Eitt land, ein lög

Það er ekki til nema ein lausn fyrir Israelíta og Palestínumenn. Þetta fólk býr í einu litlu landi, sem gefur ekkert tilefni til aðskilnaðar. Oslóarsamkomulagið varðaði leið til mistaka. Því fylgdi svikalogn, sem fyrir löngu hefur látið undan óveðrinu. Ríki Palestínumanna á innmúruðum blettum innan Ísraels getur aldrei orðið starfræn heild og boðið þegnum sínum frið og efnahagslegan stöðugleika. Ísraelsmenn munu alltaf hafa heljartök og úrslitaþýðingu fyrir afdrif þessarar þjóðar.

Eina lausnin er að allir innan sömu landamæranna búi við sömu lög, sama þegnrétt og njóti jafnræðis Þannig mun Ísrael dafna að velsæld og friði, því meðal þess fólks, sem það byggir, er að finna dugnað og þekkingu, sem er einstæð í Austurlöndum nær. 


mbl.is Báðir ábyrgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er ég algerlega sammála. Ég vildi að fleirri sæju þetta líka t.d. vinir Palestínu.

Ég hitti jórdanskan starfsmann SÞ í bænum Wadi-Mousa þar sem við ræddum ástandið í Mið-Austurlöndum. Þetta sem þú leggur fram var hans niðurstaða. Eitt ríki, ein lög og til þess þarf nýja hugsun á svæðið. En það virðist einmitt vanta að breyta hugarfari og trú fólksins. Breytist trúin breytast gildin og það þarf að breyta því að dráp á gyðingi sé sjálfsagt. 

Um daginn kom í ljós í "gallúpkönnun" að 50% Palestínumanna telja það í lagi að drepa gyðing.

Nýja hugsun, takk!

kveðja

Snorri í Betel

snorri í betel (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það væri forvitnilegt Snorri að vita hvernig viðhorf Palestínumanna hafa breyst í gegnum árin og hve hátt hlutfall Palestínumanna var þessarar skoðunar fyrir mannsaldri. Gyðingarnir eiga hér hlut að máli og nokkra sök svo vægt sé til orða  tekið.

Þeir verða að leggja sitt af mörkum og láta af ríkisfyrirkomulagi, sem byggir á trúarlegri mismunun. Eða styðjum við Tyrki,  sem hverfa vilja til tímanna fyrir Ataturk eða styðjum við  ríkisskipan konungsættarinnar í Saudi Arabíu?

Sigurbjörn Sveinsson, 29.12.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég er þér einnig sammála. Það er hinsvegar eitt sem fær mig til að efast um að þetta verði nokkurn tíma að veruleika.  

Lög Islamstrúarmanna byggjast á Kóranin og lýtur því ekki sömu reglum og okkar vestrænu lög. Samkvæmt kóranin eru allir þeir sem ekki játast undir Islam ekki náungi þeirra og lög og reglur náunganum til varnar gilda því ekki um þá. Það er því afar auðvelt fyrir þá að réttlæta sína stríðsglæpi fyrir sínum Guð. Mun auðveldara en fyrir Ísraelsmönnum. Þeir meiga ljuga að okkur og drepa okkur. Allavega mundi Alla ekki refsa þeim. Ef eitthvert dómskerfi, t.d. hið vestræna, refsar þeim eru þeir píslarvættir sem munu hljóta mun meiri umbun er þeir deyja.

Síðan er það einfaldlega svo að öfgahópar innan beggja trúarhópanna munu alltaf verða til staðar og spilla fyrir öllum friðarumræðum. Vildi að hægt væri að tryggja frið þarna og sátt, en þó svo að Ísraelar hafi keypt af þeim sín landssvæði á sínum tíma, eru þeir ekki taldir réttmætir eigendur þess af Palestínumönnum. Þeir trúa að Alla eigi í raun landið og ætli það sínum fylgjendum.  Ísraelsmenn trúa einnig að Guð hafi gefið þeim andið á sínum tíma, en þeir eru þó réttlættir að því leitið að þeir eignuðust það aftur á heiðarlegan máta. Semsé með því að festa kaup á því.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.12.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband