Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Árstíđaferđ um innri mann

og Sćfarinn sofandi eru ljóđabćkur, sem komu út hjá Iđunni 1992. Ţá var kreppa í íslensku efnahagslífi. Samt sáu menn ástćđu til ađ fjárfesta í menningu og skáldskap eđa međ öđrum orđum áhćttu.

Ţessar bćkur liggja á náttborđinu mínu. Hugsiđ ykkur Matthías og Ţorstein frá Hamri hvorn ofan á öđrum. Manni detta í hug Ástir samlyndra hjóna. Ekki fjarri lagi. Ástir ólíkra einstaklinga takast oft betur en líkra. Ástir líkra enda stundum međ stöđutöku og kúgun. Á slíkt reynir ekki í samdrykkju Matthíasar og Ţorsteins. Ţar er jafnrćđi afar ólíkra einstaklinga. Annar flćđandi og extrovert, hínn naumur og introvert. 

Ţó er ţetta ekki alls kostar rétt. Stundum er Ţorsteinn barnslegur og Matthías eins og gestaţraut.

En ilmurinn af skáldskapnum fylgir ţeim báđum.

Hvernig varđ ljóđlistin til, myndlistin, tónlistin? Viđ hvađa ađstćđur fullnćgđu hljóđ hversdagslegra úrlausna ekki manninum lengur?  Var etv. ekkert sérstakt upphaf? Var hugsunin alltaf samsíđa sjálfri sér? Ţessu er erfitt ađ svara. Enda kannski engin sérstök ástćđa til ţess. Ekki ef viđ njótum ljóđanna hér og nú.

Međ Matthías og Ţorstein á náttborđinu? Eđa í fanginu?

Ţorsteinn er alltaf ađ. Hann vaknar til ljóđsins hvern morgun, vinnusamur og leggur frá sér smíđisgripinn ţegar hallar degi. Og svo sjáum viđ nýja afurđ hvert ár. Trúfastur meitlar hann unađ í orđ.

Matthías er ástríđuskáld. Goshver. Í Árstíđaferđ um innri mann er síbylja, fróun ástarinnar, sem er í fóstbrćđralagi viđ endurtekninguna. Sú endurtekning framkallar sefjun fullnćgingarinnar. Hugurinn flćđir inn á sléttlendi átakalausra hughrifa eftir engan sérstakan forleik. 

Er eitthvađ ljós í svartnćtti ţessarar kreppu?


Samstćđur

Á bak viđ myrkur

lokađra augna

lifir hún,

hrakin og bernsk.

 

Sjálfsmynd er dregin

í myndlausri skuggsjá

orđvana hugsana.

 

Vefur vođfelldrar kúgunar

er strengdur 

í fágađa hefđ.

 

Á bálk er bundiđ

vćngstíft hrak.

Á bak viđ myrkur

lokađra augna

er lifandi sál.

 

Á bak viđ lognmjúkt myrkur 

lokađra augna

ert ţú.


Samkomubann ekki sjálfsagt

Fólki međ influensulík einkenni fjölgar. Langtum fleiri hafa veikst međ svipuđum einkennum án ţess ađ tekin hafi veriđ öndunarfćrasýni eđa svínaflensa fundist í ţeim, sem fengin hafa veriđ sýni frá. Ţađ er ljóst ađ ađrar veirur, sem valda svipuđum einkennum og N1H1, eru á ferđ í samfélaginu og ađ N1H1 veiran sú sem kennd er viđ svín veldur ekki alvarlegri sjúkdómi en hín hefđbundna flensa, sem heimsćkir okkur nánast árlega.

Ég lít svo á, ađ engin rök mćli međ ţvingunarađgerđum af hálfu stjórnvalda ađ svo stöddu og ađ halda beri öllum kostnađarsömum ađgerđum til kortlagningar og til ađ hefta útbreiđslu flensunnar í algeru lágmarki.


mbl.is Enn fleiri svínaflensutilfelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Arfurinn

Á spunaţrćđi

í hörpu örlaganna

hangir fjađrađur sendibođi

válegra tídinda.

 

Töfrar söngs

og vćrđ í ćđum

í skugga óvćntra erinda,

unađur og lausn...

 

...um boga himins,

ţangađ sem laufiđ féll

á saklaust hold.


Ţar skriplađi á skötu

Útreiđatúr, reiđtúr, ekki útreiđaferđ. Mogginn er orđinn fullur af ambögum og stafsetningarvillum. Ţađ er hans framlag til hrunsins. 
mbl.is Ólafur Ragnar slasađist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband