Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Ađţrengdir draumar

Ég átti lítinn fugl,

sem ţandi út vćngina

og dansađi međ handleggjunum.

Ţeir voru eins og sígrćnn vafningsviđur,

sem bođađi notalegt sumar

um  nákaldan vetur.

 

Fuglinn er orđinn of stór 

fyrir lófann minn.

 

Ţetta var ţegar myrkriđ

missti fótanna

og háaloftiđ fylltist af draumum,

sem urđu eins og bonsai tré

eđa blćđandi fćtur

í alltof ţröngum táskóm.

 


Tilbrigđi

Söknuđur ţinn

er silkimjúk sprengja,

sem fyrir löngu

hefur sprengt sig inn

í ţakklátt hjarta mitt. 

 

Úr nafla hennar

vex jöklasóley. 


Stjórnlagaráđsmenn fara um međ gífuryrđum

Ţorvaldur Gylfason segir, ađ "já" viđ tillögum stjórnlagaráđs geri ţćr óbreyttar ađ stjórnarskrá Íslands. Eiríkur Bergmann Einarsson segir, ađ "nei" viđ sömu spurningu geri frumvarp til nýrrar stjórnaskrár ađ engu og skjóti öllum stjórnaskrárbreytingum á frest um ófyrirsjáanlega framtíđ. Hafi ţessir menn báđir rétt fyrir sér, eru ţćr efnislegu spurningar, sem lagđar eru fyrir ţjóđina í kosningunum nćsta laugardag, markleysan ein.

Steininn tók ţó úr í útvarpsprédikun síđast liđinn sunnudag ţegar Örn Bárđur Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, sagđi lýđveldisstjórnarskrána undirstöđu misréttis og ófriđar í samfélaginu og ađ ţeir, sem legđust gegn tillögum hans og félaga um breytingar á henni, vera bófaflokka, sem reyndu ađ verja sérhagsmuni sína međ ţví ađ standa gegn stjórnarskrárbreytingunum.

Viđ höfum sem sagt náđ ţeim árangri, sem viđ blasir, ţrátt fyrir stjórnarskrána.

Međ orđ ţessara manna í huga tel ég skynsamlegt ađ meta handaverk ţeirra ađ nýju áđur en greidd verđa atkvćđi um ţau. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband