Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Skylt er skeggiđ hökunni

Ólafur Jóhannesson hafđi forgöngu um lagasetningu, sem gerđi mögulegt ađ verđtryggja fé, sem veitt var ađ láni. Ţetta var ađ ţví er mig minnir 1979. Lánsféđ hélt raungildi sínu auk ţess sem vextir voru greiddir fyrir lániđ. Áđur höfđu lánastofnanir reynt ađ verja eigur sínar međ tvískiptum vöxtum ţar sem hluti vaxtanna voru svokallađir kjörvextir ţeirra. Lögin, sem gjarnan eru kennd viđ Ólaf, voru framfaraspor.

Nú háttar ţannig, ađ verđtryggingin hentar ekki vel í samfélagi, ţar sem verđbólgan ćđir áfram og allt virđist á hverfanda hveli nema lánsféđ, sem variđ er af verđtryggđum lánasamningum. Ţá reyna menn ađ finna lagalegar glufur á brjóstvörn verđtryggingarinnar og draga í efa, ađ lagasetning Ólafs hafi á sínum tíma átt sér stođ í stjórnarskránni. 

Nema hvađ. Til varnar verđur embćttismađur sunnan úr Evrópu, sem fer fyrir rannsókn EFTA á međferđ Íslendinga á verđtryggingunni, a.m.k. ţeim hluta, sem tengir íslenska lánasamninga viđ gengi erlendra gjaldmiđla. Hver annar en barnabarn Ólafs Jóhannessonar. 

Tilfinningar og ćttrćkni hafa alltaf veriđ merkilegur fylgifiskur stjórnmálaţróunar og sjálfsagđur ef út í ţađ er fariđ.

Ţetta er fyrst og fremst til gamans sagt og fyrir forvitni sakir og alls ekki til ađ beita ađferđinni "hjólađ í manninn".  


"Okkur finnst" niđurstađa siđanefndar blađamanna

er illa unnin og gildishlađin. Meint ósannindi í Kastljósi eru afgreidd sem kannski "langt til seilst" en umkvartanir Sjúkrahússins á Akranesi eru ađ öđru leiti órćddar og engin afstađa tekin til hvort ţćr hafi veriđ réttmćtar. Ţađ er eins og ţađ sé í lagi fyrir blađamenn ađ vitna í ótilgreinda heimildarmenn án ţess ađ ganga úr skugga um ađ fullyrđingar eđa jafnvel getsakir ţeirra eigi viđ rök ađ styđjast.  

Ţetta er subbulegt af hálfu siđanefndarinnar en etv. ekki viđ öđru ađ búast, ţegar blađamenn dćma einir "í sjálfs sín sök".


mbl.is Kastljós braut ekki siđareglur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband