Verðlögð út af markaðnum

Ég fór í bæinn í gær, sunnudag, með fjölskyldunni. Ég leit inn í ýmsar búðir og athugaði verðið á veitingastöðunum.  Allt hafði hækkað eins og við var að búast. Það sem vakti athygli mína voru ekki hækkanir á innfluttri vöru heldur hækkanir á innlendri vöru og þjónustu. Þar virtust verðhækkanir ekki vera neinir eftirbátar þeirra, sem styðjast að mestu við verðmyndun í erlendum gjaldmiðlum. Það kemur á óvart, að vara og þjónusta, sem byggir að meirihluta á innlendum launakostnaði, skuli hækka í takti við gengisfall krónunnar. Það er eins og krónan hafi alltaf verið aukaatriði og verð hlutanna alltaf verið hugsað út frá dal, evru eða pundi. Þar eru tam. 66°N og veitingahúsið Italía alveg samstíga.

Og núna kveina veitingamenn yfir hækkun áfengisgjalds eins og markaðurinn fyrir þessa vöru á börum bæjarins standi og falli með álögum ríkisins. Þetta fólk hefur verðlagt söluvöru sína út frá þumalfingursreglunni þrisvar til fimmfalt útsöluverð ÁTVR. Ég á ekki von á að þessi álagningaraðferð breytist neitt að þessu sinni. Þannig verður hækkun áfengisgjaldsins gullnáma fyrir verta og tár þeirra sannkölluð krókódílstár.

Ég ætla s.s. að láta þetta fólk verðleggja mig út af markaðnum næsta árið og eyða því sem ég á afgangs í leikhús og tónleika, bækur og aðrar listir, íslenskt grænmeti, Móakjúkling, soðningu og lamb. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hjá mér vekur þetta furðu, innlendar vörur hafa hækkað jafn mikið og sumar meira en erlendar vörur.  En ég veit að oft er hráefni flutt inn svo það er skiljanlegt en hækkanir á ostum, mjólk og ýmsum íslenskum vörum er samt ótrúlega mikil. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 02:16

2 identicon

aha

Árni (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 07:33

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þetta er auðvitað það hugarfar sem íslenzkir neytendur ættu að temja sér fremur en að hrista bara hausinn þegar það sér verðhækkunina og halda áfram að raða í körfuna.

Afskiptaleysið er versti óvinur neytandans á þessum tímum og besti vinur milliliðsins / heildsalans / verslunarinnar

Magnús V. Skúlason, 22.12.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Hlédís

Sala áfengis hlýtur að minnka - á fjóra vegu: Minnkuð kaup hófsmanna - meira brugg - meira smygl - aukin notkun annarra vímugjafa. Til lukku, seinheppnu löggjafar! Kostar þetta ekki líka meiri launakostnap í eftirlitið? - BjBJ gæti misst úr HERNUM sínum, eða þurft að fjölga í löggæslu!

Hlédís, 22.12.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Vörurnar frá 66°Norður eru allar framleiddar erlendis. Þessvegna hækka þær eins og annar innflutningur.

Þórir Kjartansson, 22.12.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Getur það borgað sig að flytja vinnuna á vörunum hingað heim eins og t.d hjá 66 gráðum norður. Einhver er ástæðan að vinna vöruna í Litháen eða Lettlandi.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Hlédís

Já Guðbjörg!     Ástæðan fyrir að unnið var fyrir okkur í útlöndum var að borgað var í rangt skráðum gjaldeyri sem (jafnvel atvinnulaus) íslenskur almenningur á nú að fara að borga rétta verðið fyrir. Þeir sem græddu á þessu hafa komið gróðanum undan.

Hlédís, 23.12.2008 kl. 06:36

8 identicon

Vil bara benda á í þessum skrifum, að gefnu tilefni Jónu.  Stærsti hluti kostnaðar í framleiðslu mjólkur fylgir beint þróun gengisins, s.s. áburður,  olía, kjarnfóður og svo ekki síst fjármagnskostnaður.  Launaliður í frumframleiðslunni er ekki stór.  Eflaust er þessu svo farið með marga íslenska vöruna.

Þannig að það er ekki alltaf allt sem sýnist í þessu.   En ég dreg heldur ekkert í efa að margir nýta sér tækifærið til að hækka í skjóli alls annars.

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband