Bestu meðmæli sem þessi framkvæmd getur fengið

Andstaða ungra sjálfstæðismanna eru bestu meðmæli fyrir þessa framkvæmd. Hún sannar enn á ný að Sjálfstæðisflokkurinn er heillum horfinn og í engum takti við þarfir mannlífsins hér á Fróni. Að leggja stein í götu menningarinnar og "snúa hana hægt úr hálsliðnum" eins og Guðni Guðmundsson orðaði svo vel eru þeirra ær og kýr. Þeir gera sér enga grein fyrir að sé menningunni ekki sinnt amk. á svipaðan hátt og gert er annars staðar, þá verður atgervisflóttinn enn frekari héðan og fólkið mun kjósa að búa þar en ekki hér.  En þetta skilja Sjálfstæðismenn ekki. Þeir eru enn í björgum sinnuleysisins eða jafnvel rænuleysisins sem þeir fóru fram af fyrir misserum.
mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

SUS gagnrýnir bygginguna fyrir að fara fram úr áætlunum og illa meðferð á almannafé.

Þeir geta trútt um talað...

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvar vilt þú skera niður 80 milljarða, til að byrja með? Ef minni skref verða tekin mun niðurskurðurinn verða enn dýpri síðar.

Síðasta ríkisstjórn kom Íslandi á hausinn en núverandi stjórn þorir ekkert að gera og engu að breyta.  

Ég lýsi eftir stjórnmálamönnum sem þora að segja sannleikann:  Framundan er tími uppsagna og launalækkana.  

Sigurður Þórðarson, 26.5.2009 kl. 16:29

3 identicon

Endemis vitleysa sem kemur úr þér.

Hvaðan ætlarðu að taka þá peninga sem þarf til að ljúka framkvæmdum?  Hvar ætlarðu að skera niður?  Svaraðu þessu og haltu svo áfram að gagnrýna tillögur SUS.

Gísli (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:30

4 identicon

Þarna talar læknir sem er á ríkisspenanum og þarf ekki að hafa áhyggjur, hann vill halda áfram að mæta í Óperuna og á Sinfoníutónleika, ekkert má raska lífsgæðum hanns á meðan stór hluti þjóðarinnar hefur ekki til hnífs og skeiðar. Skammastu þín Sigurbjörn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:44

5 identicon

Það er enginn að leggja stein í götu menninga og lista. Besta lausnin væri að efna til hugmyndasamkeppni um hvernig best væri að pakka húsinu inn næstu 10 árin eða svo. Kostar sennilega ekki meira en 50 milljónir, smáaurar í samanburði við milljarðana sem það kostar að reysa húsið. Þarna gætu bestu listamenn á Íslandi sett hausinn í bleiti, en sennilega myndi einhver Þýski listamaðurinn hreppa hnossið því þeir eru vanir slíkum gjörningi. Sjáið þið tónlistarhúsið fyrir ykkur innpakkað í fagurbláan segldúk með silfurlitaðri slaufu?

Kalli (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:01

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó þetta tónlistarhús rísi ekki mun óperuflutningur ekki leggjast af og sinfóníutónleikar munu halda áfram. Af því að fólk hefur gaman af músik. Eitt er að vera á móti byggingu þessa tónlistarhúss af ýmsum ástæðum en ég undra mig oft á þeim beina menningarfjandskap sem kemur fram í skrifum og ekki síst athugasemdum um tónlistarhúsið og kemur t.d. vel fram í athugasemd Ómars.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2009 kl. 17:04

7 identicon

Ég er alveg sammála þér Sigurbjörn.

SUS menn ættu að líta sér nær áður en þeir fara að lýsa yfir svona þvælu.

Hvað með allar íþróttahallirnar sem hafa risið út um allan bæ.

Hvað segja SUS menn við þeim?

Þorri Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:21

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta var bruðl frá upphafi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 18:25

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tónlistahúsið hafði aldrei átt að vera samþykkt

Alexander Kristófer Gústafsson, 26.5.2009 kl. 22:18

10 identicon

verst að við gátum ekki klárað þetta dæmi fyrir hrunið

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:38

11 identicon

Tónlistar- og ráðstefnuhöllin hefur aldrei snúist um menningarstarf, þetta virðist vera útbreiddur misskilningur. TRH var gróðabrall útrásarvíkinga sem stukku á tónlistarhúsvagninn til að tryggja samvinnu ríkis- og borgar við sig. Húsið er allt of stórt, allt of dýrt og á fráleitum stað miðað við þarfir sinfóníu og óperu. Best væri að horfast í augu við veruleikann og brjóta niður það sem komið er af TRH, það væri "mannaflsfrek framkvæmd". Um leið ætti að hefja undirbúning nýs tónlistarhúss sem byggt væri í kringum þarfir óperu og sinfóníu og finna því heppilegri stað en þarna í særokinu. Slíkt hús þarf ekki að kosta nema þriðjung eða helming af því sem ríki og borga eiga eftir að leggja í glyshöllina ef haldið verður áfram með hana.

Bjarki (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 08:19

12 identicon

Tónlistarhúsið var algjör tímaskekkja þegar farið var af stað með það. Enn ein stórframkvæmdin sem sett var í gang á gengdarlausum þenslutímum sem urðu m.a. vegna annarra stórframkvæmda. Skárra hefði verið að safna fyrir skriflinu í góðærinu og setja framkvæmdina síðan í gang þegar kreppan hófst. Ég held að enginn sé andstæðingur tónlistarhúss í sjálfu sér, slíkt væri fráleitt, en það er hægt að vera andstæðingur þess hvernig farið er að hlutunum.

Í þeirri sannleiksfælni sem nú ríkir í þjóðfélaginu er mikið gargað á Keynesískar lausnir til þess að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Það gleymist (viljandi?) að taka fram að til þess að notast við þessa aðferðafræði hefur ríkið aðeins tvö úrræði: Skuldsetningu eða seðlaprentun. Hvorug lausnin er góð og hvað skuldsetningu varðar þá má ríkissjóður ekki vera svo skuldugur fyrir að ekki sé hægt að bæta við, sem er sennilega tilfellið hjá okkur núna.

Ég get því ekki annað en verið sammála Sigurði Þórðarsyni hér að ofan um það að hjá stjórnmálamönnum er nú mikill skortur á sannsögli.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:54

13 Smámynd: Hlédís

Flókið, erfitt mál.

Ég skil SUSa-greyin og held ekki að þeir stingi upp á þessu í "menningarfjandsamlegum" tilgangi. Flottræfilshátturinn ætlar að verða okkur dýr, einn ganginn enn.

Hlédís, 27.5.2009 kl. 10:58

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg sama hvort þið eruð með eða á móti Tónlistarhúsinu, þá er það hálfbyggt nú þegar og tilvist þess þar með orðin staðreynd. Vilijð þið láta það standa fokhelt eins og opið sár í miðbæ höfuðborgarinnar um ókomin ár? Hélt að fólk á ykkar aldri hefði lært þessa lexíu þegar Þjóðarbókhlaðan var í byggingu, frá því áður en ég fæddist og fram að fermingu! Eða Hallgrímskirkju, sem kostaði meira í viðhaldi á byggingartímanum en fór í bygginguna sjálfa.

Það þarf að hugsa svona dæmi alla leið, annars er það bara eins og brandarinn um Hafnfirðinginn sem var að reyna að synda til Vestmannaeyja, en sneri svo við þegar hann var kominn langleiðina vegna þess að hann var orðinn of þreyttur til að halda áfram.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 21:18

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér að ofan þar sem stendur "fokhelt" átti auðvitað að standa hálffokhelt.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 21:20

16 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er góð samlíking og mælir með verklokum, hvað sem öðru líður. Gaflararnir eu oft til fordæmis.

Sigurbjörn Sveinsson, 27.5.2009 kl. 23:00

17 identicon

Húsið er of dýrt og óþarflega stórt.   Líka vil ég hafa opið út á sjóinn og ekki háhýsi fyrir honum.

EE elle (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:33

18 identicon

Hvar voru þessir andstæðinga tónlistarhúss, fyrir hrun??

Það heyrði minnstakosti ekki mikið í þeim.  TRH verður tekjulynd að lokum.

Þarf ekki rökstyðja það, eða hverjar eru gjaldeyristekjur landsmanna  af t.d. 1000 -1500 manna ráðstefnu ?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:50

19 identicon

tekjulind

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:31

20 identicon

Ég get svarað fyrir mig Ólafur, en ekki hina.  Ég bara áttaði mig ekkert á þessu fyrr en fyrir um 1/2 ári hvað byggingin ætti að vera fokdýr og mikilfengleg.  Og líka, núna vitum við það sem við vissum ekki: Að efnin/peningarnir fyrir byggingunni voru bara plat

EE elle (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:36

21 identicon

EE og fleiri.

Það er kannski eðlilegt, að láta plata sig  af KR ingnum og leiksjórnanda West Ham.  En málið snýst um hvernig við drögum okkur upp úr kviksyndinu, sem byggingin er komin í.   Öll rök hníga að því að halda áfram.  Gaflarnir hafa oft (stundum) rétt fyrir sér.  Hriflu Jónas og fleiri byggðu fjölda héraðsskóla, sundhöllina og Landsspítalann, mitt í kreppunni miklu, 1929........

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 19:39

22 identicon

Óli, Óli...þarna er Frammara rétt lýst þegar hann reynir að klína hruni á KR. KR á engan þátt í þessu og ég frábið mér að þú dragir þetta besta lið VERALDAR inn í umræðuna. Ekki hafa KR-ingar kennt Frömmurum um hrunið þó svo að Hannes Smárason sé Frammari ;)

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 23:00

23 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Strákar! Ekki missa ykkur.

Sigurbjörn Sveinsson, 1.6.2009 kl. 19:42

24 identicon

þetta er allt á laufléttu nótunum..

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband