Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Enn gengur Agnes erinda útgerðarmanna og eigenda Mbl.

Þorgerður sýndi þrek og þor í gær. Formanninum vafðist hins vegar tunga um höfuð og var augljóst að munnurinn mælti ekki af gnægð hjartans. Það er skömm að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru í raun fylgjandi aðildarumsókn, skildu ekki fylgja sannfæringu sinni að frágengnum breytingatillögunum. Skagamaðurinn úr Mosfellssveitinni fór þar aðrar leiðir.
mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunsæið af skornum skammti hjá stjórnarandstöðunni

Forusta VG hefur sýnt verulega þrautseigju og úthald í gífurlega erfiðu máli og tekið þá lýðræðislegu afstöðu, að þjóðin fái tækifæri til að taka afstöðu til ESB þegar efnisatriði samnings liggja fyrir. Baráttan um ESB-aðild verður þá vonandi málefnaleg en ekki byggð á hindranaleik eins og amrískur fótbolti.

Staða Sjálfstæðisflokksins verður sorglegri með hverjum deginum og tímabært að hugsa sér til hreyfings.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðar árina og ræðarann

Leiðin að Olympíuleikvanginum í Barcelona lá um langar brekkur og þótti flokka hafrana frá sauðunum. Engin tillaga kom fram um að haga þessu öðruvísi né að jafna brekkurnar.
mbl.is Ósátt við skipulag hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband