Forstjóri BYRS á hringekju spillingarinnar

Maður sárvorkenndi forstjóranum þegar hann kom fram í sjónvarpi í gær og reyndi að afsaka þá gerninga, sem fram fóru innan BYRS á síðasta ári. Fór hann í marga hringi og alltaf varð augnaráðið flóttalegra með hverjum hringnum.  Reyndi hann að skýra þá nauðsyn að auka við stofnfé sparisjóðsins til þess að hægt yrði að greiða út hinn góða arð, sem af rekstrinum hafði orðið á árinu 2007.  Arðurinn hafði s.s. orðið af litlu sem engu stofnfé og því varð að auka það til þess að menn fengju það sem þeir áttu rétt á skv. lögum. Sumir tóku lán til þess arna. Í því meiri þörf voru þeir að fá arðinn þ.e. til að m.a. greiða þessi lán.

Það fór ekkert fyrir því í málflutningi forstjórans að þessi góða afkoma hafði orðið þrátt fyrir hlutfallslega lágt stofnfé og etv. fyrir viðskipti við almenning þann, sem sparisjóðnum er ætlað að þjóna. Hann svaraði engu uppástungu fréttamannsins um að að etv. hefðu þessir peningar átt heima í varasjóðum sjóðsins og í þeim verkefnum öðrum, sem honum væri ætlað að sinna. 

Það eru til önnur orð yfir svona gerning en best að láta þau ósögð svo maður lendi ekki í spjaldinu.

En að öðru. Ólíkt hafast frændur okkar Kanar að en þingmenn okkar. Forstjórar stórfyrirtækja, sem nú eru á ríkisjötunni þar, eru ekki fyrr búnir að fá bónus fyrir taprekstur, en að fram er komið frumvarp í þinginu með víðtækan stuðning um sérsköttun þessara tekna upp á 90%. Hér heima ætlar undirlægjuhátturinn, sleifarlagið og þvælan í þinginu engan enda að taka.

Er ekki verið að biðja núna um ríkisstyrki af skattfé okkar vegna mikilvægis BYRS og góða þjónustu við borgarana?

Er þetta ekki fjárkúgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég vorkenndi honum nokkuð, auðséð var, að hann roðnaði undir farðanum.

Hann er jú á launum við, að verja eigendur sjóðsins sem nú er afar takmarkaður hópur manna, af sem áður var.

Hitt er svo annað mál, að af hverju enn er hlustað á menn á borð við Árna , efsta mann á lista SF í Kraganum en hann sagði skýrt og skorinort í Silfrinu á sunnudaginn, að ekki væri nokkur efni til að banna bankaleynd eð aminnka hana nokkuð.  Svo bætti hann við, að við ættum að borga ,,köfuhöfum" upp í topp og skammast okkar fyrir hugrenningar í aðra veru.

Mín skoðun er á þessum ,,kröfuhöfum" á þar ara braskarar og fjárplógsmenn sem ekki ber nein virðing né linkind.

Vonandi hittumst við á Landsfundinum.

Kveðjur

Miðbæjaíhadið

Bjarni Kjartansson, 20.3.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Reyndi hann að skýra þá nauðsyn að auka við stofnfé sparisjóðsins til þess að hægt yrði að greiða út hinn góða arð, sem af rekstrinum hafði orðið á árinu 2007."

Þetta er ekki rétt rapport af því, sem sparisjóðsstjórinn sagði. Þetta er hins vegar í samræmi við það, hvernig þú vilt túlka hlutina hér, en þar með verður það ekki sjálfkrafa satt.

Jón Valur Jensson, 20.3.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þá er að fara í frumheimildir og hafa það sem sannara reybist.

Sigurbjörn Sveinsson, 20.3.2009 kl. 11:19

4 identicon

Sæll, félagi Sigurbjörn.

Það er óásættanlegt fyrir fólk horfa upp á Sparisjóðinn Byr, HB Granda og allar sjálftökuhítir, sama hvaða nafni þær heita, skáka í skjóli laga eða heimilda siðgæði andskotans.  Þetta er einfaldlega undanskot peninga. 

Segi svo að endingu:   Guð gefi ykkur styrk til að sitja landsfund sjálfstæðisflokksins.

 LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Til þess að fyrirbyggja misskilning, þá er mér ljúft að taka fram eftirfarandi: Það hefur enginn óskað eftir að ég sæti umræddan landsfund. Eins og snillingurinn sagði: Ef það er eitthvað framboð, þá er engin eftirspurn.  

Sigurbjörn Sveinsson, 20.3.2009 kl. 14:35

6 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Ég mistti af þessu viðtali,en ég koma af fjöllum þegar ég heyrði stöðuna, því það var búiða útlista mjög góða stöðu BYRS fyrir almenningi eftir hrunið.

Þetta gæti maður kallað svarthol !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:13

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Aldrei skal ein króna frá mér fara í þetta fjárglæfrafyrirtæki sem nú kemur skríðandi upp að ríkisjötunni og heimtar að ég borgi fyrir afglöp og sukk stjórnenda. Hingað og ekki lengra.

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 17:42

8 identicon

Hvernig væri nú að JVJ kæmi með heilagan sannleik um BYR í stað þess að slengja því að fram að þetta sé rangt hjá karli föður mínum án þess að rökstyðja það nokkuð?  JVJ virðist vera wissserbesser þannig að hann hlýtur að vita þetta líka. 

Tómas Örn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:56

9 identicon

Bíðið bara...  Það er ekki allt komið upp á borðið hjá BYR ennþá og rennur mér í grun að margt skítugt og ljótt eigi þar eftir að líta dagsins ljós.  Sveinbjörn hefur fullkomnlega rétt fyrir sér þegar hann segir BYRinn (forstjóratetrið) hafa talað í hringi. Sumir kunna ekki að skammast sín og hafa enga sómatilfinningu þegar peningar eru annars vegar.  Margur verður af aurum API.

Siggi Þórarins (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:09

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það þarf ekki mikið til að vera "wisserbesser" í augum Tómasar Arnar. Svo vill til, að ég hlustaði á kastljósviðtalið og annað á undan í 18-fréttum Rúv. um málið og hef fylgzt vel með þessu.

Jón Valur Jensson, 20.3.2009 kl. 20:32

11 identicon

Já, sparisjóðirnir voru víst vel settir!?  Svarthol passar vel, Þórarinn.   Ætli fréttir um peningagróðaníðinga landsins taki aldrei enda?

EE elle (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:37

12 identicon

hahaha...

Tómas Örn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:08

13 identicon

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:23

14 identicon

Í no. 11 var ég að taka undir með Þórarni og held kannski að það hafi misskilist.  Kannski ekki, veit það ekki.

EE elle (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:35

15 identicon

Sigurbjörn.

Annað sem ég hef ekki minnst á en oft hugsað um, er að formaður skilanefndar Glitnis var arkitekt S-hópsins við “ránið” á Búnaðarbankanum. Þetta er sjálfsagt löglegt, en að mínu mati er maðurinn faglega vanhæfur.

 

Íslenska þjóðin veður að fara að skilja að löglegt er ekki sama og boðlegt!

Það er hálf sorglegt hvað einn af fyrrverandi konsertmeisturum bankahrunsins treysta sér til að halda áfram að ráðleggja þjóðinni, t.d eins og Edda Rós Karlsdóttir.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:22

16 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, það er hálf skrítið að fylgjast með hversu hægt og illa það gengur, að réttlætið ná fram að ganga. Menn eiga greinilega góða kóara á valdamiklum stöðum ennþá ... Sukkið lifir lengi ...

G.Helga Ingadóttir, 21.3.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband