Bloggfćrslur mánađarins, september 2012

Bróđir

Um sumarsólstöđur

hvarf mađur mér nákominn

á braut.

 

Hann fór um boga litbrigđanna

inn í sköpunarverkiđ.

 

Faldi dauđann

í erminni

- eins og hvert annađ bragđ

á sviđi.

Ţögull um eigin örlög.

 

Hjarta hans sló

í sólheitu landi

í engum takti

viđ ljá eilífđarinnar.

 

Slíkur mađur

verđur ekki syrgđur

í harmi augnabliksins.

 

Ţarna!

Ţarna viđ dagsbrún

er söknuđurinn

á vćngjum tímans.   

 

 


Kvennaathvarfiđ - ţjóđţrifastofnun ţví miđur

Heimilisofbeldi er böl, sem margir búa ţví miđur viđ,  bćđi karlar og konur. Miklu algengara er, ađ konur verđi fyrir ofbeldi maka eđa sambýlismanns og karlar neyta líkamsburđa sinna til ađ halda undirtökum í fjölskyldunni eđa fá útrás fyrir kvalalosta. Kvennaathvarfiđ var ţví eins og himnasending fyrir konur, sem áttu engan annan kost en ađ flýja ógnina og leita skjóls utan heimila sinna.

Ć fleiri konur leita til athvarfsins međ og án barna og húsnćđisţörfin er brýn. Kvennaathvarfiđ er sjálfstćtt og getur ekki reitt sig á framlög hins opinbera og er háđ hinum almenna borgara um stuđning. Viđ ţurfum ađ styđja ţađ núna í húsnćđisvandrćđunum - öll međ tölu.


Fariđ um Brattabrekku en ekki Bröttubrekku

Ţegar komiđ var af fjallinu á póstleiđinni vestur í Dali og niđur í Suđurárdal var farinn svokallađur Bratti. Leiđin liggur austan viđ núverandi vegarstćđi vestur. Brattabrekka dregur nafn sitt af ţessum Bratta. Ţví er rétt ađ segja ađ fariđ sé um Brattabrekku en ekki Bröttubrekku. Svipađ dćmi er Kaldakinn. Mađur fer í Kaldakinn en ekki Köldukinn.

Hljóđvörpin vinna á ţessum orđum međ tímanum og nöfnin glata upprunalegri merkingu sinni.


mbl.is Óveđur á Holtavörđuheiđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnendur í klemmu fjárveitinga og fagráđuneytis

Ţađ er gömul saga og ný ađ erfiđlega gangi ađ ná endum saman á heilbrigđisstofnunum landsins. Landsmenn og fulltrúar ţeirra í stjórnmálaum eru áhugasöm um ađ veita eins góđa ţjónustu og völ er á fyrir sem minnstan pening. Eđli málsins samkvćmt verđur eilíft reiptog milli ţessara sjónarmiđa og erfitt ađ fullnćgja allra kröfum.

Ţađ sannast ítrekađ á Heilbrigđisstofnun Austurlands, ađ ekki gott ađ gera svo öllum líki í ţessum efnum. Nú hefur Ríkisendurskođun upplýst ađ stofnunin hafi brugđist tilhlýđilega viđ ţriggja ára tilmćlum hennar um fjárreiđur og ađra stjórnsýslu en samt sem áđur ţurft ađ reka stofnunina ađ hluta til međ rándýrum yfirdráttarlánum. Ţetta gerist ţrátt fyrir samdrátt í ţjónustu međ erfiđum niđurskurđi og fćkkun starfsmanna. Hafa yfirmenn stofnunarinnar fengiđ bágt fyrir frá öllum, íbúum, starfsmönnum og stjórnmálamönnum. Ţeir hafa sem sagt veriđ skammađir viđ skyldustörfin.

Stjórnendur HSA eiga ekki nema einn kost ţ.e. ađ skera enn frekar niđur ţrátt fyrir ramakveinin. Hinn kosturinn er sá, ađ stjórnmálamennirnir láti af tvískinnungnum og bćti fjárhag stofnunarinnar eđa ađstođi stjórnendur og styđji viđ frekari niđurskurđ og samdrátt í ţjónustu.


mbl.is Fjármögnuđu rekstur međ yfirdrćtti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband