Landlæknir talar fyrir afturför

Það var ekki heiglum hent á sínum tíma að losa heilbrigðisstéttir undan klafa pólitískra ákvarðana um stjórnarskrárbundin atvinnuréttindi þeirra. Það markmið náðist með endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu 2007. Fram til þess tíma voru heilbrigðisstarfsmenn í hafti ráðherrans og gat hann ráðið örlögum þeirra með órökstuddum og ómálefnalegum ákvörðunum. Skýrt var kveðið á um það í nýjum ákvæðum heilbrigðislaganna að leyfi um veitingu heilbrigðisþjónustu yrðu veitt á faglegum forsendum skv. ákvörðun landlæknis.

Nú bregður svo við að landlæknirinn, sem reyndar hefur alla sína stjórnunarreynslu úr öðru landi, sér það eitt til ráða, þegar hugmyndir eru uppi um nýja athafnasemi í heilbrigðisþjónustu, sem kann að gera ríkinu erfiðara fyrir að mæta skyldum sínum í þessum efnum, að færa hlutina til fyrra horfs og snúa baki við nútímanum og framtíðinni.

Er það gömul saga og ný, að ráðalausir stjórnmála- og embættismenn reyna það jafnan fyrst að beita almenning þvingunum, þegar þeim eru fengin ný verkefni í hendur. Ég tel hins vegar að landlækninum verði ekki að ósk sinni að þessu sinni. Hann ræður ekki við hjól tímans.


mbl.is Landlæknir vill skýra stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband