Handa sjúkum og beygđum

Lesist í hćgum takti, largo.

 

   Mikil eru undrin hvílík blessun getur fylgt sjúkdómum. Sjúkdómurinn ţvingar manninn til ađ líta heiminn undir nýju horni. Viđ ţađ öđlast hann nýja reynslu, sem er persónuleg, skapandi og jafnvel hvetjandi og uppörvandi. Manni, sem daprast sjón, gefast ný tćkifćri. Hann lítur tilveruna í nýju ljósi, sér nýja skugga, nýjar andstćđur. Augun finna sér nýtt göngulag, sem er huganum eiginlegt. Lestur bókmennta, sem áđur var afgreiđsla eđa yfirbót fyrir vanrćkslusyndir ćskunnar, verđur veisla eđa öllu heldur opinberun.
   Nautn.

   …ljóđ, sem virđast litlaus, ómerkileg og jafnvel einskis virđi, fá rođa í kinnarnar og glampa í augun. Önnur skerpa litina, verđa eins og regnboginn, sem komast má undir, regnboginn á akrinum, ţar sem hveitikornin eru knýtt saman. Í einu bindinni. Börn ađ leik. Á blóđakri.

   Í dag er gamla myntin á söfnum, ţrjátíu silfurpeningar. Í dag gefst tóm, til ađ undrast og dást. Dást ađ gömlum sprekum, leiđarsteinum í götu minninganna, texta, ljóđum, gamalli hugmynd, gamalli sköpun. Í dag er náđardagur. Í dag er guđ ađ fyrirgefa syndir. Eins og blćrinn, sem fyllir sporin drifhvítri mjöll.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband