Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Hvað er líkt með ÓRG og forseta Þýzkalands?

Þjóðverjar eru viðkvæmir fyrir forseta sínum. Þeir eru sómakærir fyrir hönd leiðtoga sinna. Á þeim má helst ekki finna blett eða hrukku. Ekkert má minna á sem miður hefur farið, þegar sagan er skoðuð. Sagan er fleinn í holdinu. Nú hefur Vúlfí tekið pokann sinn. Hann var sýslunefndarmaður e-s staðar í Þýzkalandi áður en hann varð forseti. Líkt og ÓRG. Honum varð það á að fara í leyfi á kostnað vina sinna og jafnvel þiggja aðra velgjörð. Þjóðverjar vita vel hvað það þýðir. "Beneficium accipere libertatem est vendere",sögðu frændur okkar í Róm til forna og það barst auðvitað austur yfir Rín og norður yfir Dóná.

ÓRG er sífellt að þiggja velgjörðir frá hverjum þeim, sem býður,og við látum okkur í léttu rúmi liggja. Gamlir stjórnmálamenn og úr sér gengnir eru jafnvel vegmóðir á eftir honum að gegna embætti nokkur ár til - í boði okkar. Limir þessarar þjóðar dansa eftir höfðinu. Er því nokkur furða að endurreisnarblikan við sjóndeildarhring sé heldur dauf? Kemur það á óvart að þjóðin óski þess helst að vera á framfæri annarra, hvort sem það eru innlendir lífeyrisþegar eða erlendir lánardrottnar?


mbl.is Forseti Þýskalands segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álagningin hækkar olíuverðið

Ekki skal dregið úr því að ríkissjóður er frekur til fjármuna almennings í gegnum eldsneytisnotkunina.

Mér finnst hins vegar lítið gert úr þætti olíufélaganna að þessu leyti. Ef litið er á álagninguna og breytingar á henni á sama tíma og skattbreytingarnar eru skoðaðar, þá hefur álagningin hækkað langt umfram almennt verðlag.

Þetta liggur fyrir.

Ekki sleppa þeim, sem hægt er að hafa áhrif á með stýringu viðskiptanna.


mbl.is Skattheimta hækkar bensínverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðurinn orðinn að meinsemd

Það var átakanlegt að hlusta á þá nafna, Ólafana, á Bylgjunni í morgun. Þeir espuðu hvorn annan upp í  andúð á lífeyrissparnaðinum. Gekk Arnarson lengra með því að telja lífeyrissjóðina með öllu gagnslausa en Ísleifsson var öllu hógværari þótt hann sæi mikinn vanda verða til vegna sjóðssöfnunarinnar. 

Þegar ég var ungur maður kepptust allir við að eyða hverri krónu, sem aflað var. Enn betra var að skulda sem mest og höfðu menn að kjörorði: "grædd er skulduð milljón". Þetta var auðvitað svar við óðaverðbólgunni, sem þá réð miklu í efnahagsmálum þjóðarinnar og um viðhorf almennings til peninga. Öllum var þó ljóst að við mikla meinsemd var að eiga og skortur á innlendu lánsfé hamlandi bæði atvinnulífi og almenningi. Ólafslögin um verðtryggingu lánsfjár voru fyrsta skrefið til að snúa af þessari braut.  Viðunandi árangur náðist þó ekki fyrr en með samstilltu átaki þeirra félaga Guðmundar jaka, Ásnumdar og Einars Odds og bændasamtakanna í samvinnu við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1990. Fram að þeim tíma hafði mín kynslóð barist við misgengi verðtryggingar og launa. Niðurstaðan varð þannig himnasending að maður óskaði þess að þjóðin þyrfti aldrei aftur að glíma við óðaverðbólgu og þau vandamál, sem henni fylgdu. Ein af hliðarverkunum þessara efnahagsráðstafana var að þjóðin sneri við blaðinu og fór að spara og lífeyrissjóðunum var loks kleift að gera áætlanir um greiðslu lífeyris, sem hvarf ekki á verðbólgubálinu.

Það er eins og þetta sé allt saman gleymt og nú hamast menn gegn sparnaðinum og segja söfnun lífeyrisréttinda grundvallarmeinsemd og hana verði að stöðva. Glámskyggni stjórnenda lífeyrissjóðanna og áður óþekktar aðstæður í íslensku efnahagslífi leiddu til gengislækkunar lífeyrissparnaðarins. Hugsanlega má rekja ástæður þessarar glámskyggni til félagslegrar súrsunar stjórnenda lífeyrissjóðanna og bankamanna á markaðstorgi hégóma og gjálífis. Svo vilja margir vera láta og legg ég engan dóm á það. En hvernig má það vera að annars skynsamir menn beini nú allri athygli sinni að sparnaðinum sjálfum og geri hann að blóraböggli fyrir það, sem miður fór? Er það sem sagt sparnaðurinn, fyrirhyggjan, sem á að bera burt syndir heimsins að þessu sinni? Hvers konar bull er þetta? Er það ekki líklegra að efnahagsstjórnin, hvernig við fórum með þennan sparnað sem brást? Á að leggja af sparnaðinn og taka upp gegnumstreymissjóði af því að það skapar vanda að eiga til mögru áranna? Er ekki rétt að staldra hér við áður en vitleysan fer úr böndunum?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband