Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Á að ganga frá landlækni eftir 250 ár?

Þegar ný lög um landlækni voru í undirbúningi fyrir nokkrum árum fór það ekki á milli mála, að formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga var áhugasamur um að hjúkrunarfræðingar gætu orðið landlæknar. Þetta sjónarmið hlaut hvorki undirtektir hjá frumvarpssmiðum né löggjafanum.

Nú hafa hjúkrunarfræðingar vakið máls á þessari hugmynd að nýju og sett hana fram í vafningi um heilsufar þjóðarinnar almennt. Það dylst engum hvert markmiðið er með niðurlagi ályktunarinnar, sem birt er með þessari frétt.

Þeim ráðum hefur verið beitt, að hjúkrunarfræðingur úr heilbrigðisráðuneytinu hefur verið sendur til að leysa forstjóra Lýðheilsustofnunar af í barnsburðarleyfi en jafnframt falið að fara fyrir starfshópi um sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar.

Nú  er ekki annað eftir en að sjá, hvort óskir hjúkrunarfræðinga verði ekki uppfylltar undir stjórn þessa kollega þeirra.


mbl.is Vilja að yfirmaður beri starfsheitið forstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband