Bloggfćrslur mánađarins, október 2009

Kári fćr jákvćđ andsvör frá samfélaginu

Ţađ er löngu tímabćrt. Ţćr rannsóknir, sem hann hefur stađiđ fyrir međ samstarfsmönnum sínum, eru sjálfsagđar, ţegar litiđ er til ţeirrar ţekkingar, sem hann byggir á. Hin meinta blessun, sem af ţessum rannsóknum kann ađ hljótast fyrir mannkyn allt er enn óljós, en Kári hefur svo sannarlega hlaupiđ međ kefliđ ađ sínu leyti og rétt ţađ til nćsta hlaupara á fullri ferđ.
mbl.is Kári fćr verđlaun fyrir rannsóknir í lćknavísindum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Betur verđur ţađ varla orđađ;

ţetta, sem mörgum er í hug ţessa dagana.http://tmm.forlagid.is/?p=1876


 


Kynslóđin óseđjandi: Látum börnin borga!

Ég átti brýnt erindi í miđbć Reykjavíkur í morgun. Á Miklubrautinni var ţétt setinn bekkurinn ađ venju. Bensar og Bímerar, jeppar jafnt og drossíur, flutu áfram í fagurlega sköpuđum röđum og víđa mátti sjá logandi GPS-tćki á mćlaborđunum. Mín kynslóđ var á leiđinni í vinnuna og ef bílaflóđiđ rann ekki nógu ljúflega fram var ekiđ upp á gangstéttar eđa sprett úr spori eftir ađreinum öđrum ćtluđum eđa línum fyrir almenningssamgöngur.  Allt var ţetta eins og áđur.  Hver mađur í sínu ríki og enginn vegur ađ átta sig á hver sat í sínu léni eđa annars eđa hvort umbúđirnar voru verđskuldađar eđa hrifsađar.

Ţađ var eins og skuldadagarnir vćru víđsfjarri og víxlarnir fyrir glćsikerrunum og einbýlishúsunum, sem viđ hurfum frá í morgun, ekki fallnir í gjalddaga. Og grátstafirnir:  „ekki ég, ekki ég, viđ krefjumst afskrifta“, áttu sér engan samhljóm í ţessari mergđ.

Skuldir, sem orđiđ hafa til í útlöndum og guđ má vita ađ hve miklu leyti hafa rekiđ á okkar fjörur, eru sagđar á annarra ábyrgđ og ţađ helst á könnu sparifjáreigenda ţ.e. almennings í nágrannalöndum okkar. 

„Ekki ég, ekki ég“, emjar mín kynslóđ. „Viđ berum enga ábyrgđ á ţeim stjórnvöldum, sem viđ kusum til leiđsagnar.“

Ţegar ríkissjóđur, hafandi tekiđ á sig ţessar óvćntu byrgđar, sem fylgdu óráđsíunni, er í brýnni tekjuţörf og vill hćkka skatta til ađ mćta henni,  er lausnin dregin upp úr pípuhattinum:

„Látum börnin borga“

Úr hattinum er dregiđ ţađ ţjóđráđ ađ skattleggja lífeyrisgreiđslurnar strax og gjöra lífeyrinn skattfrjálsan síđar.  

Allt er ţetta slétt og fellt á yfirborđinu. Eigendur fjármunanna, vćntanlegir  lífeyrisţegar, finna ekki fyrir neinu. Hlutur ţeirra verđur óbreyttur ţegar fram í sćkir.  Og ţađ sem meira er: Svigrúm ţeirra til neyslu núna verđur óbreytt vegna ţessa nýja skattstofns og ţar međ lćgri skatta en ráđ er fyrir gert.

En hver er svo niđurstađan, ţegar dćmiđ er til enda hugsađ?  Börnin okkar, sem áttu ţennan skattstofn í vćndum til ađ standa undir velferđ okkar kynslóđar og heilbrigđisţjónustu í elli okkar, eru svipt honum.

Og til hvers?

Til ađ rýmka um fjárhag okkar eftir lifnađ um efni fram á liđnum árum?

Er ţađ ţetta, sem viđ viljum?


Fellur VG á prófinu?

Ţađ er raunalegt ađ fylgjast međ Steingrími J. ţessa dagana. Ótrauđur berst hann heima og heiman fyrir hagfelldri niđurstöđu í fjármálaóreiđu ţjóđarinnar og reynir ađ forđa slysalegri brotlendingu hennar. Jafnframt berst hann fyrir lífi ríkisstjórnarinnar, sem hangir á bláţrćđi vegna yfirvofandi hjađningavíga í ţingflokki VG. Yfirvarpiđ er Icesave en hin raunverulega ástćđa virđist djúpstćđari og ágreiningur komiđ fram í öđrum málum fyrr í sumar. Ţetta er afleit stađa, ţar sem ţjóđin hefur ekki annan fugl í hendi en ţessa ríkisstjórn, ţó tveir ţykist í skógi. Mađur spyr sig hvađ veldur.

Rćđur afbrýđi för?

Er Ögmundur verkalýđsforingi feginn ađ vera laus viđ ţađ hlutskipti ađ standa fyrir uppsögnum hundruđa ríkisstarfsmanna í heilbrigđisţjónustunni?

Hafa menn falliđ fyrir ţeirri freistingu ađ láta ađ vilja almannaálitsins fyrir stundarvinsćldir?

Eru hugsjónamenn eins og Ögmundur óstjórntćkir, ţar sem ţeim er ekki gefiđ ađ víkja minni hagsmunum, sem styđjast viđ prinsríp, fyrir meiri? Berjast heldur um hvern lófastóran blett á vígvelli stjórnmálanna?

Sjónarandstađan rekur klassíska stjórnarandstöđu viđ algerlega óklassískar ađstćđur.  Hún er tilbúin til ađ leggja ţjóđina undir til ađ ná markmiđum sínum. Á međan foringi annars stjórnarflokksins fer utan og er fjarri vopnum sínum leggja ţingmenn hans á ráđin um uppreisn í flokki hans. 

Er nokkur furđa ţó hér sé á skerinu hnípin ţjóđ í vanda?

Eđa verđur ţađ sagt um Steingrím og ţessa tíma ţegar frá líđur svo vitnađ sé í Churchill:  "That was his finest hour."


mbl.is Hefur trú á ađ stjórnin lifi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nýta ber kreppuna eftir kostum

Eitt og annađ í íslensku ţjóđlífi hefur snúiđ til góđs viđ hruniđ. Ţjóđin hefur staldrađ viđ og endurmetiđ margvíslega hluti og lagt ósiđi til hliđar, sem hún var búin ađ temja sér. Kreppuna, sem fylgir hruninu, má og á ađ nota til svipađra hluta.

Kreppan gefur tilefni til ađ endurskipuleggja ţćtti, sem áđur var ómögulegt ađ taka á vegna kerfislćgrar andstöđu. Allir sparnađartilburđir fyrri tíma hafa ţví byggst á flötum niđurskurđi enda auđveld leiđ til ađ sýna fram á, ađ jafnrćđis sé gćtt viđ ţćr ákvarđanir.  Ţessi ađferđ hefur hins vegar haft í för međ sér sleifarlag gagnrýnislausrar hugsunar í einstökum ríkisstofnunum og flata kostnađaraukningu í kerfinu, ţegar betur árađi.

Ţví er sjálfsagt ađ taka undir viđvörunarorđ Huldu Gunnlaugsdóttur, ţegar hún varar viđ flötum niđurskurđi á Landspítala. Kreppan veitir tćkifćri til ađ styrkja heilbrigđan sjúkrahúsrekstur ríkisins međ sértćkum og vel skilgreindum niđurskurđi.


mbl.is Flatur niđurskurđur hćttulegur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband