Fjölgun öryrkja er uppsafnaður vandi; stífla, sem er brostin

Þegar VIRK kom til sögunnar til að létta af lífeyrissjóðunum væntanlegum örorkuvanda og skjóta nýjum stoðum undir virkt vinnuafl, töldu margir að vænta mætti færri öryrkja og fleiri vinnufærra einstaklinga. Hugsanlega hefur þessum væntingum verið mætt að einhverju leyti. Það, sem við eigum hins vegar erfitt með að horfast í augu við, er að fjöldi fólks hefur verið að flækjast í Völundarhúsi VIRK í mörg ár, án þess að eiga nokkra von um að komast út úr því.

Nú er þessi stífla að bresta og því þarf að taka heiðarlega afstöðu til þeirra, sem eru í raun öryrkjar og samfélagið þarf að aðstoða til frambúðar.

VIRK hefur hjálpað mörgum, einkum yngra fólki, en aðrir hafa verið þar í biðsal. Þeiira bíður ekkert annað en varanleg örorka. Þessir einstaklingar eru nú að koma fram á línuritum, sem boða Harmageddon í augum sumra en raunveruleikann ótruflaðan í augum annarra. 

Þetta mun auðvitað ná jafnvægi en niðurstaðan verður, að VIRK mun ekki lyfta Grettistaki til fækkunar öryrkjum, heldur lengja vist þeirra í forgarði örorkumatsins og sía þá betur frá, sem eiga sér von í ólgusjó atvinnulífsins.

Það þarf að gæta þess, að þegar fyrrgreindu jafnvægi er náð verði VIRK ekki skjól sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum heilbrigðis- og félagsvísndanna, heldur raunveruleg stoð þeirra, sem minna mega sín.


mbl.is „Þróunin getur ekki haldið svona áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband