Lengd biðlista eftir bæklunaraðgerðum er óafsakanleg

Fólk á besta aldri bíður nánast í kör eftir einföldum og tiltölulega ódýrum aðgerðum í eitt ár. Átta mánaða biðlistinn er falsaður með fjögurra mánaða bið eftir að komast inn á hann. Með því að veita takmarkaða þjónustu og langt undir eftirspurn er heilbrigðisráðherrann að ryðja einkaframtakinu braut. Hann mun ekkert ráða við þróunina með þessu áframhaldi.
Fulltrúi Læknafélags Íslands í nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu 2006-2007 barðist fyrir því að pólitískum hömlum yrði létt af rétti heilbrigðisstarfsmanna til að veita þjónustu skv. menntun sinni á almennum markaði. Ef LÍ hefði ekki beitt sér í málinu hefði þessi breyting aldrei orðið. Enda voru rökin gegn því engin.Stjórnarskrárbundin ákvæði um rétt til atvinnu og jafnræðis ruddu þessari skoðun braut. 


mbl.is „Skammsýni“ að semja við Klíníkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband