Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017

Píratar eru ekki píratar; þeir eru loddarar

Hvenær hafa píratar haft einhvern áhuga á Evrópusambandinu. Ekki settu þeir það á oddinn í síðustu kosningum. Þvert á móti. En nú á að kanna hug þjóðarinnar til þess og það með fyrstu skipum.En allir sanngjarnir menn sjá i gegnum bragð af þessu tagi. Því er ætlað að koma þvingu á Viðreisn.

Pírötum mun ekki verða kápan úr því klæðinu. Viðreisn mun koma með krók á móti bragði og haga málum þannig, að kosningar um þetta tiltekna mál fari fram í samræmi við stjórnarsáttmálann. 


mbl.is Vilja kjósa um nýjar viðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðum fyrir vegagerð með sköttum

Mér og mörgum öðrum var illa brugðið þegar fréttist af ákvörðunum Jóns Gunnarssonar um hvað skyldi víkja í vegaframkvæmdum vegna ófullnægjandi fjármögnunar í fjárlögum. Það er auðvitað rétt hjá honum að ekki verður framkvæmt fyrir krónur, sem ekki er verið að afla. En það er líka álitamál, hvort Alþingi eigi ekki að sjá um þessar ákvarðanir en ekki ráðherrann. 

Óánægjan með frestun framkvæmda í Berufirði og í Gufudalssveit er hafin yfir gagnrýni. Þessar vegabætur hafa staðið fyrir dyrum árum saman og væntingarnar við síðustu vegaáætlun miklar og eðlilegar.

Þessi ríkisstjórn, sem nú situr virðist óvenju feimin við skattheimtu eins og allar ríkisstjórnir, sem Sjálfstæðisflokkurinn veitir forystu. Sjálfstræðismenn lamast í hnjánum, þegar minnst er á skatta. Þetta er í blóðinu. En Sjálfstæðismenn gleyma því einlægt, að skattheimta getur verið mikilvægt og nauðsynlegt hagstjórnartæki, sérstaklega á þenslutímum, þegar þörf er á aðhaldi í ríkisfjármálum.

Nú er einmitt tíminn til að beita þessum ráðum í við hagstjórnina. Það er engin lausn að afla tekna úr öðrum hagkerfum þ.e. frá ferðamönnum til að byggja vegi. Þá eigum við að byggja sjálf einmitt núna, þegar þörf er á að hefta einkaneysluna. Skattana á ferðamenn eigum við að nota til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.

Það verður að fara í þessar vegabætur og fjármagna þær með aukinni skattheimtu um 1,5%.  


mbl.is Ákvörðun ráðherra stenst ekki lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband