Bloggfćrslur mánađarins, desember 2010

Hvernig hefđu ţeir fariđ ađ Mandela og Kristur?

Ég horfi stundum á fuglana út um gluggann heima hjá mér. Starrarnir berast um í hópum. Ţeir virđast flögra stefnulaust frá einum stađ til annars og ómögulegt er ađ sjá hvađ rćđur för ţeirra. Kannski brestur í grein eđa opnađur er gluggi. Ţegar líđur á daginn stćkkar hópurinn. Ţá er markmiđiđ orđiđ ljósara - ađ fara í öruggan náttstađ. Ţetta er svolítiđ svipađ međ ţjóđina. Hún flögrar frá einni hugsun til annarrar. Ţađ er eins og hún sé á ferđalagi í vandrćđum sínum. Ljóđ er ferđalag frá einni hugsun til annarrar sagđi skáldiđ á sinni tíđ. Ţađ er tćplega hćgt ađ kalla okkar tíma ljóđ og enn síđur skáldskap. Til ţess eru ţeir alltof raunverulegir.

Ţađ er auđvelt ađ blaka viđ hugsun ţjóđarinnar. Sú ađferđ er notuđ til ađ hrekja hana af leiđ. Nú fer orka hennar í ađ velta fyrir sér sundurlindi á stjórnarheimilinu, upplausn vinstri manna og meintu framhjáhaldi. Ţetta virđist skipta öllu máli nú.   

Ţađ er ţćgilegt líf ađ stjórna svona ţjóđ, sem telur ţađ sitt brýnasta verkefni ađ rćđa, hvort ţremenningarnir hafi greitt einu eđa öđru atkvćđi vegna grundvallarsjónarmiđa eđa hefnigirni.

En saman mun ţjóđin finna sér öruggan náttstađ - eins og fuglar himinsins.

Ţannig bloggađi ég í desember 2008 ađ breyttu breytanda. Bent hefur veriđ á ađ ekkert hafi breyst í ţjóđfélaginu frá hruni og má ţađ til sanns vegar fćra. Sökin er tćplega fárra og enn síđur einhverra annarra en okkar. Breytingin kemur ađeins međ okkur, međ nýjum tímum og siđum, sem viđ stöndum fyrir.

Hvernig hefđu ţeir fariđ ađ Mandela og Kristur? Hefđu ţeir orđađ hugsanir sínar eins og víđa má sjá á blogginu nú um stundir?

Gleđileg jól.


Bókmenntaelítan kiksar

Viđ fengum fregnir af ţví fyrir nokkrum dögum, ađ Svari viđ bréfu Helgu og Hreinsun hafi veriđ hampađ af bóksölum fyrir ágćti. Fleiri dómar hafa falliđ á sömu lund undanfarnar vikur. Ég verđ ţví miđur ađ lýsa mig ósammála niđurstöđum ţessa ágćta fólks.

Hreinsun Sofi Oksanen er vissulega vel ţýdd skáldsaga af Sigurđi Karlssyni á íslensku. Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ sagan sjálf beri sömu einkenni. Oksanen hefur tekist ađ búa verkinu eftirtektarverđan ramma ţarna á "frímerkinu" í skógum Eistlands; henni ferst hin tćknilega úrlausn vel úr hendi. Frásagan er hins vegar full af tilfinningalausri smámunasemi, yfirborđskenndum persónum og ćvintýralegri atburđarás, sem styđst viđ smásmygli langt umfram ţarfir frásagnarinnar. Oksanen hefđi ţurft ađ ćfa sig á skinn.

Svariđ viđ bréfi Helgu er á margan hátt spennandi bók. Ţráđur sögunnar er frumlegur og hún er ákaflega íslensk, ef svo má ađ orđi komast.  Ţar liggur hins vegar veikleiki hennar einnig. Höfundur vill segja söguna međ tungutaki alţýđunnar eđa jafnvel einyrkja í íslenskri sveit. Útkoman er uppskrúfađur stíll, tungutak sem enginn hefur notađ í íslenskum sveitum, hvađ ţá ađ nokkur skilji nú til dags. Heimildarmenn eru sagđi ábyrgir fyrir textanum og ţekki ég ţar mann innanum.  Ekki ţekki ég til ađ hann hafi haft ţađ orđfćri sem frásögnin notast viđ ţó ég hafi kynnst honum fyrir 30 árum og ţekkt fram á ţennan dag.  Í stađ fallegrar ástarsögu situr lesandinn uppi međ eitthvert afskrćmi í texta og klám og jafnvel dýraníđ. Má ég biđja um ađra fegurđ.

Hana er ađ finna í Myndinni af Ragnari í Smára. Ţar eru á ferđinni fagurbókmenntir sem ţví miđur voru ekki réttilega vegnar til Íslensku bókmenntaverđlaunanna, talin međ heimildaritum. Bókin styđst ađ vísu viđ urmul heimilda en ţar međ er ţađ upp taliđ.  Hér er á ferđinni glćsileg skáldsaga, hugarsmíđ ţar sem íslensk menningarsaga um miđja síđustu öld er skrifuđ inn í fjóra daga í lífi Ragnars í Smára. Allar ástríđur hans, styrkur og veikleiki eru dregin fram međ undursamlegum dráttum. En hvers mátti ţessi bók í samkeppninni viđ risavaxiđ heimildarit um jökla. Dauđadćmd.

Ţađ kemur ekki á óvart ađ Kristín Marja og Eiríkur Guđmundsson skyldu hljóta verđlaun útvarpsins. Ţar er jafnan mennilega ađ verki stađiđ. Eiríkur skrifar áfengan stíl.


mbl.is Kristín Marja og Eiríkur verđlaunuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af ávöxtunum skulu ţér ţekkja ţá

Hér hefur náđst gleđilegur og mikilvćgur áfangi viđ raunhćft verkeni í útflutningi heilbrigđisţjónustu. Margir hafa sýnt ţessu áhuga en ekki viljađ leggja liđ. Vandađur undirbúningur og ekkert óđagot stađfestir, ađ verkefniđ er í góđum höndum  fjárfesta međ úthald. Ţeir munu njóta ávaxtanna og vćntanlega mun áhöfnin stćkka ţegar fram í sćkir.

Ţetta verđur mikilvćgt fyrirtćki í Mosfellsbć og arđsdamt fyrir ţjóđina.


mbl.is Samiđ um lóđ fyrir einkasjúkrahús
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvort er mikilvćgara ađ hjóla í Icesave eđa Steingrím J.

Hvađ sem öđru líđur ţá tel ég ţađ skynsamlega pólitíska forgangsröđun ađ ljúka ţessu Icesavemáli fyrst og hjóla síđan í Steingrím fyrir meint afglöp, ef menn telja ţađ réttmćtt. Menn eru greinilega partískir í ţessu og falla fyrir ţeirri freistingu, ţó ţjóđin ţarfnist annars.

 

Sjálfsréttlćtingarpistlarnir úr Hádegismóum svo sem Reykjavíkurbréf dagsins eru svo annar vandi. Forvitnilegt verđur ađ sjá hvernig forusta Sjálfstćđisflokksins bregst viđ fullyrđingunni um, ađ allt annađ en höfnun nýja samkomulagsins verđi svik viđ síđasta landsfund.  

Sjálfstćđisflokkurinn hefur veriđ forustuafl í utanríkismálum Íslands og dregiđ ađrar stjórnmálastefnur til lags viđ sig í friđsamlegum samskiptum viđ nágrannaţjóđirnar. Nú kveđur hins vegar viđ annan tón og virđist einangrunarhyggja ráđa ć meiru um afstöđu til pólitískra og viđskiptalegra samskipta viđ önnur lönd. Sú stefna mun aldrei gera annađ en ţjóna pólitískum stundarhagsmunum ráđandi afla í flokknum. 


Nú á ađ nota Moggann til illra verka

Tónninn var sleginn í morgun strax á forsíđu. Dregin upp dekksta hugsanlega niđurstađa fyrir ţjóđina ađ vinna úr. Icesave máliđ allt er áfellisdómur yfir mistökum viđ stjórn landsmála á síđasta áratug. Ţví má ritstjórn Moggans ekki til ţess hugsa ađ sátt náist viđ nágranna okkar og viđskiptamenn. Ţađ myndi draga í brennipunkt afglöpin. Ţá virđist betra ađ ala á sundurlyndi ţjóđarinnar og taka hćttu á ófyrirsjáanlegu tjóni.

Ég hef enn taugar til Moggans og ţeirra sem ţađ ráđa húsum. En nú eru ţeir á varasömum villigötum.


mbl.is „Ég ber ábyrgđ á Svavarsnefndinni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lánsamir stjórnmálamenn

sem nú eru ađ leiđa til lykta ţetta vandrćđabarn útrásarinnar. Viđ verđum ađ ná sátt viđ grannţjóđir og helstu viđskiptamenn. Einangrunarstefna er eyđandi, ţegar smáţjóđ á í hlut. Ofsinn, sem birtist í margvíslegu bloggi um ţetta mál er í takt viđ gorgeirinn, sem varđ okkur ađ falli.

Nú verđur forvitnilegt ađ fylgjast međ Bjarna Ben. og Sigmundi og klappstýrunni Ólafi Ragnari.


mbl.is Icesave-samningur í dag?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband