Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Á ađ ganga frá landlćkni eftir 250 ár?

Ţegar ný lög um landlćkni voru í undirbúningi fyrir nokkrum árum fór ţađ ekki á milli mála, ađ formađur Félags íslenska hjúkrunarfrćđinga var áhugasamur um ađ hjúkrunarfrćđingar gćtu orđiđ landlćknar. Ţetta sjónarmiđ hlaut hvorki undirtektir hjá frumvarpssmiđum né löggjafanum.

Nú hafa hjúkrunarfrćđingar vakiđ máls á ţessari hugmynd ađ nýju og sett hana fram í vafningi um heilsufar ţjóđarinnar almennt. Ţađ dylst engum hvert markmiđiđ er međ niđurlagi ályktunarinnar, sem birt er međ ţessari frétt.

Ţeim ráđum hefur veriđ beitt, ađ hjúkrunarfrćđingur úr heilbrigđisráđuneytinu hefur veriđ sendur til ađ leysa forstjóra Lýđheilsustofnunar af í barnsburđarleyfi en jafnframt faliđ ađ fara fyrir starfshópi um sameiningu Landlćknisembćttisins og Lýđheilsustöđvar.

Nú  er ekki annađ eftir en ađ sjá, hvort óskir hjúkrunarfrćđinga verđi ekki uppfylltar undir stjórn ţessa kollega ţeirra.


mbl.is Vilja ađ yfirmađur beri starfsheitiđ forstjóri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband