Moli úr Fréttablaðinu

Á bls. 6 í Markaðnum (Fréttablaðinu) í morgun er að finna athyglisverða grein eftir Jón Steinsson, lektor við Columbia háskólann í New York. Jón er runninn úr heiðblárri grasrót þar sem forsætisráðherrann var aldrei langt undan. Hann segir m.a.: 

"Innherjar geta hlunnfarið lánadrottna og smærri hluthafa með því að; 1) greiða sér of há laun og fríðindi, 2) láta félagið sem þeir stjórna kaupa eignir á yfirverði af öðrum félögum í sinni eigu eða eigu tengdra aðila, 3) láta félagið sem þeir stjórna selja eignir á undirverði til annarra félaga í sinni eigu eða eigu tengdra aðila.

Á Íslandi hefur spilling af þessu tagi fengið að viðgangast nánast óáreitt á undanförnum árum. Ef verulegar breytingar eru ekki gerða á því lagaumhverfi sem ríkir á Íslandi hvað þetta varðar þá mun þessi spilling án efa halda áfram."  

Kannist þið við þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband