Hvað gerðu þeir, sem við viljum bera okkur saman við

Fyrir um tuttugu árum eða rúmlega það varð húsnæðisbóla og bankakreppa í Noregi svipuð þeirri, sem hér varð. Um fjórðungur heimila þar í landi voru í skuldavanda vegna þeirrar kreppu. Í olíuríkinu var ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að leysa þeirra vanda; nákvæmlega ekkert var gert. Þar urðu menn að krafla sig sjálfir út úr því, sem þeir höfðu komið sér í. Það þótti heilbrigðasta niðurstaðan fyrir samfélagið.

Hér á landi hafa þegar verið færðir fjármunir á milli kynslóða til þeirra, sem verst standa. Það er farið fram á meira og því hefur verið lofað, sem ekki er hægt að efna. Kannski hafa frændur okkar verið of staðir fyrir okkar smekk og við hrakist hingað af þeim ástæðum


mbl.is AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Munurinn á Íslandi og Noregi hefur síðustu áratugi verið sá, að í Noregi er velferðarkerfið virkt fyrir almenning í algjörri neyð, en ekki á Íslandi.

Og ekki er launamismunur og stéttarskipting svo mikill þar, eins og raunverulega fær að viðgangast hér.

Líklega erum við Íslendingar óalandi og óferjandi einstefnu-frekjur í innanríkismálum. Eða réttara sagt yfirstéttin sem öllu stjórnar og öllu ræður.

Allir tapa á svona stjórnlausri spillingu, þegar upp er staðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Allir hafa nokkuð til síns máls Anna Sigríður og það hefur þú eins og aðrir.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.8.2013 kl. 22:49

3 Smámynd: Thor Thorvaldss.

En stóri munurinn á Noregi og Íslandi .....hér er verðtrygging og gengisfellingar en ekki þar. Í Noregi var og er fólk með höfuðið í lagi og eftir því dansa limirnir en á leið til Íslands var það "þrælahyskið þefaði upp brakið" eins og segir í texta Spilverk Þjóðanna og vísa í Öndvegissúlur Ingólfs Arnarssonar. Þetta "hyski" hefur sterka þrælslund, í ríki þar sem stjórnsýslu og réttarfari er stjòrnað af bönkum og fjármagnseigendum.

AGS benti líka á að ekki ætti að lækka veiðgjaldið, vonandi fer ríkisstjórnin aftur gegn ráðum AGS og lækkar skuldar heimilanna sem hún "by the way" var búinn að lofa. Fólkið sem borgaði skuldir sínar í Noregi borgaði ekki margfalda upphæð lána sinna "by the way" eins og þrælslundaðir og undirokaðir Íslendingar.

By the way, afi minn var borinn og barnfæddur í Noregi nema hvað.... :-)

Bestu kveðjur

Thor Thorvaldss., 7.8.2013 kl. 23:59

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir Sigurbjörn.

Það er rétt að bæta við, að í Noregi eru bankar reknir sem þjónustustofnanir fyrir almenning, en ekki okurlána-stofnanir, eins og fær að viðgangast hér á landi.

Það þarf ekki efnahagskreppu í Noregi, til að bankar færi afborganir aftast á skuldabréfi, til að hjálpa fólki yfir óvænta erfiðleika. Þetta viðrast bankastofnanir og aðrar lánastofnanir á Íslandi ekki hafa hugmyndaflug til að láta sér detta í hug. Það væri þó allra hagur að sem flestir fengju tækifæri til að standa við sínar skuldbindingar á réttlátan hátt. 

Okurvextir og verðtrygging í þágu lánastofnana þekkjast ekki í Noregi, enda stjórnsýslan ekki gjörspillt og siðlaus, eins og færa að viðgangast á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 12:22

5 identicon

Það er ekki nema sjálfsagt að þeir sem skuldsetja sig um of verði að takast á við afleiðingar eigin gerða.  Því síður ætti þjóðfélagið að setja á lántakendur auka skuldabagga vegan rangt hannaðrar vísitölu, sem þeir eru verr staddir vegna meintrar eigin óráðsíu, ekki satt?

Auðvitað átti hér strax við hrun að taka vísitölur úr sambandi og láta svo lántakendur takast á við eigin lánasúpu.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telur að ríkissjóður hafi ekki bolmagn til lánaniðurgreiðslu.  Ef um óréttmæta eignaupptöku frá skuldurum hefur verið um að ræða, eins og t.d. við forsætisráðherra og fleiri erum sammála um, er þá ekki  AGS þar með að segja að íslenskir skuldarar skuli búa við þennan sérstaka hrunskatt óháð réttmæti hans, vegan þess að ríkið hafi ekki efni á að taka hann ekki?

Erum við Íslendingar tilbúnir að takast á við fordæmisgildi slíkrar eignaupptöku?

 Þarna hefur þar með opnast ný "gjöful" náma fyrir ríkissjóð sem getur með slíkri eignaupptöku frá almenningi,  mulið enn betur undir innlent og erlent fjármálakerfi, sem AGS stendur nú kanski líka vörð um!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 13:25

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. AGS er einn anginn af heimsveldis-glæpastofnuninni í mínum augum. En það er nú bara mín skoðun, vegna greinilegra og ó-ábyrgra vinnubragða heimsveldisins.

Hvers vegna var bönkum á Íslandi, undir eftirliti og einkunnargjöf matfyrirtækja, leyft að gera lánshæfismat og lána út frá því mati, án nokkurrar ábyrgðar lánveitendanna (matsfyrirtækja/banka), á því lánshæfismati?

Það hefur víst "gleymst" að taka þennan þátt með í heiðingja-vígt haldreipi heimsbanka-ræningjanna.

Flest fólk vill standa við sínar banka-lánshæfis-metnu og veittu skuldbindingar. Fólk hefur rétt á að þeim sé gert kleyft að ráða við sínar banka-stýrðu/metnu skuldbindingar.

Eitthverstaðar hefur þessi sjálfsagði réttur banka-lánshæfismetnu lántakendanna á Íslandi týnst, í réttarríkinu dóms/banka-stýrða.

Launaupphæð er einskis virði, ef kaupmáttur launa dugar ekki fyrir afborgunum og framfærslu. Það gildir um allar stéttir og alla hagsmuna-hópa, sem þurfa að að lifa af.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband