Samkomubann ekki sjálfsagt

Fólki með influensulík einkenni fjölgar. Langtum fleiri hafa veikst með svipuðum einkennum án þess að tekin hafi verið öndunarfærasýni eða svínaflensa fundist í þeim, sem fengin hafa verið sýni frá. Það er ljóst að aðrar veirur, sem valda svipuðum einkennum og N1H1, eru á ferð í samfélaginu og að N1H1 veiran sú sem kennd er við svín veldur ekki alvarlegri sjúkdómi en hín hefðbundna flensa, sem heimsækir okkur nánast árlega.

Ég lít svo á, að engin rök mæli með þvingunaraðgerðum af hálfu stjórnvalda að svo stöddu og að halda beri öllum kostnaðarsömum aðgerðum til kortlagningar og til að hefta útbreiðslu flensunnar í algeru lágmarki.


mbl.is Enn fleiri svínaflensutilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ég sé búinn að fá þetta... ferlega slöpp flensa... svo slöpp að ég vann allan tímann og stuðlaði því að útbreiðslu hennar ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Veistu hvort þeir sem tala um að flensan versni í haust og vetur reikna með að það verði óbreitt N1H1?

Ef svo er er þá ekki til bóta að sem flestir hafi myndað mótefni meðan hún er svona væg?

Eitt enn. Hvað er reiknað með að langur tími líði frá smiti þar til einkenni koma fram?

Það gleður mitt gamla húsmæðrakennara hjarta að sjá leiðbeiningar um handþvotta loksins komnar upp við vaska mjög víða.

Hólmfríður Pétursdóttir, 25.8.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ef hjúpgerðin H1N1 breytist ekki þá hafa þeir varanlegt ónæmissvar, sem veikst hafa. Veiran getur hins vegar stökkbreyst hvað varðar veikindi, sem af henni hljótast. Það þarf ekki að breyta mótefnavakanum og þar með ónæmi þeirra, sem hafa veikst.

Ef það er rétt, að líkur aukist á stökkbreytingu veirunnar eftir því sem fleiri eru veikir á sama tíma, mælir það með sérstökum sóttvörnum. Auk þess er það hagkvæmara fyrir rekstur þjóðfélagsins að hæfileg dreifing veikindanna sé í samfélaginu.

Ég veit að þetta er ekki afdráttarlaust svar við vangaveltum um hvort heppilegt sé að sem flestir veikist sem fyrst en sýnir hins vegar viðfangsefnið í hnotskurn.

Sigurbjörn Sveinsson, 25.8.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Svo virðist sem einhver veira sé í gangi sem veldur hálsbólgu og vægu kvefi án hita. Einhverjir hafa farið til læknis og fengið þau svör að þetta sé ekki svínaflensa og þeir megi fara í vinnu. Það virðist því vera margt á sveimi þessa dagana. En er meiri hætta á stökkbreytingu ef fólk er að fá svínaflensuveiru á sama tíma og einhverja aðra veirusýkingu? Fylgir hár hiti svínaflensuveirunni? Veistu hvar maður getur séð tölfræðina um komur á læknavaktina á Smáratorgi?

Hansína Hafsteinsdóttir, 25.8.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Um það, hvernig veirur deila með sér erfðaefni er ég ekki sérfróður og get því ekki svarað fyrstu spurningu þinni.

Hár hiti er eitt af höfuðeinkennum svínaflensunnar eins og annarrar influensu.

Upplýsingar um tölfræðina á Læknavaktinni eru ekki á hvers manns borði en sóttvarnalæknir/landlæknir fær reglulega yfirlit yfir smitsjúkdóma, sem þar eru greindir þ.m.t. influensugreiningar. Flestar þeirra greininga byggja á klínisku mati læknanna og eru ekki studdar frekari greiningum í rannsóknastofunni. 

Sigurbjörn Sveinsson, 26.8.2009 kl. 09:16

6 identicon

Mér nægir að ergja mig yfir N1

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband