Fullorðinn-fórnarlamb-fjárskortur

Háskólasjúkrahúsið er stíflað. Þetta er kallað "fráflæðisvandi".  Áður var talað um að gamla fólkið, hjúkrunarsjúklingarnir, tækju upp bráðarúmin.

Gamla fólkið tekur ekki upp nein rúm. Það hefur engan áhuga á að liggja á sjúkrahúsunum og allra síst á göngunum. Helst vill það halda heilsu og vera heima hjá sér. Að öðrum kosti vill það halda reisn sinni í viðeigandi hjúkrun og endurhæfingu, ef á henni er kostur. 

Þjóðfélagið hefur ekki sinnt þörfum þessa hóps samborgaranna. Úrlausnirnar hafa verið látnar sitja á hakanum og fjármagninu beint annað. Hjúkrunarþjónustan býr við afstæðan fjárskort. Ekki niðurskurð heldur beinan fjárskort. Gamla fólkið er fórnarlömb þessa fjárskorts.


Bloggfærslur 25. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband