Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Blaðamennska Moggans í gær á forsíðunni kom á óvart

Fjallað var um laun lækna á Norðurlöndunum og borin saman heildarlaun lækna á Íslandi og dagvinnulaun lækna annars staðar. Þetta þótti alveg sjálfsagt og talsmaður Samtaka atvinnulífsins látinn votta það. Þessi aðferð gekk greinilega í fólk og glöggir vinir mínir, sem ég hafði samband við í morgun, höfðu ekki tekið eftir þessu.

Einu sinni var talað um "Moggalýgi" og hafði ég alltaf skömm á því hugtaki. Ég þarf greinilega að fara að endurskoða afstöðu mína til þess. 


mbl.is Eðlilegast að bera saman dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa dagsins er geðþótti = spilling

Það er sorglegt að fylgjast með umræðu dagsins, ekki síður en með þeim atburðum, sem átt hafa sér stað við brottvísun útlendinga af landinu. Jafnvel biskupinn krefst geðþóttaákvarðana við stjórnsýsluna. Ekkert hefur komið fram, sem réttlætir aðra niðurstöðu en komist var að við ákvörðun um afdrif þessara albönsku fjölskyldna.

Gerir fólk sér grein fyrir, hve skammt er á milli svigrúms til geðþóttaákvarðana og spillingar? Vilja menn fá hina gömlu Albaníu endurreista hér á landi? Á að mismuna flóttamönnum eftir því, hvernig vindurinn blæs?  Ég ætla að gefa mér með veikri sannfæringu að svo sé ekki og skoða umræðu s.l. sólarhring í ljósi þess. 


mbl.is Gleymir mannúð og mildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband