Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Auðvitað er þetta um ofbeldi

Hvaða hundakúnstir eru þetta í verslunarmanninum. Það er ekkert hægt að misskilja þessa mynd og textann. Það verður engin eðlisbreyting á barsmíðunum við að stunda þær innan hrings. Á að reyna að telja okkur trú um að barsmíðar í hring séu siðvætt ofbeldi?

Sveiattan.


mbl.is Ekki stuðlað að ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari,

þáverandi forstjóri Landspítalans, hafði gjarnan á orði, þegar varað var við skorti á samkeppni eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, að spítalinn myndi ekki eiga í samkeppni innanlands heldur yrði samkeppnin við sambærilegar sjúkrastofnanir í nágrannalöndunum.

Magnús Pétursson reyndist sannspár í þessu, þó hann hafi vafalítið ekki grunað með hvaða hætti spádómar hans rættust.  

Það er átakanlegt að stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum og bankamönnum okkar daga hefur tekist með fjárglæfrum að verðfella krónuna og binda þjóðinni skuldafjötur þannig að heilbrigðisþjónustan og samfélagið í heild hefur enga burði til að keppa við nærliggjandi þjóðir um vinnuaflið. Við lifum við afstæða fátækt.

Mér bárust enn fréttir af því í gær að tveir læknar, kollegar mínir til margra áratuga, væru á förum til Noregs til að reyna fyrir sér þar á sínu sviði með það fyrir augum að flytja búferlum ef vel gengi.

Þetta ástand verður ekki lagað með því að kalla þá á teppið, sem vekja á þessu athygli.


Manfred Gerstenfeld er áróðursmeistari

sem á langan feril, sem talsmaður einhliða viðhorfa þröngsýnna sjónarmiða. Skoðanir hans falla ætíð með sjónarmiðum, sem hampa Gyðingum umfram aðra. Það má kalla það kynþáttafordóma. Hann leyfir enga gagnrýni á harðlínustefni stjórnarinnar í Ísrael. Grein hans er ómálefnaleg og fjallar minnst um utanríkisstefnu Íslands en eyðir mestu í að gera Íslendinga tortryggilega gyðingahatara og léttvæga fjárglæframenn.

Hann er einn af þeim mönnum, sem gera manni samúðina með Gyðingum erfiða og varpar skugga á glæsileg afrek þessarar þjóðar. Það jaðrar við að hann jafni gagnrýni á stjórnarstefnuna í Ísrael við gyðingaofsóknir. Er það trúverðugur málflutningur?

Athugasemdir við grein hans eru margar sorglegar og sýna, að enn er jafn auðvelt að vekja upp hatur á hinu ókunnuga og framandi meðal manna eins og það var á dögum þriðja ríkisins.


mbl.is Hata Íslendingar gyðinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert bendir til aukinnar hlýnunar

Hlýnað hefur; það er satt. Það má sjá bæði á gróðri og dýralífi að ekki sé tala um jökla. Blaðamaðurinn hefur sjálfsagt ætlað að minna okkur á, að hiti hafi aukist.


mbl.is Aukin hlýnun veldur breytingum í veiðivötnum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óraunhæfur verðsamanburður

Með verðsamanburði á þennan hátt gefur Eygló sér, að laun bænda og annar innlendur kostnaður gangi inn í verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða á sambafærilegu verði og í Bretlandi.

Svo er auðvitað ekki.

Með alvöru samanburði mætti etv. komast að því að landbúnaðarvara á Íslandi sé dýrari í raun en í Bretlandi. Íslensk landbúnaðarvara er og verður okkur hlutfallslega dýr. Lega landsins krefst þess; uppskeran er minni á flatareiningu. En við getum áreiðanlega keppt við útlönd hvað gæði varðar og sá þáttur gerir mér valið auðvelt.


mbl.is Segir verðlag hærra í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband