Sigurður Kári stendur fyrir málþófi

...ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnast þeir nú vera allir á mælendaskrá og hver sótraftur á flot dreginn. Guðfinna rektor var í ræðustóli rétt í þessu og tuggði upp eftir Sigurði Líndal og Davíð Þór Björgvinssyni margþvælda tuggu, sem vitnað hefur verið til oftar í þessum umræðum en tölu verður á komið.  

Hvað er það annað en málþóf? Stundum hafa þingmenn borið gæfu til að sammælast um, að svo væri komið í umræðu, að öll rök væru fram komin og ástæðulaust að teygja lopann frekar.  Nú er eitthvað annað á ferðinni.

Sjálfstæðismenn standa og reyta af sér fjaðrirnar þar til engin verður eftir fyrir kjörkassana.


mbl.is Þingmenn syngja og dansa darraðardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Æji, ég vorkenni umhverfistalibönunum svo mikið.  Það er verið að taka fyrrverandi stjórnarandstöðu á eigin bragði. Sjálfstæðismenn hafa allavega lært þetta frá þeim sjálfum og greinileg mjög vel.

Guðmundur Björn, 6.4.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott hjá Guðmundi, málþófið sem stendur yfir í þinginu núna er auðvitað fyrrverandi stjórnarandstöðu að kenna.  Þeir byrjuðu.

En án gríns Sigurbjörn, er búin að fylgjast með frá byrjun og þetta er orðið smá vandræðalegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Hvar er nú virðing Alþingis sem svo mikið átti að gera með af hálfu þeirrar stjórnar sem nú situr. Illa unnum tillögum að stjórnarskrárbreytingum skal troðið í gegn um þingið með ofbeldi. Athugasemdir þær sem borizt hafa ættu að nægja til þess að þessum tillögum væri vísað til betrunar, en meirihlutinn heldur þeim til steitu vegna þess að Framsókn ætlar að skreyta sig með þessum lörfum í kosningunum.

Skúli Víkingsson, 6.4.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jenný: "Vandræðalegt" mér kemur bara ekkert annað orð í hug en "sturlun".

Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var nú bara að reyna að vera kurteis.  Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það var aðallega eitt kvöldið sem ég varð var við þetta málþóf Sjálfstæðismanna, svo finnst mér hafa dregið úr því.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 17:49

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Virðingarleysi stjórnarflokkanna með fulltingi guðföðurins, Framsóknar, gagnvart stjórnarskrá lýðveldisins er algert.  Hvaða virðing er það að minnihlutastjórn svona rétt fyrir kosningar ætlar að troða stjórnarskrárbreytingum í gegn um þingið meðan allt er í uppnámi innan þings sem utan ?  Stjórnarskráin er grundvöllur laga og lýðræðis í landinu og má ekki nota sem skiptimynt gagnvart öðrum til þess eins að halda völdum.

Hafi ríkisstjórnin skömm fyrir flumbrugang sinn og óvönduð vinnubrögð, hún heldur bara sínu striki meðan heimilin og fyrirtækin hrynja til grunna í landinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2009 kl. 17:56

8 identicon

Þeir sem aðhyllast stefnu Sjálfstæðisflokksins eru að rifna úr stolti vegna málþófs sinna manna. Deila þessir menn áhyggjum þjóðarinnar? Ég efast um það.

Kolla (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:19

9 identicon

Ég vil byrja á því að þakka föður mínum fyrir að leyfa öllum skoðunum að heyrast hér í athugasemdakerfinu, það mættu fleiri taka það sér til fyrirmyndar.

Það er sagt að vegna þessa málþófs sé ekki hægt að ræða mikilvægar aðgerðir til verndar heimilunum.  Sjálfstæðismenn buðu, áður en þessar umræður hófust, að þau umræðuefni yrðu færð framfyrir stjórnarskrármálið og það mál yrði síðan rætt í lokin.  Það var afþakkað.  Hvers vegna skyldi það vera? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að stjórnarflokkarnir vissu að XD myndi aldrei láta þetta frumvarp fara í gegn baráttulaust og það væri því hægt að mála skrattann á vegginn með því að vísa í þetta?

Það var ekki í Sjálfstæðisflokknum sem einingin "hjörl" var fundin upp.  Nú er allt í einu hræðilegt að stjórnarandstaðan er með málþóf en það var í lagi þá?  Maður getur ekki bæði átt kökuna og étið hana.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:32

10 identicon

Eftirfarandi er tilvitnun í Ögmund Jónasson, starfandi heilbrigðisráðherra, á heimasíðu hans 21. janúar 2007:

„Nokkuð hefur verið talað um málþóf á Alþingi í tengslum við stjórnarfrumvarpið um RÚV ohf. Þeir sem raunverulega hafa fylgst með framvindunni vita að þetta er ósanngjörn ásökun.

Í fyrsta lagi er það ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn sem stendur í vegi fyrir því að samkomulag náist um framtíð Ríkisútvarpsins. Í öðru lagi er rétt að minna á að stjórnarandstöðunni hefur í tvígang tekist einmitt með langri umræðu að koma í veg fyrir vanhugsuð og stórskaðleg stjórnarfrumvörp um Ríkisútvarpið.

Stjórnarandstöðunni tókst einnig að fresta gildistöku Vatnalaganna með langri umræðu. Það þýðir að þjóðin fær nú í vor tækifæri til að kjósa um þann umdeilda lagabálk.

Enda þótt þingmenn VG leggðu sig alla fram um að koma í veg fyrir Kárahnjúkaslysið tókst ekki að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. Þar var VG eitt á báti og mátti ekki á endanum við margnum.

Iðulega hefur flokknum þó tekist með harðfylgi á þingi að hafa jákvæð áhrif á umdeild þingmál. Stundum hefur það kallað á langa umræðu. Hinu má svo ekki gleyma að um yfirgnæfandi meirihluta þingmála ríkir breið sátt og fer lítið fyrir umræðu um þau utan þess sem gerist á fundum viðkomandi þingnefnda.

Það eru umdeildu málin sem kalla á athygli. Langar umræður á Alþingi eru einmitt oftar en ekki tilraun til að ná eyrum þjóðarinnar í málum sem stjórnarandstaðan telur skaðleg og brjóta í berhögg við þjóðarvilja.

Annað veifið heyrast þær raddir að banna eigi þingmönnum að hafa langt mál um slík mál. Það væri mikið óráð. Eða vilja menn virkilega að kæfa stjórnmálaumræðu í landinu? Þöggun á þingi myndi vera skref í þá átt.“

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:36

11 identicon

Hef fylgst með alþingi, á vefnum síðustu daga.  Sumir þeirra eru farnir að svara sjálfum sér.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:48

12 identicon

Ég reyndar skil ekkert í því að vilja gera hlé vegna sjónvarpsútsendingar, þó það sé frá framboðsfundi.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:57

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tómas: Að þagga niður í einræðum og söng þingmanna Sjálfstæðisflokksins væri dásamlegt, fyrir þjóðina.

Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 20:20

14 identicon

Sigurður Kári veitir Sigurði Kára andsvar. þetta er annað andsvar. 1 mínúta takk.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:41

15 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Sjálfstæðismenn !

Satt best að segja..............fer þeim betur að þegja !

Þeir geta þakkað það Guði að hinir mætu menn Sjálfstæðisflokksins  sem nú eru gengnir...... skuli ekki þurfa að horfa upp á þessi ósköp.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 02:01

16 identicon

Hún telst nú tæpast fjaðrir, þessi ló sem þeir reyta af sér.

oliagustar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 07:05

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning vil ég ítreka það, sem ég hef áður látið fram koma á þessu bloggi, að ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður og sérstakur styrktarmaður flokksins. Það breytir því ekki, að ég tek ekki hverju er, sem mér er þaðan rétt.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.4.2009 kl. 08:14

18 identicon

Finnur.  Er það draumaþjóðfélagið þitt?

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:52

19 identicon

Margþvælda tuggu þarf stundum að þvæla áfram þar til fólk skilur.   Stjórn þingsins er í óefni og ber keim af handbragði forsætirsráðherra sem er ekki mikið fyrir samninga eða samráð.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:53

20 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þjóðin veltir því ekki fyrir sér. Hún mun horfa á þingmennina, sem þvældust fyrir því,

-að eignarhald hennar á auðlindunum yrði treyst með stjórnarskráratkvæði,

-að formið um stjórnarskrárbreytingar yrði einfaldað og þjóðin hefði síðasta orðið en ekki fulltrúar hennar,

-að reglur um þjóðaratkvæði yrðu skýrari og

-að þjóðin endurskoðaði stjórnarskrá sína, sem Alþingi hefur verið ófært um frá lýðveldisstofnun utan nokkurra plástra.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.4.2009 kl. 10:02

21 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég veit að sumir sjúklingar óska eftir áliti fleiri en eins læknis/sérfræðings, þegar tillaga er uppi um t.d mikla skurðaðgerð, þegar mein hefur verið greint.  Ætli megi ekki leggja einhver líkindi við slíkt og nú þegar flestir eru sammála um að gera verði breytingar á stjórnarskránni og fengist hefur fjöldi umsagna sérfræðinga um málið á Alþingi.  Nær undantekningalaust hafa umsagnir verið á þann veg, að mælt er með að skoða málið betur og rasa ekki um ráð fram.  Ég Þykist nokkuð viss um, að þótt t.d. Sigurbjörn Sveinsson væri ákveðinn í að skera sjúklinginn upp, þá myndi ég vilja að þeir sem mæltu gegn þessu með rökum, héldu uppi háværum mótmælum.  Kannski myndi slíkt koma í veg fyrir "slátrun" sjúklingsins.

Halldór Halldórsson, 7.4.2009 kl. 11:14

22 identicon

Þetta hefur kannske eitthvað með Drakasvæðið að gera?

Ég hef verið að senda út fjölpóst út á vefinn með áminningu um að gleyma nú ekki 3 þingmanni D listans og "fé án hirðis". Virðist byrja að gefa árangur. 

Komdu með eitthvað langt og gott fyrir páskahelgina.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:18

23 identicon

21)

Eins og þú örugglega veist, þá er það viðtekin venja og þægileg, að velja sér til stuðnings, það álit sem styður eigin skoðanir.  Þetta á sérstaklega við um Alþingi.  Það kom fjöldi mismunandi álita fram sem voru alls ekki á einn veg. Þess vegna er nauðsynlegt að þjóðin fái sem fyrst að endurskoða stjórnarskránna.   Alþingi hefur sýnt og sannað að það er ekki fært til þess. Við sem erum fæddir á dögum Kristján X, eigum heimtingu á því. Stagbætt allan tíman.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 12:11

24 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki treystir þjóð sinni.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki vill að völd færist frá þinginu til þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki vill að auðlindirnar verði gerðar að þjóðareign, ástæðan er sú að flokkurinn vill víla og díla með eigur okkar frekar en að láta þjóðina njóta ávagstanna.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem vill að kvótakerfið verði óbreytt. Sem gæti orðið til þess í framtíðinni að viðlíka uppákoma og nú er í þjóðfélaginu geti endurtekið sig.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem er trúflokkur, þetta er trúflokkur í þeirri merkingu að allir flokksmenn eru alltaf sammála forystunni, alveg sama jvaða skít þeir koma með og spillingu, þá eru flokksmenn alltaf sammála. Jafnvel þó sonu fyrrverandi formanns, frændi og spilafélagi séu ráðnir í feit embætti. Allir sammála um að það sé gott.

Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ert þú undirlægja?

Valsól (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:20

25 identicon

Þetta eru auðvitað sömu rök og þegar fólk segir að allir arabar séu múslimar og að allir múslimar séu arabar.  Það sér hver heilvita maður að slíkt stenst ekki skoðun.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:44

26 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Svo vill til að ég þekki nokkuð til vinnubragðanna á Alþingi hvað varðar innsendar umsagnir um þingmál.

1. Kvartað er undan stuttum tíma til að gefa umsögn. Fyrir því geta legið tvær ástæður. Annars vegar er að málefnaleg andstaða við þingmálið er á veikum rökum reist og vilji til álitsgjafar því takmarkaður. Hins vegar sanngjörn ósk um að fá að bera fram vandað álit og verður nefndasviðið oft við tilmælum um rýmri tíma.  Það er eftirsóknarvert fyrir þingnefndir að fá í hendur álit, sem einhver veigur er í.

2. Frá hagsmunaaðiljum, sem boðið er að gefa álit sín á þingmálum, er oftast að vænta skoðana, sem eru í dúr við raddir þeirra, sem samtökin mynda. Þannig taldi Sigurður Kári upp fjöldan allan af hagsmunasamtökum, sem gefið höfðu stjórnlagabreytingunni neikvæða umsögn. Var vart við öðru að búsat úr þeim herbúðum svo sem frá LÍÚ, orkufyrirtækjum og fl. Þessir aðilar hafa eðlilega engan áhuga á því að skerpst sé á eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindum með stjórnarskrárákvæði.  

3. Vitnaði ræðumaður síðan til álits Lögmannafélags Íslands  og var þá kallað fram í að þar væri á ferðinni álit upp á eina blaðsíðu. Mótmælti ræðumaður því ekki en dró fram að það væri álit lögmanna, að ekki bæri að ráðast í grundvallarbreytingar á stjórnarskránni án vandaðri undirbúnings. Mér þótti þetta forvitnileg tilvísun og varð mér úti um álitið. Það er stutt eins og bent var á í þinginu og tæplega er hægt að fallast á að í álitinu séu færð fullnægjandi efnisleg rök fyrir því að ekki eigi að ráðast í þessar endurbætur. Það er eins og skoðunin hafi verið fengin fyrirfram og lágmarksrök týnd til henni til varnar. 

"Að mati laganefndar eru þær breytingar á stjórnarskránni sem boðaðar eru með frumvarpinu í raun grundvallarbreytingar. Laganefnd áréttar mikilvægi þess að allar breytingar á stjórnarskránni séu gerðar að vel athuguðu máli og í mikilli sátt allra aðila, ekki síst þegar um grundvallarbreytingu er að ræða. Er það afstaða laganefndar að framangreindar breytingar þurfi frekari athugunar við og leggst nefndin af þeim sökum gegn samþykkt frumvarpsins eins og það er lagt fyrir."

Auðlindaákvæðið hefur verið rætt árum saman og þingnefndin hefur mætt gagnrýni um óljósa merkingu hugtaka með skýringum í nefndaráliti eftir 1. umræðu. Þjóðin vill fá ákvæði af þessu tagi inn í stjórnarskrána. Hin atriðin 3 eru sjállfsagðar endurbætur á rétti þjóðarinnar til að ráða málum sínum sjálf. 

Alþingi verður að taka af skarið.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.4.2009 kl. 17:22

27 identicon

Þó rök Halldórs Halldórssonar og Skúla Víkingssonar séu góð, er heilmikið til í orðum Valsól um Sjálfstæðisflokkinn.  Og þó í þeim flokki séu ekki allir andlýðræðislegir, virðist mér að flokkurinn í heild sé það.  Þeir líta í heild út fyrir að vera drulluhræddir við lýðræðið.  Eins andsnúnir valdi fólkins og manni finnst spilltir menn vera.  Það er e-ð bogið við þvergirðingsleg andmæli þeirrra.  Og kannski hjálpar það hinum flokkunum við að ná fylgi, hvað þeir líta illa út.  Og með veika forystu í ofanálag.  

EE elle (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband