Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Aukinn líkamsþyngdarstuðull (BMI) á unglingsárum ýtir undir kransæðasjúkdóm á miðjum aldri

segir í nýrri rannsókn ísraelska hersins á 37000 karlmönnum skv. New England Journal of Medicine í morgun.  Um er að ræða bein tengsl hækkaðs líkamsþyngdarstuðuls við kransæðasjúkdóm án þess að falla undir skilgreinda offitu. Offitan tengist þróun sykursýki best um það leyti, sem sykursýkin greinist, en kransæðasjúkdómurinn á sér sterk tengsl við líkamsþyngdina bæði á unglings- og fullorðinsárum. Þessar niðurstöður styðja þá kenningu, að grunninn að heilbrigði kransæðanna er verið að leggja um ævi alla.

Eins og kunnugt er, þá hefur náðst mikill árangur í baráttunni við kransæðasjúkdóm bæði hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum. Fréttir af versnandi holdafari þjóðarinnar, ungra jafnt sem aldinna, vekja ugg um að við kunnum að eiga von á nýrri bylgju kransæðasjúkdóma þegar fram í sækir. 

 


Styrkir áætlanir um Vaðlaheiðargöng

Eins og áður hefur verið bent á á þessu bloggi, þá eru áætlanir um umferð við vegabætur venjulega varkárar og taka ekki mið af þeim samfélagslegu breytingum, sem vegabótunum fylgja.

Þessar tölur ættu að treysta fyrirætlanir um Vaðlaheiðargöngin.


mbl.is Meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en reiknað var með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir eignist Orkuveitu Reykjavíkur

Stök jarðvarmavirkjun er áhættufjárfesting. Hvoru tveggja endanlegt afl og rekstraröryggi til langs tíma er hverfult borið saman við vatnsaflsvirkjanir. Skuld, sem hefur ekki breiðari fót en eina slíka virkjun, er illa tryggð. Sú leið, sem hér er gerð tillaga um, það er, að fjárfestar taki að sér einstakar minni virkjanir, er í tilraun í Bandaríkjunum. Þar er tilganginum ekki leynt, að áhættan sé fjárfestanna en ekki móðurfélagsins, sem tengir virkjanirnar saman.

Það er mín skoðun að víkka eigi umræðuna og velta upp þeim möguleika, að lífeyrissjóðirnir eignist Orkuveitu Reykjavíkur með húð og hári. Þá gætu eggin orðið í fleiri körfum og breiðari fótur undir þeim skuldum, sem stofnað væri til. Sú fjárfesting þyrfti ekki að þíða meiri áhættu, en stofnað væri til með eignarhaldi á Hverahlíðarvirkjun. Hrein eign OR í fastafjármunum, veltufjármunum og óefnislegum eignum er ekki nema um 55 milljarðar króna og heildarskuldir 233 milljarðar. Hagnaður á síðasta ári var um 13 milljarðar. Lífeyrissjóðirnir ættu vel að geta fengið 3,5 % raunávöxtun fyrir þessa eign að ekki sé talað um 2,5% eins og allt bendir til að krafa verði gerð um í framtíðinni í nánast verðbólgu- og hagvaxtarlausu umhverfi.


mbl.is Jarðvarmaorkan í Hverahlíð heillar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband