Stjórnarliðið er á harðahlaupum

undan Evrópuumræðunni. Þar stendur ekki steinn yfir steini. BB er í hrópandi mótsögn við allt, sem hann hefur áður sagt. SDG er með böggum hildar vegna kosningaloforða sinna, sem snúa að aðkomu þjóðarinnar, Sigurður Ingi skrökvar upp á Evrópusambandið um sjávarútvegsmál, jafnvel þannig að málssvari LÍÚ sér sig knúinn til að bera ummæli hans til baka, Gagnrök Birgis Ármannssonar eru að skýrsluhöfundar séu draumóramenn. Gunnar Bragi segir einungis að skýrsla þessi skipti engu máli og breyti engu, en gott sé að hún hafi komið fram og Vigdís Hauksdóttir bítur höfuðið af skömm sinni með því að segja að sjávarútvegskafli skýrslunnar sé ekki Háskóla Íslands sæmandi. 

O mores o tempores. Það er greinilegt að tekið er að hitna undir ríkisstjórninni í Evrópumálunum og málaefnastaða hennar á hverfanda hveli.  Meira að segja aðalmálsvari hennar, Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, veit ekki sitt rjúkandi ráð lengur og lætur eins og naut í flagi. Þau ættu öll að fara í lautartúr uppi í Hádegismóa ásamt ÓRG og ritstjóranum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í öllu meginatriðum, en svolítið kauðskt að þurfa að hafa alla þessa nafnleynd í skýrslunni. Ætla engum lygar en hefði verið sterkara ef þau hefðu getað dekstrað blækurnar í Brussel til að koma fram undir nafni

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 20:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sýnist þér, Sigurbjörn, það akademískt frambærilegt að vitna í ónafngreinda heimildarmenn í "sölunum" í Brussel, sem tala í þversögn við það sem ábyrgir fulltrúar ESB hafa sagt og þvert gegn bókstaf sáttmála ESB?

Vigdís setti einmitt fingurinn á kaunið í þessari skýrslu.

Svo vil ég spyrja þig sjálfan: Viltu ekki upplýsa lesendur hér, hvers vegna þú kýst að við gefum frá okkur sjálfsforræði okkar eigin mála og hvers vegna þú ert ósammála því sem Jón forseti Sigurðsson skrifaði fyrir 156 árum, þegar hann ritaði í Ný félagsrit (1858, s. 209), að við Íslendingar "eigum að réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skilið"?

Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 21:15

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kannski veit Sigurbjörn frekari deili á sendiherra ESB á Íslandi: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1365998/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2014 kl. 21:24

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þið eruð svo djúpir strákar, að þið eruð á e-u astralplani, sem ég höndla ekki.

Um Jón nafna þinn Sigurðsson, Jón Valur, vil ég það segja eitt, að hann var dauðlegur maður eins og dæmi hans sannar. Allt, sem hann sagði, var ekki forsögn um gang himintunglanna til frambúðar, heldur orð látin falla undir stjörnu nytjastefnunnar, þjóðinni til handa á 19. öldinni.

Nú er s.s. til umræðu, hvernig við varðveitum fullveldið á okkar dögum og í þeim heimi, sem við blasir.

Sigurbjörn Sveinsson, 8.4.2014 kl. 21:51

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skýrsluhöundar aðildarsinna fengu Callagher,ESB þingmann Íra sem hefur beitt sér gegn Íslendingum í Makríldeilunni til álits,þar fengu þeir eitthvað sem þeir vildu.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2014 kl. 00:05

6 Smámynd: Elle_

Sigurbjörn, ég skildi það fyrir nokkuð löngu að þú ert og hefur verið of viljugur að kasta fullveldi landsins út í veður og vind eins og ómerkilegu sorpi. 

Elle_, 9.4.2014 kl. 00:51

7 Smámynd: Elle_

Stjórnarflokkarnir eru ekki á harðahlaupum, það eru ESB-sinnar með sínar eilífu blekkingar og beinar rangfærslur.

Elle_, 9.4.2014 kl. 01:09

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í ákveðnum ákveðnum aðstæðum er viðurkennd akademísk aðferðarfræði í rannsóknum að taka viðtöl við háttsetta embættismenn nafnlaust. Farið yfir þetta í lok klinksins:

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP26090

Mjög skiljanlegt. Auk þess er ekkert mikið um nafnleysi í þessari skýrslu.

Andsinnar vita ekki sitt rjúkandi ráð og stökkva á eitthvað út og suður. Láta eins og kjánar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2014 kl. 01:58

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég leitaði álits,þetta skrifar Björn Bjarnason; Vissulega eru stundaðar svo nefndar eigindlegar rannsóknir á félagsvísinda sviði,þar sem leitað er til fólks með sérfræðiþekkingu á einhverju máli og skoðanir þess birtar (oft nafnlaust). Það á að leiða í ljós viðhorf ehv. máls og síðan dregnar niðurstöður eftir fræðilegum reglum.

Að bera slík fræðistörf saman við þann hráa texta,sem birtist í skýrslu Alþjóðamála stofnunnar,felur í sér virðingarleysi fyrir fræðilegum kröfum sem vænta má að gildi innan veggja háskólastofnunar.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2014 kl. 13:13

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað er það sérstaklega sem andsinnum vantar nöfn heimildamanna fyrir?

Og ef þið hefðuð heimildarmanninn - hvað ætluði þá að gera? Ráðast á hann?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2014 kl. 14:18

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra lagði sem slíkur fram markmið Íslands í fiskveiðimálum fyrir Evrópusambandið í gegn um aðlögunarnefndina og voru þau markmið í samræmi við þingsályktun Alþingis þar um !

Þetta hefur Jón staðfest í einum þremur greinum og pistlum undanfarnar vikur.

Stuttu þar á eftir stöðvaði dr. Össur aðlögunarviðræðurnar endanlega í sterkum saltpækli.

Svör Evrópusambandsins voru löngu fyrirséð, en í stuttu máli voru þau á þann veg að þegar þeir höfðu lesið þetta frá sjávarútvegsráðuneytinu þá sagði ESB að það myndi ekki hefja aðlögunarviðræður um sjávarútvegsmál fyrr en Ísland myndi fyrirfram falla frá kröfum Alþingis í fiskveiðimálum og staðfesta að Ísland myndi ganga 100% inn í fiskveiðistefnu ESB, að undanskyldu að einhver lítill tími yrði gefinn til aðlögunar þar.

Þetta er í samræmi við sérstaka ályktun ráðherraráðs Evrópusambandsins í desember 2012 : . „Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið.

.

“http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/ 

 .

Þetta er jafnframt í samræmi við lesefni á heimasíðu Evrópusambandsins sem þér Sigurbjörn og öðrum slíkum hefur yfirsést ávallt að lesa. Evrópusambandið, ólíkt inngöngusinnum á Íslandi, eru ekkert að fela kröfurnar sínar.

Þar er meðal annarra skjala eftirfarandi framsetning sem 10 ára grunnskólabörn skilja auk þess að hægt er að fá sömu lesningu í ítarlegra formi. Það er sífelld blekking fullveldisafsalssinna í gangi við þá sem ekki vita betur að láta menn halda annað en raunveruleikinn er.

Tilgangurinn virðist helga meðalið. . Hérna er blað af heimasíðu Evrópusambandsins sem sýnir ferlið (bls. 2) á einni blaðsíðu á myndrænan hátt :

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf

.

Þegar dr. Össur fór með aðildarumsókn Íslands til Brüssel þá var haldinn fjölþjóðlegur fréttamannafundur þar sem Füle varð að tukta dr. Össur eins og sést hér :

.

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

.

Að gefnu tilefni held ég að nauðsynlegt sé að setja hér inn enska textann af því sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins svaraði dr. Össuri :

.

.

Füle : . „And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”

.

En því miður loka já-menn augum og eyrum við öllu sem þarna er nema „...you will find the necessary level og creativity” en að þeir skilji eða vilji heyra innan hvaða ramma creativity megi vera það vill hvorki dr. Össur né heldur aðrir Já-menn skilja upp til hópa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.4.2014 kl. 15:36

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjávarútvegsmál voru ekki formlega opnuð vegna makrílveiða LÍÚ. Nokkur ríki lögðust gegn því að opnað yrði fyrr en niðurstaða næðist þar. Farið yfir þetta í skýrslunni. Þetta lá alltaf fyrir. Hugsanlega spilar það svo inní afhverju framsjallar köstuðu hagsmunum Íslands á glæ fyrir nokkrum vikum g sömdu ekki um makrílinn.

Nú, að öðru leiti er CFP laga og regluverk alveg í nokkurn vegin samræmi við laga og regluverk í íslenskum sjávarútvegi. Það eru nú öll ósköpin og voðalegheitin. Sama laga og regluverk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2014 kl. 16:46

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka málefnaleg innlegg hér að ofan.

Ég tel að ekki liggi fyrir, að viðræðum við ESB hafi verið hætt vegna e-a atriða, sem voru óyfirstíganleg fyrir okkur Íslendinga. Jón Bjarnason er ekki áreiðanlegri heimild en aðrir í þessum efnum og síðri að mínu mati en samningamenn Íslendinga. Auðvitað gengur enginn að afarkostum, hvorki ESB né annarra í samningum af þessu tagi. Þeim er þá sjálfhætt. Á það reyndi ekki og á það mun ekki reyna nema látið verði sverfa til stáls.

Eins og málið blasir við mér, þá finnst mér afstaða Nei-sinna einkennast af ótta við niðurstöðuna. Öll rök eru týnd fram, sem stuðla að því, að henni verði ekki náð. Þessi afstaða er ekki sannfærandi. Hún er afstaða þess, sem vill halda alþýðunni í herkví fáfræði og fákunnáttu. Gegn því rís fólk. Jafnvel þeir, sem eru andsnúnir Evrópussambandinu. Meiri hluti almennings vill ljúka þessu máli og taka afstöðu til þess. Hver maður sér, að það er í þágu sátta og samstöðu þjóðarinnar.

Við hvað eru menn hræddir?

Sigurbjörn Sveinsson, 9.4.2014 kl. 20:20

14 Smámynd: Elle_

Sigurbjörn, Jón Bjarnason er traust heimild og veit manna mest um málið.  Hann vann fremstur manna í málinu.  Hann er líka heiðarlegur.

Hvað sem honum líður þó, hefur fólk það ekki bara frá honum að við værum að tala um upptöku allra og óumsemjanlegra laga hins svokallaða 'Evrópu'sambands (ekki Evrópa hvað sem trú sumra líður).  Not negotiable segja þeir og skrifa.  Prédikarinn setti það inn að ofanverðu, ef þið bara nennið að lesa það.  Og það hefur oft komið fram svo þið getið ekki sagt þið vitið ekki neitt.  En menn eins og andsinninn Ómar, hlusta ekki á rök og vilja ekki vita sannleikann ef hann passar ekki við stimpilinn þeirra eða trú eða hvað sem þið viljið kalla það.

Við erum ekki hrædd, í það minnsta er ég ekki hrædd, en vildi alltaf frá 16. júlí 09 að þetta ólýðræðislega ofbeldi Jóhönnu og co. gegn fullveldinu yrði stoppað.  Og ekki kosið um að stoppa það frekar en kosið væri um að stoppa annað ofbeldi eða þjófnað.  Það kemur hræðslu ekki við. 

Elle_, 9.4.2014 kl. 22:01

15 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég kemst ekki hjá að álykta sem svo, að þeir, sem eru algerlega andsnúnir því, að samningarnir við ESB verði til lykta leiddir, séu hræddir við niðurstöðu þjóðarinnar. Að meirihluti þjóðarinnar muni komast að rangri niðurstöðu í blóra við skoðun minnihlutans. Það beri að forðast.

Með fullri virðingu fyrir  þeim, sem eru þessarar skoðunar, þá finnst mér þetta ekki heilbrigt viðhorf.  

Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2014 kl. 09:00

16 Smámynd: Baldinn

Það er rétt hjá Þér Sigurbjörn að þetta fólk er skít hrætt við þjóðina.  Þetta er sama fólkið og heimtaði að líðræðið réði í ICEsave málinu en hefur nú hafnað líðræðinu og tekið upp forræðishyggju.

Stuðmenn áttu gott lag hér um árið " Bara ef það hentar mér "

 http://www.youtube.com/watch?v=sVFK_Q2cW_U

Baldinn, 10.4.2014 kl. 09:47

17 Smámynd: Baldinn

Hér er svo annar tækifærissini í góðu myndbandi frá Láru Hönnu.

 http://www.youtube.com/watch?v=NB2lxFWk5N4

Baldinn, 10.4.2014 kl. 09:52

18 Smámynd: Elle_

Baldinn, gerðu mér (og hinum) ekki upp skoðanir.  Eins og ég sagði er ég ekki hrædd og þar af leiðir enn síður skíthrædd.  Í sambandi við hið sífellda hræðslutal ykkar: Við hvað voru Jóhanna og Össur skíthrædd?

Sigurbjörn, mér finnst það ekki eðlilegt (eða heilbrigt) að þið skuluð enn neita, eða ekki skilja, að ekki er um neina eiginlega samninga að ræða.  Skiljið þið ekki orðin not negotiable sem Brusselvaldið sjálft notar?  Skiljið þið ekki hvað Brussel segir sjálft eða kærið þið ykkur bara kollátta eins Þorsteinn Pálsson og Össur og margir hinna?  Það er ekki eins og samningamennirnir eða Össur viti þetta ekki, heldur blekkja þeir.  Það er ekki hægt að ljúka neinum samningum sem eru ekki samningar.  Það er upptaka allra laga eða ekkert.  Það er fullveldisframsal eða ekkert.  Þið getið auðvitað enn laminn höfðinu í vegginn en ég nenni ekki lengur að ræða við ykkur.

Elle_, 10.4.2014 kl. 12:59

19 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er skaði Elle að þú skulir vilja slíta viðræðum við okkur. En þetta er víst orðinn plagsiður í okkar þjóðfékagi og sú aðferð, sem forustan hefur ryrir okkur smælingjunum.  Það, sem þú setur fyrir þig, er einmitt álitaefni, sem ræða þyrfti betur og þjóðin gæti sætzt á niðursöðu, sem fengist í viðræðum við ESB. Hnir meintu blekkingarmeistarar munu ekki geta leynt fyrir okkur endanlegu útliti samnings við ESB og þá gætum við sameinuð hafnað honum, verði hann ekki hagfelldur.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2014 kl. 13:18

20 Smámynd: Baldinn

Ég sagði hvergi að Þú Elle værir hrædd.    Ef um ekkert er að semja þá fellum við saman samninginn.  En þú eða aðrir í minnihlutanum takið ekki af mér þann rétt að fá að kjósa um málið.  Af hverju viljið þið ekki klára þetta og fella svo samninginn fyrst þið vitið þetta betur enn allir aðrir að það sé ekkert að semja um.  Þetta kallast að éta á sér skottið.  Þið vitið að það verður lagður fram samningur sem þjóðin fellir en viljið taka af okkur hinum þann rétt að kjósa.  Þvílíkur hroki, forræðishyggja og sjálfumgleði.

Baldinn, 10.4.2014 kl. 13:32

21 Smámynd: Elle_

OK, Sigurbjörn, ég skal þá ræða við ykkur.  En ég ætlast til að Baldinn verði málefnalegri og hætti að kasta skít og þræta fyrir það sem er svart á hvítu.  Hann sagði jú að ofan þetta fólk er skít hrætt við þjóðina og nú neitar hann að hafa sagt að ég væri skíthrædd. 

Hann gæti líka sleppt að vísa í Láru Hönnu, eina ranglátustu manneskju í Moggablogginu.  Svo er alls ekki ræðandi við Ómar að ofan og ég les næstum aldrei neitt lengur sem hann og Jón Frímann skrifa. 

Líka það sem mér mislíkar við málflutning Baldins er að hann heyrir ekki það sem maður er að hafa mikið fyrir að skýra, eins og skýringuna mína að ofan um að stoppa ólýðræðislega ofbeldið frá júlí 09.  Hann sakar okkur ranglega um að vilja ekki lýðræði nema það passi okkur en það kalla ég haugalygi.  Við viljum lýðræði og vildum það í júlí 09, en valtað var yfir lýðræðið af Jóhönnu og Össuri og co.   

Hann kastar svo yfir okkur það sem passar akkúrat við blekkjara í hópi fullveldisframsalssinna: 1. Bara ef það hentar mér, segir hann.  2.  Kallar okkur tækifærissinna.  3. Og hann talar um hroka, forræðisshyggju og sjálfumgleði.  Svar:  Við vorum ekki spurð 16. júlí 09 og það er þessvegna sem ég vil stoppa það núna eins og hvert annað ofbeldi og þjófnað.  Það á ekki að kjósa um þjófnað, það á að stoppa hann og skila þýfinu. 

Þetta bara ef það hentar mér og hrokinn og forræðishyggjan og tækifærismennskan passa líka fullkomlega við Össur og co, þar sem þeir vildu ekkert með lýðræði hafa 09 og sóttu bara um framsal fullveldis gegn okkar vilja.

Elle_, 10.4.2014 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband