Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Grauturinn er heitur

og kötturinn á sífelldu róli. Hve lengi hefur veriđ tönglast á ţví ađ lćkna vanti, ţeir komi ekki heim úr námi, ţeir eldist, vinnuframlag minnki og engum dettur í hug í alvöru ađ draga fram ástćđurnar, sem liggja í augum uppi? Allra síst pólitíkusarnir, sem ábyrgđ bera á ţessu ástandi.

Litiđ hefur veriđ á heimilislćkna sem ţjóna kerfisins og hlutverk ţeirra útmálađ međ hástemmdum orđum og tilvísunum til alţjóđlegra yfirlýsinga um mikilvćgi heilsugćslunnar sem fyrstu viđkomu í leit ađ heilbrigđisţjónustu. Spor sögunnar liggja allt til Alma Ata 1978. En útfćrslan og kraftarnir hér á landi hafa allir fariđ í annars vegar ađ njörva heimilislćknanna niđur sem ríkisstarfsmenn og "embćttismenn" ef vel liggur á fólki  og hins vegar ađ reita af ţeim fjađrirnar, kroppa af ţeim kjörin. Dćmin úr rekstri Heilsugćslu höfuđborgarsvćđisins eru nćg og ţau nýjustu snúast um ýtrustu útfćrslur á lágmarkskjörum, ţegar Róm brennur undir fótum stjórnsýslunnar.

Hvernig er heilsugćslan rekin, ţar sem ţjónustustigi er viđunandi? Í Bretlandi, Danmörku, Svíţjóđ, Noregi? Ţar hafa stjórnmálamenn áttađ sig á ţví, ađ sama rekstrarform hentar ekki öllum lćknum og ađ ábyrgđ ţeirra sjálfra á lćknisţjónustunni kann ađ lađa fram meiri starfsánćgju og meiri afköst. Í annan stađ ţá kostar ţađ fjármuni ađ hafa heilsugćsluna sem fyrsta viđkomustađ ţannig ađ til sparnađar leiđi á síđari stigum heilbrigđisţjónustunnar. Ţessu hafa stjórnmálamenn í áđurnefndum löndum áttađ sig á. 

Hér á landi hafa menn aldrei horfst í augu viđ ţessar stađreyndir nema etv. á áttunda áratugnum, ţegar nauđsynlegar umbćtur voru gerđar á heilbrigđisţjónustu í dreifbýli. Stjórnmálamennirnir fara í kringum ţessar stađreyndir eins og kettir í kringum heitan graut og lćknar í ábyrgđarstöđum líka. 

Á međan hanga síđustu Móhíkanarnir á blóđugum nöglunum í störfum sínum og ekkert Kolbrúnarskáld sjáanlegt til ađ draga ţá upp úr hvönninni.  


mbl.is Tveggja vikna biđ á heilsugćslunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pabbi

Rýrar heimildir geyma stundum mikla sögu.

Stjórnarliđiđ er á harđahlaupum

undan Evrópuumrćđunni. Ţar stendur ekki steinn yfir steini. BB er í hrópandi mótsögn viđ allt, sem hann hefur áđur sagt. SDG er međ böggum hildar vegna kosningaloforđa sinna, sem snúa ađ ađkomu ţjóđarinnar, Sigurđur Ingi skrökvar upp á Evrópusambandiđ um sjávarútvegsmál, jafnvel ţannig ađ málssvari LÍÚ sér sig knúinn til ađ bera ummćli hans til baka, Gagnrök Birgis Ármannssonar eru ađ skýrsluhöfundar séu draumóramenn. Gunnar Bragi segir einungis ađ skýrsla ţessi skipti engu máli og breyti engu, en gott sé ađ hún hafi komiđ fram og Vigdís Hauksdóttir bítur höfuđiđ af skömm sinni međ ţví ađ segja ađ sjávarútvegskafli skýrslunnar sé ekki Háskóla Íslands sćmandi. 

O mores o tempores. Ţađ er greinilegt ađ tekiđ er ađ hitna undir ríkisstjórninni í Evrópumálunum og málaefnastađa hennar á hverfanda hveli.  Meira ađ segja ađalmálsvari hennar, Páll Vilhjálmsson, blađamađur, veit ekki sitt rjúkandi ráđ lengur og lćtur eins og naut í flagi. Ţau ćttu öll ađ fara í lautartúr uppi í Hádegismóa ásamt ÓRG og ritstjóranum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband