem með forustuna fóru. Höfðu þeir ekki valdataumana í sinni hendi? Létu þeir undan krötum og síðar Framsókn?  Réði Davíð ekki því sem hann ráða vildi? Stefnan var ekki slæm en hún gekk of langt og hún mengaði hugarfarið svo að það varð prinsíp að bregðast ekki við vandanum, þegar hann var orðinn augljós og skellt var skollaeyrum við viðvörunarorðum.   Í einu af fyrri bloggum mínum þá dró ég þetta saman um ræðu DO í Viðskiptaráðinu haustið 2007:

"” Þar er Davíð fyrst og fremst að tala fyrir stýrivaxtastefnu bankans og hvert samspil hennar og verðbólgu sé. Hann hefur alveg ákveðnar skoðanir á því, hvort kemur á undan eggið eða hænan í þeim efnum. Ræðan er á mannamáli og þar bregður sums staðar fyrir þessari prakkaralegu ósvífni, sem ég fell fyrir, en fer misjafnlega í fólk.  Það, sem er athyglisverðast í þessari ræðu er nánari greining hans á ástandinu, þar sem hann fer vítt um vöxt fjármálakerfisins. “Útlánaaukningin hefur verið gríðarleg á sama tíma og við höfum farið í gegnum mestu fjárfestingu sem um getur í sögu landsins, umbreytingar í peningakerfinu, stórkostlega fjármálalega innspýtingu í húsnæðismarkaðinn og svo mætti áfram telja.” Og útrásin fær sitt: “”Útrás” virðist þegar grannt er skoðað ekki vera annað en venjuleg fjárfesting erlendis; auðvitað einnig nýting á þekkingu og  hæfileikum í bland við fjárfestinguna.......Ódýrt fé lá um hríð hvarvetna á lausu og ýmsir aðilar hér á landi nýttu það tækifæri af djörfung og krafti. Hin hliðin á útrásinni er þó sú og fram hjá henni verður ekki horft, að Ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis. .....við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.” “ Hitt er einnig til að ný orð fái nánast á sig goðsagnakennda helgimynd, eins og orðið útrás sem enginn þorir að vera á móti svo hann verði ekki sakaður um að vera úr takti, hafi ekki framtíðarsýn eins og það heitir nú, og þekki ekki sinn vitjunartíma.

Athugasemdir Davíðs voru því miður ekki settar fram þannig, að vekti forystumenn viðskiptalífsins og stjórnmálamenn af dásvefni velmegunarinnar. Meðvitundarleysið hélt áfram og aðgerðaleysið æpandi eins og áður hefur verið bent á. Það hvarflar að manni að skýringarinnar sé að leita í einhvers konar hjarðhegðun mannsins, holocost, þar sem öllum er ljóst hvað í vændum er, en enginn hreyfir litla fingur gegn örfáum vopnuðum vörðum...""  ""Því verður þetta allt sárara um að tala, að hverju barni mátti ljóst vera hvert stefndi. Fyrst skal kalla þá stjórnmálamenn til ábyrgðar, sem réðu þessum málaflokki síðustu ár. Þeir bera ábyrgð á því hvernig fór og tímabært að þeir horfist í augu við það.”"

 Ég er þeirrar skoðunar, að við getum engan afslátt gefið á ábyrgðarkröfunni. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi bera þessa ábyrgð. Það þýðir ekkert fyrir þetta fólk að vísa ábyrgðinni til okkar eða spyrja: Hvað hefðuð þið gert?

Við vitum það ekki. Við kunnum það ekki. Þau sögðust kunna þetta. Þess vegna kusum við þau."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég er einn þeirra sem fórum afar hart gegn ýmsum lögum, sem við tókum í arf.

Verðtryggingu (Ólafslög) emð síðar breytingum, nánast öllum til bölvunar venjulegu fólki og þa´serstaklega ungu athafnafólki, sem reynt hefur að koma yfir sig og sína þaki.

Kvótalögum;  Engin lög fara eins í bág við GRUNNSTEFNU um sjálfstæði og frelsi til athafna en þau og eru þau enn verri með síðar breytingum.  Ég tók stöðu MEÐ venjulegu  fóki út um land, sem vildi fá að reyna sig við bátaútgerð og jafnvel síðar stærri útgerð. 

Við vorum miklir mátar, vinir og samherjar við Einar Oddur, svo ég skreyti mig með annarra fjöðrum.  Guð í hæstum hæðum blessi minningu hans.

Ég kallaði Kvótakerfið  ÞJÁLFUNARBÚÐIR Í SVINDLI.  ÞAr byrjuðu menn að stofna hlutafélög til kaupa á Kvóta og skipum, með ,,skuldsettri" yfirtöku.  Settu þau síðan inn í ,,móðurfe´lag" þannig að óefnislegar eignir mætti fyrna.

Sannanlegt ,,kaupverð" einnig að stinga í sinn eigin vasa skuldsetningunni.

Sjá síðar í útrásarvíkingafélögum.

EES Samninginn eins og ahnn lagði sig.  Ekkert gaf til kynna, að við réðum við einn einasta þátt ,,Fjórfrelsisins" hvað þa´Shengen vitfirringuna.

Ekki má hækka bindiskyldu né hefta með einum eða öðrum hætti flutning fjármagns milli landa enda fengum við skæðadrífur af kærum þegar Davíð huggðist hækka það eða setja á millifærslur milli ,,skyldra félaga".

Meira síðar, þakka góða pistla

Miðbæjaríhaldið

Eðalíhald af Gamla skólanum, hvar menn vilu að frelsi EINS væri EKKI HELSI annars.

Bjarni Kjartansson, 17.12.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bjarni, þetta er vandamálið. Svona eðalíhald eins og þú hefði átt að vera við stjórnvölinn í Sjálfstæðisflokknum síðustu tvo áratugi.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband