Kapellan í Vatnaskógi

Kapellan í VatnaskógiMargir drengir hafa dvalist í Vanaskógi sér til ánćgju og yndis. Ţađ eru áreiđanlega enn á lífi drengir á nírćđis- og tírćđisaldri, sem eiga dýrmćtar minningar um tjaldbúđavist í Vatnaskógi á 3. og 4. áratug liđinnar aldar. Gamli skálinn í Vatnaskógi var byggđur í upphafi seinna stríđs og lauk ţar međ vist Skógarmanna í tjöldum.

Kapellan í Vatnskógi, sem reis 1949, á stóran sess í ljúfum minningum Skógarmanna allt fram á ţennan dag. Ţađ sanna tilsvörin, ţegar ţeir svara ţví, hvers ţeir minnast frá dvöl ţar á ćskuárum. Nokkrir ungir Skógarmenn á ţeim tíma höfđu forgöngu um ţessa byggingu. Međal annarra voru ţar fremstir í flokki Ađalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiđur og síđar kennari viđ Iđnskólann í Reykjavík og Bjarni Ólafsson húsasmiđur og síđar kennari viđ KÍ. Bjuggu ţeir kapelluna af miklu listfengi og má enn sjá innlagđa skreytingu Ađalsteins og útskurđ  í húsinu ósnertan og óskemmdan frá fyrstu tíđ. 

Eins og öll önnur hús, ţá ţarf kapellan viđhald og var endurnýjun ţaks orđin mjög ađkallandi. Nokkrir fullhugar réđust í ţessa framkvćmd liđiđ sumar og prýđir nú endingargóđ koparklćđning ţakiđ húsinu til varnar um ókomin ár.

Einangrun ţaksins er ólokiđ og gert er ráđ fyrir ađ allt ţetta fyrirtćki kosti um 3 milljónir króna. Um ein milljón hefur ţegar safnast en afgangurinn bíđur ţess ađ velunnarar Vatnaskógar rétti hjálparhönd, hver eftir sinni getu.

Reikningur verkefnisins er: 0101-05-192975, kt. 521182-0169  

Ég vil nota bloggsíđu mína um ţessi jól til ađ koma ţessu ţarfa verki á framfćri um leiđ og ég fćri ykkur bestu óskir um gleđileg jól og farsćld á nýju ári. Ţakka ég öllum sem komiđ hafa viđ hjá mér á árinu og ennfremur athugasemdir viđ skrif mín, sem flestar hafa veriđ  mér vinsamlegar og allar málefnalegar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband