Sjúkraliða úr prísund hjúkrunarfræðinga

Nú á dögum vill ungt fólk ekki leggja fyrir sig fag, sem er öðrum stéttum háð um atvinnuréttindi og ekki hægt að nýta á eigin ábyrgð nema að breitt sé yfir starfsheitið. Þessu þurfa sjúkraliðar að una. Er því engin furða, að fólk forðist að leggja fyrir sig þetta nám, þó margir séu vafalítið tilbúnir til að starfa við heilbrigðisþjónustu með einhverri þekkingu án þess að leggja fyrir sig langt háskólanám.

Sjúkraliðanám varð til á Íslandi um 1970 eins og svo mörg störf heilbrigðisstarfsmanna að tilhlutan lækna.  Ragnheiður Guðmundsdóttir, augnlæknir, heiðursfélagi Læknafélags Íslands átti hér hlut að máli en hún var þá starfandi læknir í Landakoti.  "Hún var augnlæknir á Landakotsspítala en skipulagði jafnframt kennslu sjúkraliða á þeim spítala og annaðist kennslu þeirra. Ragnheiður mun hafa átt frumkvæði að kennslu sjúkraliða hér á landi eftir að hafa kynnst starfi þeirra erlendis." Lbl. 11/2004. Margt annað fagfólk en hjúkrunarfræðingar og læknar kemur nú að menntun sjúkraliða eins og eðlilegt er eftir þróun samfélags okkar.

Sjúkraliðar eru löggiltir heilbrigðisstarfsmenn en mega ekki starfa með sínu starfsheiti við þau störf, sem þeir eru þjálfaðir til nema á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Þetta er lögbundið. Sjúkraliðar háðu harða baráttu fyrir að fá þessu breytt fyrir rúmum áratug eða svo og tengdu þá baráttu við átök við ríkisvaldið um önnur kjör. Við lausn þeirrar deilu lofaði þáverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri að leggja fram frumvarp í þinginu sem lagaði stöðu sjúkraliða að þessu leyti. Við þetta loforð var staðið en frumvarpið kom aldrei til afgreiðslu þar sem því hafði ekki verið lofað, að það kæmi til umræðu. Síðan hefur ekkert gerst.

Tímarnir eru breyttir og sjúkraliðar eiga annað og betra skilið en að búa við þessa "átthagafjötra". Þeir eiga að geta tekið að sér viðeigandi störf með sínu starfsheiti án íhlutunar hjúkrunarfræðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því sem er nokkuð öruggt að allar breytingar mæta andstöðu.  En það koma tímar þar sem fólk er móttækilegt fyrir þeim og löngu tímabært að sjúkraliðar fái að starfa að sínum fyrir fram afmörkuðu störfum, án íhlutunar annarra.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Get ekki betur séð að þegar í kistuna er komið séu allir jafnir

 Svona eru nú lögin - sættu þig við það. Þ.e.( Embættismannakerfið sem er að hruni komið eins og pólitíkin o.fl )

Ráða lögnin yfir fólkinu? Hver setti lögin? GUÐ?

Nei, á Alþingi Ísl. hefur um áratugað skeið starfað fólk, margt útblásið yfir þeim völdum sem þjóðin lét í hendur þeirra og ekki sérlega vandað af störfum sínum en e.t.v. frægt af hagsmunaplottum

Vilborg Eggertsdóttir, 5.2.2009 kl. 04:12

3 Smámynd: Hulda Karen Ólafsdóttir

Sæll vildi aðeins leiðrétta hjá þér um fyrstu sjúkraliðarnana og  útskrift

 Þó að námið hafi formlega farið af stað 1965 hafði verið gefið leyfi til þess að fara af stað með námskeið áður en reglugerðin var birt og var það Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem útskrifaði fyrstu fjórtán sjúkraliðana eða um vorið 26. maí 1966. Nokkrum dögum seinna eða 15. júní útskrifuðust ellefu sjúkraliðar fá Kleppsspítala og síðan ellefu sjúkraliðar af St. Jósefsspítala að Landakoti 20. júní (Ingibjörg R. Magnúsdóttir, 1976). Ingibjörg er hjúkrunarfræðingur og var ásamt Ragnheiði frumkvöðull að námi sjúkraliða á Íslandi.

Takk fyrir pistilinn orð í tíma töluð og þó fyrr hefði verið!

Hulda Karen

Hulda Karen Ólafsdóttir, 10.2.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband