Svik á útsölum?

Í gær fórum við á ferskar útsölur í Smáralindinni. Var þar margt girnilegt á sæmilegum afslætti yfirleitt um 30%. Það kallast nú varla reyfarakaup en er viðunandi ef maður þarfnast vörunnar.

Þar kom, að húsmóðirin kom auga á flík, sem hún hafði keypt handa dótturinni í jólagjöf fáum vikum áður. Flíkin var nú boðin með afslætti á um 9.000 krónur. Upphaflegt verð var sagt 12.900 krónur og afsláttur því 30%.  Þetta hefði verið í góðu lagi, ef flíkin hefði ekki kostað krónur 9.900 fyrir jól og áður en útsölurnar byrjuðu.

Þetta kennir okkur að forðast skrum og blekkingar í auglýsingum og beinlínis villandi upplýsingar og að meta þörf okkar fyrir hlutina og hvað er gefandi fyrir þá í því ljósi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

var þetta kannski í versluninni Zöru? Þar á bæ settu þeir nýja verðmiða yfir þá gömlu með umtalsverðri hækkun.

Sigrún Óskars, 4.1.2009 kl. 12:15

2 identicon

Við neytendur eigum að standa saman og koma svona upplýsingum á framfæri, eins og þú ert að gera núna. En þú verður að láta nafn verlsunarinnar fylgja.

Annars verður bara haldið áfram að svína á okkur. 

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Þetta er auðvitað óþolandi og með ráðum gert. Láttu nafnið á versluninni með og láttu neytendasamtökin vita. Þetta er ólöglegt.

Við neytendur eigum ekki að láta fara ílla með okkur. Persónulega er ég sannfærður um að svona blekkingar séu ekki tilviljun og ekki heldur þegar hilluverð er mun lægra en kassaverð í matvörubúðunum.

J. Trausti Magnússon, 4.1.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Ásgerður

Já, það er víst eins gott að vera með augun opin. En þetta eru bara svik,,,halda búðaeigendur virkilega að við séum fífl??? Gaman væri að vita hvaða búð þetta er.

Ég er nú bara að bíða aðeins með að fara á útsölur, bíða eftir meiri lækkun , kíki kannski eftir helgi.

Ásgerður , 4.1.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Örfáum mínútum eftir að ég lauk þessu bloggi birti ruv frétt um sama efni.  Því miður er svo mikill reykur að það hlýtur að vera eldur. Ég slæ því föstu að ekki hafi verið um einangrað tilvik að ræða hvað okkur varðar.

Sigurbjörn Sveinsson, 4.1.2009 kl. 13:18

6 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Hvaða verslun er þetta?

Auðvitað eigum við að taka okkur saman og upplýsa um viðskiptaaðferðir af þessum toga.

Við eigum að standa saman um að sniðganga þær verslanir, sem vinna svona.

Sömuleiðis eigum við að sniðganga verslanir, sem hafa verið settar á hausinn og keyptar aftur skuldlausar af fyrri eigendum. -Nú er það svo, að þjóðin á bankana (=ég og þú) og það lendir því á okkur að greiða skuldirnar sem skildar eru eftir við gjaldþrotið.

Jón Ragnar Björnsson, 4.1.2009 kl. 16:46

7 identicon

Regatta búðin auglýsti frá miðjum október í heilsíðuauglýsingum flestra blaða að þeir segðu kreppunni stríð á hendur og allar vörur væru með 50% afslætti.  Ég þangað og viti menn varan eftir helmingsafslátt var dýrari en víðast hvar annarsstaðar.

Nú er sú verslun farin að auglýsa risaútsölu, allt að 50% afsláttur

Nafnlausa frúin (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:24

8 identicon

Voru þeir ekki hjá Múrbúðinni að benda á þetta ekki alls fyrir löngu.þ.e. hvað er gott verð eða "góður afsláttur" ?

Fengu þeir einhvern hljómgrunn þá ?  Held ekki þetta var fyrir 'hrunið'

það þarf stórátak í að virkja neytendur betur, kannski aldrei betur en nú og verð ég að hrósa Dr. Gunna og niskupúkinn.is fyrir sitt framtak

ag (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:14

9 Smámynd: Viðar Eggertsson

Það er einföld regla að glepjast ekki af hvað varan átti að hafa kostað áður, né hversu mikill "afsláttur" er sagður gefinn.

Heldur einfaldlega spyrja sig: Vil ég kaupa þessa vöru fyrir það verð sem krafist er fyrir hana?

Allt tal um afslátt í prósentum og fyrra verð er bara einföld leið til að rugla viðskiptavin í ríminu.

Látum ekki glepjast, jafnvel þó rétt sé gefið upp, því það er endanlega verðið sem maður borgar - ef maður vill kaupa vöruna á því verði.

Viðar Eggertsson, 4.1.2009 kl. 19:36

10 identicon

Endilega uppljóstraðu hvaða verslun þetta var. Ég fór t.d. á útsöluna hjá Zöru og blöskarði verðin sem voru í gangi. Sérstaklega í ljósi þess að mikið af þessum vörum voru ekki til sölu rétt fyrir jól. Þetta var greinilega aðallega e-ð eldgamalt drasl á hækkuðu verði með lélegum afslætti.

nonni (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:47

11 identicon

já þetta er alveg ótrúlegt hvernig ruglað er með verðið fram og til baka. Ég fór í Intersport fyrir jólin. Lét lokkast því þeir voru duglegir að koma með bæklinga með myndum af vörum á niðursettu verði.

Cinatamani peysa átti að kosta 12.720 kr. hafði lækkað úr 15.720. Vá bara 3.000 kr lækkun!

Þegar í búðina var komið fann ég sömu peysu merkta með verðinu 9.900 kr og 13.900 kr.

Semsagt peysan hafði aldrei kostað 15.720 kanski hámark 13.900 en að öllum líkindum var rétt verð 9.900 kr.

Margrét Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:55

12 Smámynd: Hlédís

Segi eins og Stefán JH hér að ofan: "Svik og blekking..... jahérna."!   Forðast yfirleitt útsölur af því þar er freistast til óþarfakaupa - vegna (mismunandi) lækkaðs verðs.

Hlédís, 5.1.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband