Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Skera þarf til verðbólgumeinsins

Það er alveg óskiljanlegt hvernig skautað er framhjá verðbólgunni í umræðum um verðtrygginguna nú á dögum. Oft er haft á orði að erfitt sé að vita hvort kom á undan eggið eða hænan. Í þessu tilfelli er svarið einfalt: Verðbólgan kom á undan verðtryggingunni. Verðtryggingin var verkfæri til að hindra eignabruna og eignatilfærslu í verðbólgunni.

 

 Auðvitað skapaði það vanda þegar laun voru aftengd en eignir/skuldir varðar áfram með verðbótum. Við höfum þó lifað þá tíma, þegar verðbólgan var ekki áhyggjuefni og lífið með gluggaumslögum var áhyggjulaust frá mánuði til mánaðar á árunum frá 1990 - 1995. Þá var verðtryggingin í fullu fjöri en verðbólgan lítil og jafnvel lægri en í mörgum nágrannalöndum.

 Ég þekki þetta allt þar sem ég er af Sigtúnskynslóðinni og er enn að borga af síðasta húsnæðisláninu mínu. En fólk er furðu fljótt að gleyma. Við stefnum nú hraðbyri aftur á 8. áratug fyrri aldar.

  Líklega þarf að fara að rifja upp: "Úr fylgsnum fyrri aldar." Líta til tímanna þegar skynsamir menn eins og Ásmundur og Einar Oddur, sem höfðu báða fætur á jörðinni, náðu saman í kompaníi við Gvend jaka og létu Steingrím Hermannsson njóta sviðsljóssins.

Er ástæða til að líta til bjartrar framtíðar? 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband