Að Viðreisn sópast hæfir einstaklingar

Það hefur verið spennandi að fylgjast undanfarna daga með fréttum af líklegum frambjóðendum á lista Viðreisnar. Margt fólk er þar á ferð á besta aldri með nauðsynlega kosti sem fara vel fulltrúum okkar á þingi. Á þinginu þarf að fara saman fjör og baráttugleði, frelsi andans og skapandi hugsun, öllum óháð nema sannfæringunni um það sem telja má satt og rétt.

Það er þannig ilmur í lofti. 


mbl.is Vantaði alltaf samastað í pólitíkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ég á góða vini og kunningja í öllum flokkum. Einn besti vinur minn er í Samfylkingunni af öllum flokkum. Sama á við um góðan samstarfsmann. Hann telur Íslendinga ekki geta stjórnað sér. Best fari á að Þjóðverjar stjórni. Hagurinn af því sé meiri en fórnin af ES aðild. – En það sem ég hvorki skil né þoli er óheiðarleiki í málflutningi. Ég skil reyndar engan sem gerir sér óheiðarleika í málflutningi að góðu. Viðreisn er svo sannarlega óheiðarleg í málflutningi, já, svo sannarlega. - Slíkt hefði afi þinn ekki getað.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.9.2016 kl. 20:14

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sælll Einar.

Þú tekur upp þráðinn frá Páli Vilhjámssyni þ.e. um óheiðarleika Viðreisnar. Því hef ég svarað á þræðinum hans. Það sem vekur athygli mína er að þú dregur afa minn inn í þetta með því að fullyrða að hann hefði ekki unað ósannsögli Viðreisnar. Er hér nokkuð langt til seilst.

Af skrifum þínum má ráða, að ég sem einn af stofnendum Viðreisnar, sé ætlleri, ef afi minn er hafður að viðmiði fyrir kröfur um sannleiksást. Orð þín verða ekki skilin á annan hátt. Að öðru leyti hefur þú engar málefnalegar forsendur fram að færa um meintan óheiðarleika í málflutningi okkar í Viðreisn hvað ES varðar. 

Afi minn, Sigurbjörn í Vísi, var elskur að sanleikanum. Það er víst. Hann var mikill sjálfstæðismaður og skoðanir hans í stjórnmálum mótuðust á unglingsaldri upp úr aldamótunum 1900, þegar sjálfstæðisbaráttan var sem hörðust og fleygaði þjóðina þversum og langsum. Hann var talsmaður frelsis á öllum sviðum en vildi húsaga og mátti ekkert aumt sjá og var maður velferðarinnar að því leyti. Það er alveg óvíst á okkar tímum, hver afstaða hans hefði orðið til alþjóðlegrar samvinnu í Evrópumálum. En ég tel alveg öruggt að hann hefði ekki viljað neita þjóðinni um að ráða sjálf örlögum þeirra mála.

Einar! Með þessari athugasemd veður þú beint í manninn án nokkurra málefnalegra raka og notar afa minn í þokkabót sem stökkpall. Ég hefði búist við öðru af þér. Nema þetta sé bara prakkarastrik. En það er erfitt að sjá og þarf þá að bæta um betur. Það er bannað að vera leiðinlegur á prenti sagði Erlendur í Unuhúsi.

Sá grunur læðist að mér að mörgum sé orðið órótt vegna framboðs Viðreisnar. Til þess hefði ekkiþurft að koma, ef vel hefði verið á haldið.

P.s. Mínir bestu vinir eru úti um allan völl í pólitík og ég las Morgunblaðið og Þjóðviljann jöfnum höndum á æskuheimili mínu mér til mikils þroska að ég held. Hér er til gamans slóð um það efni.

http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/2165773/

Sigurbjörn Sveinsson, 5.9.2016 kl. 23:07

3 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Mér sýnist að fylgið muni sópast að Viðreisn
í næstu kosningum.

Á Fundi fólksins kom það berlega í ljós
að flokkurinn nýtur náðar Guðs og RÚV og
þarf þá ekki frekara vitnanna við.

Þó nokkuð sé á skjön við umræðuefnið þá varð
ég nokkuð hissa á því að fulltrúar einstakra flokka
létu RÚV komast upp með það að vísa sér ekki
einasta á óæðri bekk heldur frá allri umræðu.

Í stað þess að þeir veltu borðum þessara víxlara
og gerðu hark svo mikið að ekki yrði fundarfært
eða gerðu það sem hendi var næst að færa borð og
stóla í höfuð fundarboðendum þá fór það svo
að Viðreisn stóð þar með pálmann í höndunum ogblindur maður gat auðveldlega séð að þarna var komið
afl sem ekki léti undan síga.

Að Evrópusambandið og samstarf þessa flokks við
Pírata er það sem koma skal að loknum kosningum
þá ætla ég að leyfa mér að taka undir orð þjóðskáldsins
um að Ísland sökkvi í sæ.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 15:03

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sæll vertu Húsari.

Gott að heyra í þér og að sjá, að blóðið rennur enn. 

Ég varð því miður ekki vitni að þeim undrum, sem urðu á Fundi fólksins og margir hafa gert sér mat úr. Virðist svo sem að ekki hafi allt verið þar í "guðs friði" eins og VÞG bað þjóðinni jafnan.En ekki hefur verið tilefni til þess ófriðar, sem varð í musterinu á sínum tíma.

Mikið er ég glaður hvað þú spáir Viðreisn vel. Það gera margir aðrir þessa dagana og ekki allir með jafn mikilli ánægju. En menn vilja halda sig við raunsæið og þá blasir þetta við. 

Um Pírata veit ég lítið og hugnast þeir ekki. Því dreif ég mig m.a. að stofnan þennan litla flokk, sem Viðreisn heitir, og er nú orðinn mikils vísir. Þar eru væntanlega skiptar skoðanir um Evrópusambandið eins og gengur en um hitt eru menn sammála um að þjóðin skeri úr um það, hvort það geti gagnast okkur. 

Um það hefur hún ekki enn verið spurð. 

Sigurbjörn Sveinsson, 6.9.2016 kl. 20:20

5 identicon

Heill og sæll, Sigurbjörn.

Bestu þökk fyrir svarið(!)

Margur telur að spurningunni um Evrópusambandið
hafi þegar verið svarað og þetta sé ekki annað en
draugur og þegar svo ómátkur að varla þurfi mikið til
að kveða hann endanlega niður.

Aðrir halda því fram að engin verði þjóðaratkvæðagreiðslan
og þá í besta falli ráðgefandi en skapist aðstæður fari menn
inní þetta samband þegjandi og hljóðalaust.
Hvernig sérðu fyrir þér þjóðaratkvæðagreiðlu um þetta mál
ef Viðreisn á aðild að ríkisstjórn?

Ég spyr ekki út í loftið því ég tel víst að Viðreisn muni
fljúga uppí 20% í skoðanakönnum en að fylgi í
kosningum gæti orðið samsvarandi en þó aldrei minna en 15% .

Gengi Pírata mun verða langtum minna en reiknað er með.
Mér finnst ekki ólíklegt að fylgi þeirra hríðfalli
á komandi vikum.

En er annars nokkuð að frétta af velheppnuðum
borðdansi eða andafundum þar vestra?

Er svo ekki sjálfgefið að afkomendur Geirmundar Heljarskinns
hafi flestir flutt vestur um fjörðu og hvorki finnist
hálfur né heill arfi á Skarðsströndinni?(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 22:23

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Því er haldið fram að evrópumálinu sé lokið annað hvort vegna bréfs Skagfirðingsins sem hann sendi í suðurveg eða þá sjálfhætt vegna þeirra vandræða, sem Evrópusamvinnan á í um þessar mundir. Á meðan DO og Styrmir klifa á þessu fá þeir enga eirð vegna þess að enn eitt bréfið hefur ekki farið til Galliu Cisalpinu og spyrja sífellt eftir því. Það segir mér að þessu sé enn ekki lokið og því ráð að spyrja þjóðina.

Á eftir DO rjátlar Páll Vilhjálmsson, vappandi eins og hlýðinn rakki. Þeir minna um margt á Landnámsmann Íslands og gulu hundtíkina, sem ég vil ekki lýsa nánar, "dynur af löngu liðnum hófum, það eru hestar horfinna tíða í troðningum árbakkans, öld við öld, kynslóð eftir kynslóð, og enn farinn vegur, -hann kemur á eftir, með hundtík sína, hugumstór, nýjasti landeigandinn, landnámsmaður Íslands í þrítugasta lið"

Sigurbjörn Sveinsson, 7.9.2016 kl. 14:20

7 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Hér var heldur betur hlaðið í!

Merkilegt að titill þeirrar bókar sem vísað er til
fer miklum mun nær hinu rétta í einfaldleika sínum
á þýðversku: Sein eigener Herr.

Og nú get ég valið hvort heldur sem er,
Öxarfjarðarheiði að vitja þess manns er
samdi 16 bækur á 10 árum eða Jökuldalsheiði
með alltumvefjandi döggvota þokuna
og hlustað í huga mér, þá stórsjóir
eru framundan eða tröllvaxið ferlíki, á
þá Ástu Sóllilju sem í upphafi kveikti andsvarið
og hvarf til framtíðar eitt andartak og fann sér það
sögusvið sem ágætast var, í Sjálfstæðu fólki e. HKL.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband